Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 28
236 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Umræða Niðurstöður rannsóknar þessarar sýna að hægt er að reikna útstreymisbrot vinstri slegils á einfaldan og fljótlegan hátt með hjartaómun. Nýja aðferðin sem reynd var í þessari rannsókn kom vel út í samanburði við þekktar aðferðir. Hún er í raun einföldun á flóknari aðferð með tvívíddarómun er talsvert hefur verið notuð (20). Sú aðferð er bæði of flókin og tímafrek til að hún henti í daglegri vinnu. Nýja aðferðin notar einfaldlega hefðbundnar M-tækni mæl- ingar á vinstri slegli og samdráttarmat með tvívíddarómun sem alltaf er gert. Fyrir öll reiknilíkönin voru notaðar sömu grunnmæl- ingarnar og sést á samanburði þeirra hversu varasamt er að ákvarða útstreymisbrot vinstri slegils ef skekkjuvaldar viðkomandi aðferðar eru ekki hafðir í huga. Því er vafasamt að reikna útstreymisbrot á sleglum með verulega samdráttarskerðingu í framvegg nema með vel reyndum aðferðum. í tölvubúnaði flestra ómtækja liggja mis- munandi reiknilíkön sem hægt er að velja til útreikninga á útstreymisbroti. Aðferð Teichholz kemur þokkalega út í núverandi rannsókn þó hún sé lakari en nýja aðferðin. Þessi aðferð getur þó ofmetið lág útstreymis- brot og vanmetið eðlileg gildi í samanburði við bæði niðurstöður þræðingar og ísótóparann- sóknar (17). Teningsaðferðin, sem oft er notuð í hugbúnaði ómtækja, hentar ekki fyrir stóra slegla með svæðisbundinn drepskaða. Flest ómtæki gefa líka möguleika á að meta út- streymisbrotið á tvívíddarómmynd, til dæmis með flatarmáls-lengdaraðferðinni eins og við þræðingu, eða skífuaðferð Simpsons (24). Óm- mynd þarf þá að vera mjög skýr og í réttu sniði af sleglinum til að forðast verulegar skekkjur í samanburði við slegilsmynd við þræðingu (5,27). Þótt útkoman fyrir ákvörðun útstreym- isbrots með hjartaómun sé viðunandi eru annmarkar ómunar til að meta eiginleg rúm- mál vinstri slegils vel þekktir frá eldri rann- sóknum. Rúmmál í slagbilslok hefur þó reynst jafnvel sterkari spáþáttur um horfur eftir hjartadrep en útstreymisbrot (2). Ómun van- metur þó oft stærð slegilsins í samanburði við niðurstöðu eftir skuggaefnisgjöf (15,27). Ákvörðun slagrúmmáls og útfalls hjartans með Doppler-ómun er hugsanlega nákvæmari að- ferð (28). ísótóparannsóknir á hjarta (radionuclide ventriculography) eru einnig mikið notaðar til að ákvarða útstreymisbrot vinstri slegils (13,17). Aðferðin er áreiðanleg og nákvæm ef sjúklingur er í sinus takti, en verulegrar skekkju gætir ef sjúklingur er með óreglulegan hjartslátt, til dæmis gáttatif. Reyndar gildir það sama um flestar aðrar aðferðir. í heild hafa rannsóknir sýnt góða fylgni milli hjartaómun- ar, ísótóparannsókna og hjartaþræðingar við ákvörðun á útstreymisbroti (17). í samanburði við slegilsmynd við þræðingu getur ísótópa- rannsókn þó hugsanlega ofmetið útstreymis- brot skertra slegla og vanmetið eðlilega slegla (13,17). Gagnstætt hjartaómun er ísótóparann- sókn tímafrek og kostnaðarsöm, gefur slakari mat á svæðisbundinni samdráttarskerðingu í vinstri slegli og ófullnægjandi upplýsingar um veggþykkt, hjartalokur og þrýsting í hjarta- hólfum. Ekki er hægt að gera ísótóparannsókn við rúmstokk sjúklings eins og hjartaómun, ef frá eru skildir einstaka staðir er hafa yfir að ráða hreyfanlegum ísótópatækjum. Stærð vinstri slegils og útstreymisbrot hefur sterkt spágildi um lífshorfur sjúklinga eftir hjartadrep. Nýlegar rannsóknir (Ve-Haft II, SOLVED og SAFE) hafa sýnt að mikilvægt er að hefja meðferð hjartabilunar snemma með ACE-hemlum hjá sjúklingum með skertan slegil eftir hjartadrep (8-10). Rétt er að hefja meðferð þó sjúklingur sé einkennalaus, sér- staklega eftir framveggsdrep. Þannig má koma í veg fyrir endurmótun á vinstri slegli og hjarta- stækkun er síðar leiðir til hjartabilunar (6,7,11). Innlagnir á sjúkrahús vegna hjartabil- unar og endurdrep eru fátíðari hjá þeim sem fá ACE-hemla og lífshorfur betri (10). Áður hef- ur CONSENSUS-I rannsóknin sýnt að hægt er að hefja meðhöndlun verulegrar hjartabilunar með ACE-hemlum og halda einkennum þann- ig í skefjum um tíma og auka lífslíkur (29). Rannsókn þessi hefur sýnt að með nýrri að- ferð er á fljótan og einfaldan hátt hægt að ákvarða útstreymisbrot vinstri slegils með M- tækni og tvívíddar hjartaómun. Aðferðin kem- ur vel út í samanburði við niðurstöðu hjarta- þræðingar. Til ákvörðunar á meðferð hjá sjúk- lingi eftir hjartadrep eru nú gerðar auknar kröfur um vitneskju á ástandi og afkastagetu vinstri slegils. Slíkar upplýsingar ættu að liggja fyrir við útskrift af sjúkrahúsi eða við eins mán- aðar eftirlit. Aðferð sú er hér hefur verið lýst auðveldar og flýtir fyrir slíku mati.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.