Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 249 11. Acetazoiamide og cyclodextrinmælingar í fólki Jóhannes Kári Kristinsson1, Einar Stefánsson1, Guðrún Guðmundsdóttir1, Þórður Sverrisson1, Þorsteinn Loftsson2, Sigríður Þórisdóttir1, Hafrún Friðriksdóttir2. Augndeild Landakotsspítala1, lyfjafræðideild2, Háskóli íslands. Acetazolamide var fyrst samtengt árið 1954. Meg- innotkun þess hefur verið við meðhöndlun á gláku, en einnig hefur lyfið verið notað við bjúg og einstöku sinnum við „petit mal“ flogaveiki. Draumurinn um að geta búið til karbónanhydrasahemjara sem dreypa mætti í augu er áratuga gamall. Að baki liggur sú hugsun að geta fengið lækkaðan augnþrýst- ing án aukaverkana. Acetazolamide lækkaði ekki augnþrýsting á þann hátt. (Foss 1955, Green og Leopold 1955). Hægt var að lækka augnþrýsting með acetazolamide þegar snertitími lyfs við horn- himnu var lengdur, þ.e. með því að væta snertilinsur upp úr 2.5% og 5% acetazolamide lausn (Friedman 1985) og koma lyfinu yfir á gelform (Tous, Nasser 1991). Gel og kontaktlinsur eru þó ekki líklegar til vinsælda hjá glákusjúklingum og hætta á að compli- ance yrði lélegur. A rannsóknarstofu í lyfjafræði lyfsala við Háskóla íslands hefur verið þróað aceta- zolamide blandað cyclodextríni (2-hydroxypropyl- 6-cyclodextrin) í styrkleikanum 1% með sérstökum aðferðum sem eykur aðgengi (bioavailability) lyfs- ins við hornhimnu og þar með það magn af lyfinu sem kemst inn í augað (Loftsson 1992). Lyfið lækk- aði augnþrýsting í kanínum. Mesta lækkunin varð 2.5 klst eftir augndropagjöfina, eða 2.7 torr. Til samanburðar má geta þess að Timolol lækkaði þrýstinginn um 5.6 torr 1.5 stundu eftir gjöf drop- anna og 0,3% ethoxyzolamide í cyclodextrinlausn lækkaði þrýstinginn um 2.6 torr. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR: Alls tóku 9 manns með glákugrun (ocular hypertension) þátt í langtímarannsókn okkar á þrýstingslækkandi verk- un acetazolamide 1%, 6 karlar og 3 konur. Meðal- aldur var 64 ár. Augnþrýstingur varð að vera 21 torr eða meira á öðru auganu og dreypt var í það augað sem var með hærri meðalþrýsting fyrsta daginn. Fólkið var ekki á neinni augnmeðferð, ekki á 6- blokkum, hafði ekki gengist undir aðgerð á auganu og var ekki með nein merki um glákuskemmdir við augnbotnaskoðun eða sjónsviðsdefekta skv. mæl- ingu. Mælingardagar voru 5, dagur 0, 3, 7,14 og 28 og var mælt 3x hvem dag, kl. 9,12 og 3. Dagur 0 var grunnlína tekin í þrýstingi og eftir síðustu skoðun þann dag dreypti viðkomandi í fyrsta sinn í augað. Síðan var mælt á degi 3 og svo koll af kolli. Fólkið dreypti þrisvar á dag í augað og þurfti að dreypa tveimur klukkutímum fyrir fyrstu skoðun á skoðun- ardögum, t.d. kl. 7 ef það átti að mæta í fyrstu skoðun kl. 9. Jafnhliða þrýstingsmælingu var fram- hluti augna skoðaður, sjón mæld og einstaklingamir spurðir um aukaverkanir alla skoðunardaga. Augn- botnar voru skoðaðir ódílaterað við upphaf og lok meðferðar. NIÐURSTÖÐUR: Augnþrýstingur lækkaði marktækt miðað við grunnlínu alla skoðunardagana (p<0.0001). Mest var lækkunin á degi 14, eða 14.6% meðaltalslækkun yfir þessar þrjár mælingar. Þrýst- ingur í augum sem ekki var dreypt í lækkaði einnig marktækt, en ekki eins mikið. Mest var lækkunin eftir 2 tíma, síðan eftir 8 tíma en minnst lækkun eftir 5 tíma. Sjón var óbreytt alla dagana, staðbundnar aukaverkanir voru engar og ekki að sjá neina breyt- ingu við skoðun á ytra auga eða í augnbotni. Einn einstaklingur kvartaði um sjónstillingarvandamál eftir 5 klst. skoðun á 7. skoðunardegi. Hann fann jafnframt fyrir sérkennilegu málmbragði af og til. UMRÆÐA: Augnþrýstingur lækkar marktækt með þessu lyfi. Lækkunin er heldur minni en fæst með acetazolamide í töflu- eða sprautuformi og þeim staðbundnu lyfjum sem mest eru notuð við lækkun á augnþrýstingi, s.s. timolol og pilocarpine. Lækkunin er jafnframt nokkuð minni en fæst með nýja karbónanhydrasahemjaranum dorzolamide (Lippa 1993). Lyfið þolist mjög vel og aukaáhrif lítil sem engin. Þekktar eru bragðskynsbreytingar við notkun á acetazolamide og lýst hefur verið tímabundinni nær- sýni vegna acetazolamide (Bovino og Marcus 1974). Ekki er enn hægt að segja með vissu hvort þetta lyf eigi eftir að skipa sess meðal augnlyfja við gláku. Þörf fyrir ný lyf er sífellt að aukast, ekki síst vegna þess að áhrif þeirra lyfja sem mest eru notuð í gláku, s.s. timolol minnka með tímanum. Hugsanlega mætti nota lyfið með öðrum glákulyfjum og einnig mætti hugsa sér að innlima aðra karbónanhydrasa- hemjara í cyclodextrinsameindina. 12. Fertugur fyrirburi. Sjúkratilfelli Margrét Loftsdóttir, Einar Stefánsson. Augndeild Landakotsspítala, Reykjavík Fjörutíu og tveggja ára karlmaður var sendur á augndeild Landakotsspítala vegna yfirborðsáverka á augum af völdum glerbrota sem hann fékk í þau. Neitar sögu um fyrri augnvandamál. Við skoðun var sjón 6/12 á báðum augum með nærsýnisglerjum (-1,0 og -0,75). Yfirborðsáverkar voru á slímhimnum (conjunctiva) augna og byrjandi drermyndun á augasteinum. Við skoðun í augnbotna var sjón- himna æðarýr og gráleit utanvert (perifert). Æðaór- egla var til staðar. í báðum augnbotnum sáust göt utarlega á sjón- himnum, eitt í hægra auga en fjögur í því vinstra. Götin voru öll kringlótt, með litarefnissöfnun á köntum og virtust gömul. Einnig sást í vinstra auga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.