Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 34
240 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 (chronic bronchitis) og lungnaþembu (pul- monary emphysema) (1-6). Þrátt fyrir að stöð- ugt komi fram ný og betri lyf til meðferðar berkjuþrengjandi sjúkdóma hafa uggvænlegar fréttir borist um vaxandi dánartíðni vegna astma einkum frá Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Englandi (1). Samanburður í 14 löndum á dán- artíðni vegna astma á tímabilinu 1970-1985, meðal fólks á aldrinum fimm til 34 ára, leiddi í ljós tilhneigingu til vaxandi dánartíðni í flestum landanna (1). Einnig varð sérstaða Nýja-Sjá- lands augljós þar sem dánartíðni á ofangreind- um aldri vegna astma hækkaði úr 1,3/100.000 árið 1974 í 4,2/100.000 árið 1979. Árið 1988 var dánartíðnin komin niður í 1,85/100.000, sem telst samt mun hærri en annars staðar (1). Við samanburð á milli Norðurlanda, utan íslands, var dánartíðni vegna astma svipuð í Noregi og Svíþjóð fram til 1980 (7/100.000) en fór nokkuð lækkandi eftir það í Svíþjóð en verulega hækk- andi í Noregi 9/100.000) (2). Lægst var dánar- tíðnin í Finnlandi (3/100.000) (2). í Svíþjóð hefur einnig verið athuguð dánartíðni þeirra sem eru 44 ára og yngri (2). Reyndist hún 0,6/100.000/ári. Dánartíðnin var ekki háð árs- tíma, en aukin í lok vikunnar, það er að segja frá föstudegi til sunnudags (2). I samantekt um sjúkleika (morbidity) og dánartíðni meðal Bandaríkjamanna á árunum 1979-85 var athuguð dánartíðni vegna lang- vinnra, berkjuþrengjandi sjúkdóma (3). Á ár- inu 1985 voru 95% þeirra sem látist höfðu með slíka greiningu 55 ára og eldri. Dánartíðnin var svipuð meðal karla og kvenna upp að 55 ára aldri en eftir það hærri meðal karla. Við 70 ára aldur var dánartíðnin tvöfalt hærri hjá körlum en konum og 3,5 sinnum hærri hjá 85 ára og eldri. Hlutfallsleg aukning á dánartíðni var þó mun meiri meðal kvenna en karla á ofan- greindu árabili (3). Efniviður Fengnar voru upplýsingar um dánarorsakir frá Hagstofu íslands fyrir tímabilið 1951 til 1990. Fram til 1970 var stuðst við niðurröðun eftir dánarorsökum samkvæmt International Classification of Disease nr. 7 (ICD 7). Safnað var uppýsingum um: 241: astma, 502: langvinn berkjubólga og 527.1 sem eru aðrir sjúkdómar í lungum og fleiðruholi, þar með talin lungna- þemba. Frá 1971 hefur verið stuðst við ICD 8 og síðar ICD 9; 493: astma, 491: langvinn berkjubólga og 492: lungnaþemba. Niðurstöð- ur voru unnar fyrir fjögur 10 ára tímabil með sérstöku tilliti til aldurs og kyns. Til þess að meta áhrif af breytingu á aldurs- samsetningu þjóðarinnar var reiknað staðlað dánarhlutfall. Samkvæmt upplýsingum úr Hagtíðindum (7) um meðalmannfjölda hvers aldurshóps (0-14 ára, 15-24 ára, 25-34 ára og svo framvegis) á hverju fimm ára tímabili (1951-55 og áfram) var reiknuð tíðni dauðsfalla eftir orsökum. Við útreikninga á væntanlegum fjölda dauðsfalla var byggt á meðaltíðni þeirra á síð- astliðnum 40 árum. Þessar upplýsingar voru síðan notaðar við útreikning á stöðluðu dánar- hlutfalli (8). Til grundvallar við útreikninga á staðli er notaður meðalmannfjöldi síðastlið- inna 40 ára í hverjum aldurshópi. Til þess að auka nákvæmni við mat á stöðluðu dánarhlut- falli er staðlaða dánarhlutfallið reiknað fyrir hvert 10 ára tímabil í niðurstöðum, en slíkt leiðir til þrengri vikmarka á hlutfallinu en feng- ist ef aðeins fimm ár, og þar með færri einstak- lingar, lægju til grundvallar. Við útreikning á marktækni var byggt á aðferð Vandenbroucke sem er nálgunaraðferð við útreikninga á 95% vikmörkum staðlaðs dánarhlutfalls (9). Niðurstöður Astma: Heildarfjöldi þeirra er látast vegna astma á hverju 10 ára tímabili kemur fram á mynd 1. Þegar aldursskiptingin er skoðuð sér- staklega kemur í ljós að á tímabilinu 1951-1990 eru alls níu einstaklingar undir 45 ára aldri með greininguna astma (sjö konur og tveir karlar) (mynd 2). Miðað við meðalfólksfjölda (0-44 ára) á þessu tímabili (149.921) þá var dánar- tíðnin á ofangreindum aldri 0,15/100.000/ári. Á áratugnum 1971-1980 virðast hlutfallslega hvað flestir yngri hafa látist (mynd 2). Þegar skoðuð er meðaldánartíðni vegna astma á 100.000 íbúa á ári kemur í ljós, að hjá körlum var um að ræða hæsta meðaldánartíðni á áratugnum 1971-1980: 4/100.000, en lækkaði í 2,4 á síðasta áratugi (mynd 3). Hjá konum var dánartíðni vegna astma hæst á síðasta áratugi: 4,7/100.000 (mynd 3). Samkvæmt stöðluðu dánarhlutfalli (sjá töflu) dóu hlutfallslega færri karlar 1981- 1990 en á síðustu fjörtíu árum. Meðal kvenna virðist ekki hafa orðið um marktæka breytingu að ræða þegar tekið er tillit til aldurssamsetn- ingar. Langvinn berkjubólga: Heildardánartíðni vegna langvinnrar berkjubólgu hefur þrefald-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.