Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 58
260
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
Frá landlæknisembættinu
Skýrsla eftirlitsnefndar Evrópuráðsins
um Meðferðarheimilið að Sogni
Nýlega hefur borist skýrsla
eftirlitsnefndar Evrópuráðsins
um Sogn. Nefndin skoðaði
meðferðarheimilið fyrr á þessu
ári.
í stuttu máli kemur eftirfar-
andi fram:
1. Aðbúnaður sjúklinga er
með miklum ágætum. Fyrirhug-
uðum starfsmannafjölda hefur
næstum verið náð.
2. Talið er að viðvera nægi-
legs hjúkrunarstarfsliðs eigi að
vera tryggð allan sólarhringinn
á jafn mikilvægu geðsjúkrahúsi
og Sogn er. Samkvæmt skýrsl-
unni er enginn hjúkrunarfræð-
ingur á stofnuninni um nætur og
helgar (þó má ná sambandi við
hjúkrunarfræðing). Nú hefur
verið ráðinn hjúkrunarfræðing-
ur um nætur og helgar.
3. Talið er að nokkrir sjúk-
linganna geti, þegar til ekki
mjög langs tíma er litið, snúið
aftur til hins almenna samfé-
lags, svo sem til verndaðra
íbúða.
4. Sérfræðingur nefndarinnar
í geðlæknisfræði, sem er kenn-
ari við eina virtustu réttarlækn-
isfræðideild í Bretlandi, athug-
aði sjúkraskrár. Taldi hann
mjög vandað til færslu þeirra og
benti það til þess að regluleg
lyfjameðferð, ráðgjöf og skipu-
lagt starf kæmi sjúklingum að
góðu gagni. Taldi sendinefndin
ljóst að sjúklingar fengju ein-
staklingsbundna meðferð er
hæfði ástandi þeirra.
5. Á stofnuninni voru ýmsar
ráðstafanir gerðar til að tryggja
leynd læknisfræðilegra upplýs-
inga og áttu aðeins starfsmenn
við heilsugæslu aðgang að þeim.
Starfsmönnum sem ekki
fengust við heilsugæslu var séð
fyrir hverjum þeim upplýsing-
um sem nauðsynlegar voru til
að þeir gætu sinnt gæslu- og
stuðningshlutverkum sínum.
Vegna stöðu sinnar sem opin-
berir starfsmenn var þeim skylt
að hlíta þeim reglum sem í gildi
eru hjá hinu opinbera, og höfðu
þeir einnig undirritað skjal um
þagnarskyldu í starfi.
Með hugvitsamlegri tilhögun
við úthlutun á lyklum að stofn-
uninni var unnt að tryggja að
einungis heilsugæslustarfsmenn
hefðu aðgang að heilsugæslu-
herbergjum og skjalasöfnum.
6. Orðrétt segir í skýrslunni:
„Sendinefndinni var tjáð að
þegar stofnunin var sett á fót
hefðu komið upp vandkvœði í
sambandi við nauðsyn þess aðfá
allar lœknisfrœðilegar upplýs-
ingar sem með þurfti til einstak-
lingsbundinnar sjúkdómsgrein-
ingar og til að skipuleggja við-
eigandi meðferð. Vegna
efasemda meðal íslenskra geð-
lœkna hefði Meðferðarheimilið
að Sogni aðeins fengið upplýs-
ingar í samantekt. Jafnvel þótt
samþykki sjúklinga hefði fengist
tilflutnings á sjúkraskrám þeirra
hefði það ekki ávallt haft tilœtl-
uð áhrif og hefðu sum gögn
ekki verið afhent í heild um
hvern og einn sjúkling.
Eftirlitsnefndin lýsir ánœgju
sinni með tilkomu Meðferðar-
heimilisins að Sogni fyrir ósak-
hæfa afbrotamenn, er orðið hef-
ur til þess að gagnrýnisraddir
hafa þagnað, sem upp höfðu
komið á íslandi um meðferð
slíkra sjúklinga. Reyndist að-
búnaður og meðferð sjúklinga í
háum gœðaflokki.
Engu að siður hefur nefndin
lagt til að ráðstafanir verði gerð-
ar til að tryggja hjúkrun á stofn-
uninni á öllum tímum sólar-
hrings, að komið verði á form-
legum leiðum til móttöku á
kærum sjúklinga og að tryggt
verði að sjúklingar geti í trúnaði
náð til viðeigandi yfirvalds.
Vert er að geta sérstaklega um
faglega hœfni starfsmanna þess-
arar ungu stofnunar, svo og hve
mjög þeir leggja sigfram í starfi
og sýna því áhuga. “
7. Notkun líkamshafta er
bönnuð. Nefndin fagnar þessari
afstöðu stofnunarinnar til geð-
sjúkra.
8. Sjúklingum eru rækilega
kynntar allar kæruleiðir og kom
það greinilega fram í viðræðum
við sjúklinga.