Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 60
Sveppalyfið sem kemst í gegnum negiur
amorolfín
I
■IW HMllli m Hh
Meðferð er árangursrík, einföld og staðbundin:
• Verkar á flestar sveppategundir
• Lakkið er pensiað á neglur 1-2 sinnum í viku
• Kremið er borið á húð einu sinni á dag
Roche
Stefán Thorarensen
Sidumúla 32 !08Reykjavík Simi 91-686044
Eiginlcikar: Amorolíín er sveppalyf, sem notað er staðbundið og er óskylt eldri sveppalyíjum. Lyfíð hefur áhrif á sterólframleiðslu í frumuveggnum, sem leiðir
til vaxtarhindrunar og dauða sveppanna. Lyfið verkar á flestar sveppategundir, en hefur nánast engin áhrif á bakteríur. Lyfið fer í gegnum ytri lög húðarinnar,
en frásogið er ekki meira en svo, að það er ekki mælanlegt í blóði. Við meðhöndlun á naglsýkingum er lyfið taliö komast í gegnum nöglina og að naglbeðnum.
Ábendingur: Sveppasýkingar í húð, t.d. candidaogpityriasis versicolor. Sveppasýkingarí nöglum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum. Varúd: Vegna
takmarkaðrar reynslu af notkun lyfsins á stór húðsvæði er ekki mælt með slíkri meðferð eða ef húð er mikið bólgin eða rofin. Meðganga og brjóstagjöf: Ráðið
er frá notkun ógegndræpra umbúða, þar sem þær gætu aukið frásog á lyfinu. Aukaverkanir: Algengar (>1%) Krem: Húd: væg erting. Lakk á neglur: Húd:
tímabundinn sviði í nöglinni. Skammtastærdir handa fullordnum:Húdsveppasýkingar: Krem: Berist á sýkta húð einu sinni á dag. Halda skal meðferð áfram
í nokkra daga eftir að sýkingareinkenni hverfa. Oftast er heildarmeðferðarlengd 2-3 vikur. Við sveppasýkingum á fótum getur allt að 6 vikna meðferð verið
nauðsynleg. Sveppasýkingar í nöglum: Lakk á neglur er penslað á sýkta fingur- eða táneglur 1-2 sinnum í viku: 1. Áður en lakkið er fyrst borið á skal sverfa nöglina
niður vandlega með hjálagðri naglaþjöl. Þá skal þvo nöglina með meðfylgjandi hreinsigrisju. Þessi hreinsunaraðferð skal ávallt viðhöfð áður en lakkið er penslað
á neglurnar og naglaþjölin einnig notuð, ef þörf krefur. Athugið: Notið aldrei þessar sömu naglaþjalir á heilbrigðar neglur vegna sýkingarhættu. 2. Penslið lakkið
á alla nöglina með hjálögðum plastspaða. Látið þorna (3 mínútur) og má hreinsa spaðann með hreinsigrisju og nota hann á nýjan leik. 3. Ef unnið er við lífræn
leysiefni (þynnir, acetón o.fl.) á að nota hanska til að vernda Loceryl-lakkið á nöglunum. Halda skal meðferð áfram, þar til nöglin hefur endumýjast og sýkti hluti
naglarinnar vaxið fram. Meðferðarlengd er mismunandi, en almennt 6 mánuðir fyrir fingurneglur og 9-12 mánuðir fyrir táneglur. Skammtastærðir banda
börnum: Ekki er mælt með notkun lyfsins á börn vegna takmarkaðrar reynslu af notkun þess. Pakkningar: Krem 2,5 mg/g: 20 g. Lakk d neglur 50 mg/ml: 5 ml.
Hverri pakkningu lyfsins í formi lakks á neglur skulu fylgja notkunarleiðbeiningar á íslensku. Innihaldsefni:Krem; D 01A E 16 R,E. 1 g inniheldur: Amorolfinum
INN, klóríð, 2,788 mg, samsvarandi Amorolfinum INN 2,5 mg, Polyoxyli 40 stearas, Stearolum, Paraffinum liquidum, Vaselinum album, Carbromerum, Natrii
hydroxidum, Dinatrii edetas, Phenoxyaethanolum 5 mg, Aqua purificata q.s. ad 1 g. Lakk á neglur; D 01A E 16 R,E. 1 ml inniheldur: Amorolfinum INN, klóríð,
55,74 mg, samsvarandi Amorolfinum INN 50 mg, Acidum methacrylicum copolymer 150.000, Triacetinum, Butyli acetas, Dichloromethanum q.s. ad 1 ml.
Pakkningunni fylgja 10 stk. plastspaðar, 30 stk. naglaþjalir og 60 stk. hreinsigrisjur.