Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1994, Síða 47

Læknablaðið - 15.08.1994, Síða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 251 17. Skurðaðgerðir á augnlokum, táragöngum og augntóft á augndeild Landakotsspítala 1989-1993 Haraldur Sigurðsson Nútíma læknisfræði hefur leitt til vaxandi sérhæfing- ar. Undanfarin 5 ár hafa aðgerðir á augnlokum, tára- göngum og augntóft að mestu verið gerðar af einum augnlækni(HS) á augndeild Landakots. Alls voru þar gerðar 1383 aðgerðir frá 1989-1993 á framantöldum líffærum. Hefur þeim fjölgað frá því að vera 139 aðgerðir árið 1989, í það að vera 351 árið 1993. Auk þessa hafa nokkrar aðgerðir verið gerðar á Borg- arspítala í samvinnu við háls-nef- og eymalækna og heilaskurðlækna. Pegar litið er á einstaka sjúkdómflokka, þá hefur hlutfallslega mest fjölgun orðið í táragangaaðgerðum, vom 15 árið 1989, en 59 árið 1993. Að sama skapi hefur fjölbreytni aðgerðanna aukist. Þrátt fyrir að brottnám auga sé nú fátíðara en áður var, hefur augntóftaraðgerðum fjölgað, alls 42 aðgerð- ir á þessu 5 ára tímabili. Er hér að mestu um uppsafn- aðan vanda að ræða sem lítið hafði verið sinnt. Hefur þetta verið gert í samvinnu við Stefán Baldursson augnsmið. 18. Tullio fyrirbæri, sjúkratilfelli Vésteinn Jónsson, Siguröur Stefánsson, Torfi Magnússon Um er að ræða 51 árs gamlan karlmann. Tveimur ámm fyrir komu hafði hann lent í loftpressuhávaða og fann þá fyrir vægri svimakennd. Nokkm síðar tók hann eftir því að þegar hann bh'straði hvellt eða heyrði háan hreinan tón fannst honum sjóndeildarhringurinn hallast til hægri og réttast aftur þegar hljóðið hætti. Einnig hafði hann væga hellutilfinningu í hægra eyra. Eymaskoðun var eðlileg og heym góð. Þegar hægra eyra var ert með 500-3000 riða tóni af styrkleikanum 110 dB, kipptust augun upp á við og snemst til vinstri um lengdarás sinn og héldust þannig, en titrandi, þar til þögn ríkti á ný og jafnframt fékk sjúklingurinn tilhneigingu til að halla höfðinu til vinstri (OTR - ocular tilt reaction). Viðbrögðin vom mest í byijun hvers hljóðáreitis en dofnuðu síðan og voru einna greinilegust ef hann bhstraði sjálfur hátt. Við almenna augnskoðun fannst ekkert athugavert að teknu tilliti til aldurs sjúklings og augnhreyfingar vom eðlilegar. Almenn taugaskoðun var eðlileg. Hér mun vera um að ræða svokallað Tullio fyrir- bæri (Tullio phenomenon). I því felst að hljóðáreiti framkallar einkenni frá stöðuskynfæmm inneyra þ.e.a.s. augntin og svima með titringi og halla á skynj- aðri mynd. Fyrst var þessu fyrirbæri lýst um síðustu aldamót1'2. Tullio rannsakaði það með dýratilraunum og birti niðurstöður sínar 19293. Hann gerði örsmá göt inn í láréttu bogagöngin í ýmsum tegundum dýra og gat eftir það framkallað fyrrgreindar augn- og höfuð- hreyfingar hjá dýrunum með hljóðáreiti. Tullio fyrir- bæri er sjaldgæft og höfundar vita ekki til að því hafi verið lýst áður hér á landi. Talið er að í mönnum geti þetta ástand fyrst og fremst skapast á tvennan hátt4'5. Annars vegar ef aukagluggi opnast inn í jafnvægishluta völundarhúss og hins vegar ef óeðlileg tengsl myndast á milli fótplötu ístaðsins og himnu völundarhúss (membran- ous labyrinth). í báðum tilvikum getur það orðið til þess að titringur frá kröftugum hljóðbylgjum örvi jafn- vægishluta inneyrans. Þannig hefur þessu fyrirbæri verið lýst við inneyrabólgu, eftir aðgerðir við snigil- gluggahersli (otosclerosis), brot í höfuðkúpubotni, þrýstingsáverka, Meniére sjúkdóm, los á ístaðinu, sárasótt og Borreliosis (Lyme’s sjúkdóm)6. í mörgum tilfellum er orsök óþekkt og svo er í þessu tilviki. Sex ár eru liðin síðan sjúkdómurinn greindist og hefur ástand sjúklings verið óbreytt þann tíma. 1. Deetjen H. Akustische Strömungen der Perilymphe. Zeitschrift fiir Biologie 1900; 21: 159-66. 2. Richard D. Untersuchungen iiber die Frage, ob Schallreize adaquate Reize fiir den Vorhofbogengangsapparat sind. Zeitschrift fiir Biologie 1915-1916; 66: 479-509. 3. Tullio P. Das Ohr und die Entstehung der Sprache und Schrift. Berlin: Urban und Schwarzenberg, 1929. 4. Dieterich M, Brandt Th, Fries W. Otolith function in man. Brain; 1989, 112: 1377-92. 5. Ishizaki H, Pyykkö I, Aalto H, Starck J. Tullio phenomen- on and postural stability: Experimental study in normal subjects and patients with vertigo. Ann Otol Rhinol Lar- yngol; 1991,100: 976-83. 6. Nields JA, Kueton JF. Tullio phenomenon and seronegati- ve Lyme borreliosis [letter]. Lancet, 1991; 338: 128-9. 19. Gláka í eineggja tvíburum og mökum þeirra Þóröur Sverrisson, María Soffía Gottfreösdóttir, Einar Stefánsson. Augndeild Landakotsspítala Til að meta áhrif erfða og umhverfis á hina ýmsu sjúkdóma hafa tvíburarannsóknir reynst vel. Hin hefðbundna rannsókn ber saman ein- og tvíeggja tví- bura fyrir ákveðnum kvilla. Til að meta áhrif umhverf- is og erfða á gláku var framkvæmd rannsókn á ein- eggja tvíburum yftr 55 ára aldri og mökum þeirra. Þetta rannsóknarmódel metur annars vegar einstak- linga sem eru erfðafræðilega eins og hins vegar ein- staklinga sem hafa búið saman í áratugi. Ætla má að umhverfisáhrif ef einhver skili sér í slíkri nálgun. Alls voru skoðuð 50 pör eineggja tvíbura og 46 makar þeirra. Framkvæmd var nákvæm augnskoðun og DNA greining staðfesti að um eineggja tvíbura væri að ræða.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.