Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 38
244
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
Ágrip erinda á vísindaþingi
Augnlæknafélags íslands
18. mars 1994
1. Sjúkdómsgangur á disklaga
öri í aldursrýrnun í miðgróf
sjónu
Harpa Hauksdóttir, Ingimundur Gíslason, Einar
Stefánsson. Augndeild Landakotsspítala.
Sett var fram tilgáta um að örmyndun í disklaga
(disciform reaction) aldursrýrnun í miðgróf sjónu
(age related macular degeneration) væri ekki út-
brunnin skemmd heldur héldi áfram að stækka á
löngu tímabili. Ákveðið var að gera frumkönnum á
því hvort hægt væri að mæla stærð skemmdarinnar á
löngu tímabili.
Gerð var mæling á litmyndum af augnbotnum sjö
sjúklinga með disklaga ör á mismunandi tíma. Mæl-
ing var gerð í tölvu, mynd varpað á tölvuskerm og
útlínur á skemmd dregnar og flatarmál skemmdar-
innar mælt.
f öllum tiifellum var upphafsstærð skemmdarinn-
ar minni en lokastærðin. Stærð meinsemdar í hverju
auga var fylgt eftir að meðaltali í 55,5 mánuði. Var
lóðrétt þvermál sjóntaugaróss (DD) notað til að
staðla mælingu á flatarmáli skemmdarinnar. í byrj-
un voru örin 2,71 DD2 +1,78 DD2 og stækkuðu í
4,53 DD2+1.76 DD2(meðaltal+staðalfrávik). f öll-
um tilfellum var upphafsstærð minni en lokastærðin.
Ör í disklaga aldursrýrnun í miðgróf sjónu virðist
fara stækkandi á löngu tímabili þó að það gerist ekki
jafnt og þétt heldur í stökkum.
2. Augnskimun í sykursýki
Jóhannes Kári Kristinsson1, Jóhann R.
Guðmundsson1, Einar Stefánsson1, Friðbert
Jónasson1, Ingimundur Gíslason1, Árni V.
Þórsson2. Augndeild Landakotsspítala1, Háskóli
íslands, barnadeild Landakotsspítala2.
Hafið var reglubundið eftirlit með augum sykur-
sjúkra á augndeild Landakotsspítala árið 1980.
Sjúklingar með sykursýki hafa verið skoðaðir a.m.k.
árlega. Það er lág tíðni af blindu hjá sykursjúkum á
íslandi miðað við önnur lönd, eða 1.0% hjá týpu 1
sykursjúkum og 1.6% hjá týpu 2 sykursjúkum. Tíðni
augnbotnabreytinga er hins vegar svipuð og í öðrum
könnunum. Eftirlit af þessu tagi er mann- og fjár-
frekt og þarf að leita leiða til að gera það eins hag-
kvæmt og unnt er án þess að víkja frá kröfum um
öryggi. Hér verður leitað svara við því hvort sleppa
megi því að skoða augu sykursjúkra bama með tilliti
til sykursýkisskemmda og þvf hvort nægi að skoða
þá sem ekki eru með augnbotnabreytingar annað
hvert ár í stað árlega eins og nú er gert
EFNIVIÐUR, AÐFERÐIR OG NIÐURSTÖÐ-
UR: Þegar könnunin var gerð voru 46 börn í landinu
undir 15 ára aldri skráð með greininguna sykursýki.
Jafnframt var farið í gegnum gögn sykursjúkra á
aldrinum 12 til 14 ára sem vom skoðuð á augndeild-
inni frá 1980 til 1993, 44 talsins. Aðeins eitt barn var
með augnbotnabreytingar, 14 ára gömul stúlka.
Ekkert barn undir 15 ára aldri í dag er með augn-
botnabreytingar af völdum sykursýki.
Farið var í gegnum gögn þeirra sem voru skoðaðir
frá júlí 1989 til júní 1990 og greindust ekki með
neinar augnbotnabreytingar. Þessir sjúklingar komu
á hverju ári og hafði því hver komið í skoðun tvisvar
tveimur árum síðar, í júlí 1992. Tveggja ára nýgengi
frá engum augnbotnabreytingar yfir í bakgrunns-
breytingar og preproliferatívar breytingar í 87 sjúk-
lingum með týpu 1 sykursýki var 21% og 2% en 18%
og 1% í 119 sjúklingum með týpu 2 sykursýki.
UMRÆÐA: Þegar leitað er í gegnum greinafjöld
er hvergi greint frá alvarlegri retinopathíu í börnum
undir 12 ára aldri. Þar er í mesta lagi um nokkur
microaneurysma að ræða og enginn hefur fengið
meðferð undir þessum aldri. Palmberg (1981) og
Klein (1989) greina frá mikilli aukningu á nýgengi
augnbotnabreytinga milli 13 og 15 ára aldurs. Murp-
hy (1987) og Frost-Larsen (1980) finna marktækan
mun á uppkomu sjónhimnuskemmda vegna sykur-
sýki meðal barna fyrir og eftir kynþroska þegar búið
var að leiðrétta fyrir tímalengd með sjúkdóminn. I
niðurstöðum McNally (1993) hefur árafjöldi fyrir
kynþroska sitt að segja við uppkomu sykursýki.
A.m.k. 2 einstaklingar hafa fengið nýæðamyndun í
sjónhimnu fyrir kynþroska (Lund-Andersen 1989,
Kimmel 1985).
I evrópsku og bandarísku skimunarleiðbeiningum
fyrir augnsjúkdóma í sykursýki er ráðlagt að hefja
ekki skimun fyrr en við kynþroska. Þessar leiðbein-
ingar virðast óljósar. Aldur við upphaf kynþroska er
afar misjafn og ákvörðun á kynþroska krefst læknis-