Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1994, Side 40

Læknablaðið - 15.08.1994, Side 40
246 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 DME-hópnum. Neðri bláæðlingar og efri og neðri bláæðlingagreinar höfðu víkkað marktækt meira ef borið var saman við NDR-hópinn og efri bláæð- lingagreinar ef borið var saman við BDR-hópinn. Slagæðlinga- og bláæðlingagreinar lengdust mark- tækt frá upphafsmynd að greiningu makúlubjúgs (slagæðlingagreinar: 0,9670 +/- 2,286, p=0,0004 (meðaltal lengdar fyrir/eftir +/- SD), bláæðlinga- greinar: 0,9603 +/- 4,013, p=0,0057). Þegar DME- hópurinn var borinn saman við samanburðarhópana kom í ljós að æðarnar lengdust mjög marktækt borið saman við báða hópana. Æðar samanburðarhóp- anna lengdust hvorki né víkkuðu marktækt. 4. Yfirlit yfir gleraugnaþörf barna á Vesturlandi árið 1993 Guðrún J. Guðmundsdóttir Markmið þessarar athugunar var annars vegar að kanna gleraugnaþörf barna á Vesturlandi og hins vegar að fá nánari upplýsingar um hlutfall þeirra barna sem eiga rétt á endurgreiðslu gleraugna að hluta samkvæmt núgildandi reglum og þeirra sem það eiga ekki. Kannað var hve mörg börn komu til skoðunar á árinu og eingöngu miðað við börn með búsetu á Vesturlandi sem voru yngri en 16 ára á skoðunardegi til samræmis við núgildandi endurgreiðslureglur. Augnskoðanir bama á þessum aldri reyndust 531, skoðuð voru 477 börn en 50 þeirra komu oftar en einu sinni til skoðunar. 246 þessara barna fengu gleraugu, þ.e. 52% skoðaðrabarna. Af þeim áttu 65 börn rétt á endurgreiðslu eða 27% þeirra sem fengu gleraugu. 19 börn til viðbótar höfðu gleraugu fyrir en endurnýjuðu ekki, af þeim hefðu 10 átt rétt á endur- greiðslu. Samtals fengu/höfðu 265 börn gleraugu, þ.e. 56% allra barna sem skoðuð voru á árinu. Könnun á aldursdreifingu bama sem fengu gler- augnaávísun sýnir að meirihluti bama eru fædd ’81 eða fyrr eða 68%, flest fædd '19 og ’80 eða 17% og 18%. Minni toppar em um 4-5 ára aldur í framhaldi af fjögurra ára skoðun og 6-8 ára (skólabytjun). Flest barna sem fengu gleraugu vom nærsýn eða 62% og langflest með nærsýni á bilinu -0,75 til -2,0. 19% fengu gleraugu vegna fjarsýni, 11% vegna sjónskekkju (4% =S 1,25D, 7% 5= 1,5 D), en 8% vegna mismunandi sjónlags augna (anisometropi) & 1,5 D. Kannaður var sérstaklega sá hópur bama sem var yngri en 12 ára á skoðunardegi. Skoðuð voru 274 börn á þeim aldri, af þeim fengu 93 gleraugu eða 34%. 51 áttu rétt á endurgreiðslu eða 55% þeirra sem fengu gleraugu miðað við 27% yngri en 16 ára. Ef endurgreiðslualdur væri lækkaður úr 16 í 12 ár fengju 79% þeirra sem fá gleraugu greidd að hluta í dag endurgreiðslu áfram ef reglur væru óbreyttar að öðm leyti. Hjá börnum yngri en 12 ára er nærsýni enn algengasta orsök gleraugnaávísunar eða 34% (-0,75 til 2,0 = 26%), 31% fengu gleraugu vegna fjarsýni, 21% vegna sjónskekkju (5% 1,25 D, 16% 2= 1,5 D) og 14% vegna mismunandi sjónlags. Tíðni alvarlegra sjóngalla er þannig talsvert meiri í þessum hópi. 5. Arfgeng blettótt hornhimnuveiklun á íslandi: Nýjungar Friðbert Jónasson, Gordon K. Klintworth, Eri Oshima, Eugene A. Thonar, Jóhann H. Jóhanns- son. Augndeild Landakotsspítala. Við rannsökuðum 24 sjúklinga og 48 foreldri þeirra og systkini. Erfðir eru víkjandi. a) Gerð var genatengsla rannsókn og höfum við rannsakað um 95% erfðamengis mannsins án þess að geta staðsett meingen. Lokið verður við rannsókn síðustu 5% erfðamengisins (genóms) á næstu mánuðum. b) 99% þess keratan sulfats sem finnst í sermi er tilkomið vegna niðurbrots brjósks en um 1% frá hornhimnu. Við notuðum ensímtengt ónæmisdrægt hömlunarpróf, sem notar einstofna mótefni gegn keratan sulfati til að mæla keratan sulfat í sermi ofannefndra 72 einstaklinga. Við höfðum fengið hornhimnuvef frá 18 sjúklingum við hornhimnu- ígræðslu og notuðum sama einstofna mótefni gegn keratan sulfati til að lita vefinn. Niðurstöður: Hér á landi finnast tvær tegundir blettóttrar homhimnuveiklunar — 84% þar sem keratan sulfat finnst hvorki í hornhimnu né í sermi en þessi gerð er kölluð tegund I og svo 16% þar sem keratan sulfat finnst bæði í sermi og hornhimnu en sú tegund er kölluð tegund II. Við venjulega vefjalit- un og klíníska rannsókn er þó ekki hægt að greina milli þessara tegunda, en þó virðist sem þeir sjúk- lingar sem hafa tegund II séu orðnir öllu eldri þegar þeir fái sjúkdóminn og einnig er þeir þurfa á skurð- aðgerð að halda heldur en sjúklingar með tegund I. 6. Sjóndepra á Vesturlandi Guðrún J. Guðmundsdóttir Skráðir voru allir einstaklingar sem komu til skoð- unar árin 1988-1993 sem höfðu búsetu á Vesturlandi og reyndust hafa skerta sjón á öðru eða báðum augum (sjón<0,3 eða sjónvídd <20°). í árslok 1993 voru niðurstöður yfirfarnar m.t.t. þjóðskrár og látn- ir einstaklingar á tímabilinu flokkaðir úr. Niðurstaða: 31.12.1993 voru 427 einstaklingar á Vesturlandi sjónskertir á öðru eða báðum augum (2,95% íbúa), þar af 103 sjónskertir á báðum augum eða 0,72% íbúa, samtals 530 sjónskert augu. Flokkun eftir sjónskerpu: 53 augu alblind, >0-< 0,1166 augu, 0,l-<0,2 201 auga, 0,2-<0,3 108 augu, 0,4-0,5 (sjónvídd<20°) 2 augu. Orsakir sjóndepru:

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.