Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1994, Síða 19

Læknablaðið - 15.08.1994, Síða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 229 um kviðsjá (17%) og reyndust allar eðlilegar nema hjá tveimur sjúklingum, þar sem grunur var um steina í gallpípu. Þessir tveir fóru síðar í gallpípuhreinsun um skeifugarnarsjá (ERCP), en tveir sjúklingar höfðu farið í sams konar hreinsun vegna gallpípusteina fyrir aðgerð. Fimm sjúklingar urðu fyrir skakkaföllum eftir aðgerð. Þar af fékk einn blæðingu í að- gerð, sem ekki tókst að stöðva gegnum kviðsjá og kallaði því á opna aðgerð. Hann fékk tvær einingar blóðs eftir aðgerð og útskrifaðist við góða líðan sex dögum síðar. Einn sjúklingur var endurinnlagður tveimur vikum eftir aðgerð með sýkingu í gallblöðrubeði sem stungið var á undir ómskyggni. Hjá þremur olli vanþensla á lunga (atelectasis) og/eða lungnabólga því að dvölin á sjúkrahúsinu lengdist um nokkra daga. Enginn sjúklingur þurfti enduraðgerðar við og enginn varð fyrir varanlegum skaða í tengslum við aðgerð. Hvergi varð sköddun á gallvegum og enginn lést. Aðgerðartími: Fyrir þær 90 aðgerðir sem tókst að ljúka um kviðsjá var meðalaðgerðar- tími 102,8 mínútur (50-222 mínútur). Þremur af hverjum fjórum aðgerðum tókst að ljúka á minna en tveimur klukkustundum (mynd 3). Greinilegt var að aðgerðartími styttist er á leið tímabilið eða frá 109,7 mínútum að meðaltali fyrir fyrsta þriðjung aðgerða í 94,3 mínútur fyrir síðasta þriðjung (mynd 4). Aðgerðartími opinna aðgerða fyrir síðustu 50 óbólgnu gallblöðrurnar, sem teknar voru áður en kviðsjáraðgerðirnar hófust, var að miðgildi 67 mínútur. Við fyrstu 50 aðgerðirnar um sjá fór hann upp í 102 mínútur. Við kvið- sjáraðgerðir nr. 130-180 var hann aftur kominn niður í 84 mínútur (mynd 5). í þessum síðasta hópi voru fjölmargar bólgnar gallblöðrur og má telja víst að aðgerðartími fyrir óbólgnar gallblöðrur sem teknar voru um kviðsjá hafi þá verið orðinn enn styttri. Legutími: Legudagar eftir aðgerð voru frá einum upp í 10, meðalgildi 1,8 (SD 1,7) (mynd 2). Rúmlega helmingur sjúklinganna (54,4%) útskrifaðist daginn eftir aðgerð og þriðjungur (32,2 %) til viðbótar þar næsta dag. Athugað var hvaða þættir ollu mestu um lengd legu. Reyndist aldur sjúklinga hafa sterkast for- spárgildi og hið eina sem var tölfræðilega marktækt, en næst því hafði forspárgildi hvort sjúklingur hafði komið inn af biðlista eða vegna bráðainnlagnar. Á mynd 6 er borinn saman fjöldi legudaga eftir opnar aðgerðir og aðgerðir um kviðsjá. Um er að ræða síðustu 50 óbólgnu gallblöðr- urnar sem teknar voru með opinni aðgerð áður en kviðsjáraðgerðir hófust og fyrstu 50 gall- blöðrutökurnar um kviðsjá, sem næstum allar voru óbólgnar. Niðurstaðan er sú að sjúklingar sem gengust undir kviðsjáraðgerðir lágu um fjórum dögum skemur á spítalanum (mismun- ur miðgilda) en hinir. Vinnutap: Niðurstaða liggur fyrir hjá 59 (66%) af fyrstu 90 sjúklingunum sem gengust undir gallblöðrutökur um kviðsjá. Þeir voru að meðaltali komnir aftur til vinnu (eða töldu sig hafa náð fyrri færni væru þeir ekki í vinnu) eftir 12,7 daga eða frá þremur til 55 daga. Innan tveggja vikna voru 83% sjúklinganna orðnir vinnufærir og 39% innan einnar viku (mynd 7). Samsvarandi niðurstaða liggur fyrir hjá 35 (70%) af síðustu 50 sjúklingunum sem gengust undir opna aðgerð, áður en kviðsjáraðgerðir hófust og höfðu óbólgna gallblöðru. Aðeins 11,4% þeirra voru orðnir vinnufærir eftir tvær vikur eða minna og 45,7% eftir fjórar vikur eða styttri tíma (mynd 7). Eftir sjö vikur voru 83% komnir til vinnu eða töldu sig hafa náð fyrri færni. Samkvæmt þessu gæti vinnutap verið allt að fimm vikum minna ef aðgerðin er gerð um kviðsjá. Hér er þó ekki um nákvæma könnun að ræða þar sem samanburðarhópar eru litlir og aðeins um 70% svöruðu bréfum. Mjög lík- legt er þó að vinnutap sé þremur til fimm vik- um minna en eftir opnar aðgerðir og styðja viðtöl við skurðlækna þetta. Umræða Af fyrstu 100 gallblöðrutökum sem reynt var að gera um kviðsjá á Borgarspítala tókst að ljúka 90 um sjá. Þessum 90 sjúklingum vegnaði vel og varð fátt um áföll og engin alvarleg. Enginn sjúklinganna varð fyrir sköddun á gall- vegum. Sýnt hefur verið fram á að skurðlækn- um er hættast við að valda slíkum skaða við fyrstu aðgerðir sínar af þessu tagi (4) þannig að tveir þriðju hlutar slíkra slysa urðu er skurð- læknirinn hafði gert innan við 25 aðgerðir. Þó virðist skaði á gallvegum ekki vera tíðari við kviðsjáraðgerðir en við opnar gallblöðrutökur. í yfirlitsgrein Scott, Zucker og Bailey á 12.397 aðgerðum (4) var tíðni sköddunar á gallvegi 0,3% en í yfirlitsgrein um hefðbundnar gall- blöðrutökur eftir Gilleland og Traverso (9) var tíðnin 0,5%.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.