Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
245
skoðunar. Þeir sem verða seint kynþroska geta
mögulega fengið alvarlegan sjónhimnusjúkdóm
áður en fyrsta skoðun fer fram.
Mun hentugra er að nota aldur til að ákvarða
upphaf skimunar. Nota má 12. aldursár sykursjúkra
sem almennan og hentugan byrjunarreit fyrir
augnskimun í sykursýki. Sykursjúkir einstaklingar
án augnbotnabreytinga fara ekki yfir á sjúkdómsstig
sem þarfnast meðhöndlunar við á 2 árum. Nýgengi
sjónhimnusjúkdóms vegna sykursýki annars staðar
er áþekkt okkar (Klein 1983, Klein 1989 (Wiscons-
in), Nielsen 1984 (Danmörk)). í evrópsku skimunar-
leiðbeiningunum er ráðlagt að skoða augu allra
sykursjúkra a.m.k. annað hvert ár og minnst árlega
ef augnbotnabreytingar sjást. í amerísku leiðbein-
ingunum er ráðlagt að skoða augu allra sykursjúkra
a.m.k. árlega. Niðurstöður okkar benda til þess að
skoða megi þá sem ekki eru með neinar sjónu-
skemmdir annað hvert ár. Fyrir áratug hér á augn-
deildinni var þetta fyrirkomulag tekið upp tíma-
bundið og komu þá ýmis vandamál upp sem tengjast
meðal annars því að augndeildin er staðsett á öðrum
stað en fólk fer í sína almennu sykursýkisskoðun.
Þar sem augnskimun er tengd almennri skoðun og
eftirliti sykursjúkra kann að vera nægilegt að skoða
augu þeirra sem ekki eru með neina retinopathíu
annað hvert ár. Að öðrum kosti er hætta á að sumir
sjúklinga detti út úr eftirliti með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum yrði slíkt fyrirkomulag tekið upp.
3. Vídd og lengd
sjónhimnuæða hjá
sykursjúkum og tengsl við
framgang makúlubjúgs
Jóhannes Kári Kristinsson, Einar Stefánsson,
María Soffía Gottfreösdóttir, Friöbert Jónasson,
Ingimundur Gíslason. Augndeild Landakotsspít-
ala Háskóli íslands.
Makúlubjúgur í sykursýki (diabetic macular
edema — DME) er algengasta orsök sjónskerðingar
í sykursjúkum. Við setjum fram tilgátu um lífeðlis-
fræðilega meingerð DME, hvernig bjúgurinn mynd-
ast og ástæður þess að hann hverfur eftir leysimeð-
ferð. Háræðalokun og hypoxia í sjónhimnu leiða til
sjálfsstýrðrar (autoregulatory) útvíkkunar slagæð-
linga í sjónhimnu, sem hækkar hydrostatískan þrýst-
ing í háræðum og bláæðlingum sem leiðir annars
vegar til útvíkkunar á háræðum og bláæðlingum í
samræmi við lögmál Laplace og á hinn bóginn til
bjúgmyndunar samkvæmt lögmáli Starlings, ef on-
kótískur þrýstingur helst stöðugur. Jafnframt hefur
komið í Ijós að við aukinn transmural þrýsting inni í
gúmmíslöngu víkkar hún línulega þar til hún nær
ákveðinni breidd, en þá lengist slangan hröðum
skrefum. Tilgáta okkar felur einnig í sér að leysi-
meðferð á makúlu bæti súrefnisbúskap í sjónhimnu
sem leiðir til sjálfsstýrðrar æðaherpingar og þess að
hydróstatískur þrýstingur minnkar, sem minnkar
bjúgmyndun. Til að prófa tilgátuna könnuðum við
hvort makúluæðar víkkuðu og lengdust áður en ma-
kúlubjúgur myndaðist.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR: Valdar voru lit-
myndir sem teknar voru af augnbotnum 12 augna í
sykursjúkum einstaklingum sem voru í eftirliti á
augndeild Landakotsspítala og höfðu greinst með
makúlubjúg (DME-hópur). Valdar voru til saman-
burðar litmyndir 12 einstaklinga með bakgrunnsret-
inopathiu (BDR-hópur) og 12 einstaklinga með
engaretinopathiu (NDR-hópur). Samanburðarhóp-
arnir voru hafðir sem líkastir DME-hópnum hvað
varðaði tímalengd með sykursýki, aldur, kyn og
gerð sykursýki (týpa 1/týpa 2). DME-hópurinn mátti
ekki hafa fengið leysimeðferð í augað. Valdar elstu
augnbotnamyndirnar (teknar a.m.k. 18 mánuðum
fyrir uppkomu bjúgsins) þar sem mæla mátti breidd
æðanna og til samanburðar myndir sem teknar
höfðu verið þegar makúlubjúgurinn var greindur. f
samanburðarhópunum tveimur var reynt að velja
myndir yfir sama tímabil og hjá DME-hópnum.
Fyrri myndirnar voru teknar að meðaltali 44 mánuð-
um fyrir greiningu DME. Hjá samanburðarhópun-
um var sama tímabil 50 mán. og 47 mán. Kynjahlut-
fallið í hópunum var jafnt, 6 konur og 6 karlar í
hverjum hópi.
Meðalaldur var 62 ár (27-77) í DME hópnum, 57
ár (36-78) í BDR hópnum og 61 ár (29-76) í NDR
hópnum. Meðalárafjöldi með sykursýki var 14 ár
(4-20) í DME hópnum, 15 (7-21) í BDR hópnum og
15 (6-23) í NDR hópnum. Myndunum var varpað
upp á vegg með filmu-myndvarpa og breidd æðanna
mæld með rennimáli. Efri og neðri (superotemporal
og inferotemporal) slagæðlingarnir og bláæðlingarn-
ir voru mældir 1 dd (þvermál papillu) frá papillu og
makúlugreinar frá þessum æðum mældar 1.5-2 dd
hliðlægt við papillu og 0.5-1 dd fyrir ofan eða neðan
papillu, eftir því hvort um var að ræða efri eða neðri
makúlugreinar. Lárétt þvermál papillunnar var
mælt fyrir hverja mynd og deilt í það með breiddinni
á æðunum til að leiðrétta fyrir stækkun. Til að mæla
æðalengd voru filmurnar stækkaðar í smásjá sem
varpaði myndinni inn á tölvu. Með tölvuforriti var
mæld lengd á efri slag- og bláæðlingagreinum frá 1.
greiningu slagæðlinga og bláæðlinga til 2., 3., eða 4.
greiningar. Deilt var síðan upp í með papilluþver-
máli líkt og við breiddarmælingarnar.
NIÐURSTÖÐUR: Slagæðlingar, slagæðlinga-
greinar, bláæðlingar og bláæðlingagreinar víkkuðu
allar marktækt fyrir myndun DME (dæmi: efri slag-
æðlingagreinar: 0,8514 +/- 0,169, p=0.011 (meðaltal
breiddar fyrir/eftir +/- SD), neðri slagæðlingagrein-
ar: 0,8103 +/- 0,176, p=0.0033). Borið saman við
samanburðarhópana kom í ljós að slagæðlingar og
greinar þeirra höfðu víkkað marktækt meir út hjá