Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 40
246 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 DME-hópnum. Neðri bláæðlingar og efri og neðri bláæðlingagreinar höfðu víkkað marktækt meira ef borið var saman við NDR-hópinn og efri bláæð- lingagreinar ef borið var saman við BDR-hópinn. Slagæðlinga- og bláæðlingagreinar lengdust mark- tækt frá upphafsmynd að greiningu makúlubjúgs (slagæðlingagreinar: 0,9670 +/- 2,286, p=0,0004 (meðaltal lengdar fyrir/eftir +/- SD), bláæðlinga- greinar: 0,9603 +/- 4,013, p=0,0057). Þegar DME- hópurinn var borinn saman við samanburðarhópana kom í ljós að æðarnar lengdust mjög marktækt borið saman við báða hópana. Æðar samanburðarhóp- anna lengdust hvorki né víkkuðu marktækt. 4. Yfirlit yfir gleraugnaþörf barna á Vesturlandi árið 1993 Guðrún J. Guðmundsdóttir Markmið þessarar athugunar var annars vegar að kanna gleraugnaþörf barna á Vesturlandi og hins vegar að fá nánari upplýsingar um hlutfall þeirra barna sem eiga rétt á endurgreiðslu gleraugna að hluta samkvæmt núgildandi reglum og þeirra sem það eiga ekki. Kannað var hve mörg börn komu til skoðunar á árinu og eingöngu miðað við börn með búsetu á Vesturlandi sem voru yngri en 16 ára á skoðunardegi til samræmis við núgildandi endurgreiðslureglur. Augnskoðanir bama á þessum aldri reyndust 531, skoðuð voru 477 börn en 50 þeirra komu oftar en einu sinni til skoðunar. 246 þessara barna fengu gleraugu, þ.e. 52% skoðaðrabarna. Af þeim áttu 65 börn rétt á endurgreiðslu eða 27% þeirra sem fengu gleraugu. 19 börn til viðbótar höfðu gleraugu fyrir en endurnýjuðu ekki, af þeim hefðu 10 átt rétt á endur- greiðslu. Samtals fengu/höfðu 265 börn gleraugu, þ.e. 56% allra barna sem skoðuð voru á árinu. Könnun á aldursdreifingu bama sem fengu gler- augnaávísun sýnir að meirihluti bama eru fædd ’81 eða fyrr eða 68%, flest fædd '19 og ’80 eða 17% og 18%. Minni toppar em um 4-5 ára aldur í framhaldi af fjögurra ára skoðun og 6-8 ára (skólabytjun). Flest barna sem fengu gleraugu vom nærsýn eða 62% og langflest með nærsýni á bilinu -0,75 til -2,0. 19% fengu gleraugu vegna fjarsýni, 11% vegna sjónskekkju (4% =S 1,25D, 7% 5= 1,5 D), en 8% vegna mismunandi sjónlags augna (anisometropi) & 1,5 D. Kannaður var sérstaklega sá hópur bama sem var yngri en 12 ára á skoðunardegi. Skoðuð voru 274 börn á þeim aldri, af þeim fengu 93 gleraugu eða 34%. 51 áttu rétt á endurgreiðslu eða 55% þeirra sem fengu gleraugu miðað við 27% yngri en 16 ára. Ef endurgreiðslualdur væri lækkaður úr 16 í 12 ár fengju 79% þeirra sem fá gleraugu greidd að hluta í dag endurgreiðslu áfram ef reglur væru óbreyttar að öðm leyti. Hjá börnum yngri en 12 ára er nærsýni enn algengasta orsök gleraugnaávísunar eða 34% (-0,75 til 2,0 = 26%), 31% fengu gleraugu vegna fjarsýni, 21% vegna sjónskekkju (5% 1,25 D, 16% 2= 1,5 D) og 14% vegna mismunandi sjónlags. Tíðni alvarlegra sjóngalla er þannig talsvert meiri í þessum hópi. 5. Arfgeng blettótt hornhimnuveiklun á íslandi: Nýjungar Friðbert Jónasson, Gordon K. Klintworth, Eri Oshima, Eugene A. Thonar, Jóhann H. Jóhanns- son. Augndeild Landakotsspítala. Við rannsökuðum 24 sjúklinga og 48 foreldri þeirra og systkini. Erfðir eru víkjandi. a) Gerð var genatengsla rannsókn og höfum við rannsakað um 95% erfðamengis mannsins án þess að geta staðsett meingen. Lokið verður við rannsókn síðustu 5% erfðamengisins (genóms) á næstu mánuðum. b) 99% þess keratan sulfats sem finnst í sermi er tilkomið vegna niðurbrots brjósks en um 1% frá hornhimnu. Við notuðum ensímtengt ónæmisdrægt hömlunarpróf, sem notar einstofna mótefni gegn keratan sulfati til að mæla keratan sulfat í sermi ofannefndra 72 einstaklinga. Við höfðum fengið hornhimnuvef frá 18 sjúklingum við hornhimnu- ígræðslu og notuðum sama einstofna mótefni gegn keratan sulfati til að lita vefinn. Niðurstöður: Hér á landi finnast tvær tegundir blettóttrar homhimnuveiklunar — 84% þar sem keratan sulfat finnst hvorki í hornhimnu né í sermi en þessi gerð er kölluð tegund I og svo 16% þar sem keratan sulfat finnst bæði í sermi og hornhimnu en sú tegund er kölluð tegund II. Við venjulega vefjalit- un og klíníska rannsókn er þó ekki hægt að greina milli þessara tegunda, en þó virðist sem þeir sjúk- lingar sem hafa tegund II séu orðnir öllu eldri þegar þeir fái sjúkdóminn og einnig er þeir þurfa á skurð- aðgerð að halda heldur en sjúklingar með tegund I. 6. Sjóndepra á Vesturlandi Guðrún J. Guðmundsdóttir Skráðir voru allir einstaklingar sem komu til skoð- unar árin 1988-1993 sem höfðu búsetu á Vesturlandi og reyndust hafa skerta sjón á öðru eða báðum augum (sjón<0,3 eða sjónvídd <20°). í árslok 1993 voru niðurstöður yfirfarnar m.t.t. þjóðskrár og látn- ir einstaklingar á tímabilinu flokkaðir úr. Niðurstaða: 31.12.1993 voru 427 einstaklingar á Vesturlandi sjónskertir á öðru eða báðum augum (2,95% íbúa), þar af 103 sjónskertir á báðum augum eða 0,72% íbúa, samtals 530 sjónskert augu. Flokkun eftir sjónskerpu: 53 augu alblind, >0-< 0,1166 augu, 0,l-<0,2 201 auga, 0,2-<0,3 108 augu, 0,4-0,5 (sjónvídd<20°) 2 augu. Orsakir sjóndepru:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.