Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 247 Amblyopi 175 augu (33%), degeneratio maculae 171 auga (32%), glaucoma 50 augu (9%), cataracta 31 auga (6%), perforatio 20 augu (4%), CRVO/ CRAO 20 augu (4%), N.opticus affection 14 augu (3%), annað 32 augu. Blinda (sjón < 0,05): Samtals 216 augu, 146 sj. blindir á öðru auga (1,01% íbúa) en 35 sj. blindir á báðum augum (0,25% íbúa). Orsakir: Degeneratio maculae 79 augu (36%), glaucoma 35 augu (16%), amblyopi 32 augu (15%), perforatio 21 auga (10%), cataracta 10 augu (5%), annað 39 augu. Hjá þeim sem voru blindir á báðum augum var deg- eneratio maculae orsök í 68% tilfella en glaucoma í 17% tilfella. Alblind augu voru 53 (0,16% íbúa), algengustu orsakir alblindu voru glaucoma (44%) og perforatio (30%). 175 einstaklingar reyndust sjónskertir á öðru auga vegna amblyopi, eru það 2,21% allra íbúa og algeng- asta orsök sjónskerðingar í þessari könnun (33%), auk þess orsök blindu í 15% tilfella. Orsakir am- blyopi: Strabismus 45%, anisometropi 42%, annað 3%, óvíst 10%. Tæpur helmingur einstaklinga er á aldrin- um 30-50 ára en tíðni fer hratt lækkandi í yngri aldurshópum vegna aukins forvarnarstarfs. Nánari könnun á tíðni sjónskerðingar vegna gláku leiddi í ljós að 42 sj. (0,29% íbúa) eru sjónskertir á öðru eða báðum augum vegna gláku en 8 á báðum augum eða 0,06% íbúa. Alblindir á öðru eða báðum augum vegna gláku voru 23 eða 0,16% íbúa en einn var alblindur á báðum augum. í ljós kom að tíðni sjónskerðingar vegna gláku er mjög misjöfn innan svæðisins, minnst á Akranesi en þar eru 0,11% íbúa sjónskertir á öðru eða báðum augum vegna gláku en mest í Dalasýslu eða 1,26% íbúa. 7. Tuttugu fyrstu beyglulinsurnar á Landakoti Margrét Loftsdóttir, Ingimundur Gíslason. Augn- deild Landakotsspítala, Reykjavík. Beyglulinsur eru ný gerð gerfiaugasteina sem sett- ir eru inn í augu við dreraðgerðir. Tilgangur þessarar athugunar var að kanna skammtíma árangur á notk- un þeirra, m.t.t. sjónar og sjónskekkju. 20 fyrstu aðgerðimar í röð voru framkvæmdar á tímabilinu 4. okt. - 29. nóv. 1993 af sama skurðlækni. Notaðar voru í öllum tilfellum samskonar beyglulinsur úr siliconi frá Allergan. Gerð voru 3.2 mm víð göng frá sniði, 1 mm aftan- við glæmbrún (limbus) og í tæra hornhimnu. Innra sniðið myndar sjálflokandi hornhimnuflipa og voru því saumar óþarfir. Sjúklingarnir voru á aldrinum 8-90 ára, meðalaldur 75 ár. 12 konur og 8 karlar. Sjúklingum var fylgt eftir í 4-1416 viku, í að meðaltali 8.7 vikur. Sjón fyrir aðgerð var verst HH ad oculi en best 6/12, að meðaltali uþb. 6/24. Batnaði sjón hjá öllum sjúkl. nema tveimur sem stóðu í stað. Var annar þeirra með letiauga en hinn með aldursrýrnun í mið- gróf. Meðaltal sjónar við síðustu skoðun var uþb. 6/9. Voru þá 90% sjúklinga með 5= en 6/12 og 75% sjúkl. með sjón ^ 6/9. Ef borin er saman sjónskekkja fyrir aðgerð og við síðustu skoðun hafði hún að meðaltali minnkað um 0.053 D, eða var með öðrum orðum nánast óbreytt. 8. Fyrsta reynsla af phaco cataract aðgerðum ásamt ígræðslu á silicone linsum í ambulant aðgerðum á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði Jens Þórisson, Eiríkur Þorgeirsson, Vésteinn Jónsson, Björn Már Ólafsson, Árni B. Stefáns- son. Frá því haustið 1985 höfum við gert dreraðgerðir utan spítala og sett í augu gervilinsur. Fyrsta árið í Handlæknastöðinni í Glæsibæ en síðan á göngudeild St.Jósefsspítala í Hafnarfirði. Á þessum 9 árum hef- ur sú starfsemi farið jafnt og þétt vaxandi og heildar- fjöldi slfkra aðgerða nálgast 1000. Eins og aðrir augnskurðlæknar höfum við leitast við að valda sem minnstri sjónskekkju eða aflögun á auganu. Hætta á sjónskekkju eykst með stærð opsins sem gera verður á augað til að ná út kjama augasteins og til að koma inn í það gerviaugasteini. Fyrir ári síðan festum við kaup á „phacotæki" eða ómþeytara eins og við höf- um nefnt tækið. Ómþeytara vegna þess að tækið mylur augasteininn með hátíðnibylgjum og sýgur jafnframt út um lítið rör. Með slíku tæki þarf opið ekki að vera nema 3,5mm, en hefðbundnar gervi- linsur em 6,5 og 5,5mm. Nýjar silicone linsur er hægt að leggja saman og koma inn í augað án þess að stækka opið. Á 5 mánaða tímabili settum við 17 linsur gegn um 6,5mm op, 22 gegn um 5,5 mm op og 21 án þess að stækka 3,5mm opið. Með aðferð sem lýst var í ACTA OPHTHALMOLOGICA 1990, bárum við saman sjónskekkju sem fram kom eftir viku frá aðgerð og settum upp í stöplarit. Sem vænta mátti varð frávik meira eftir því sem opið stækkaði. —..llll lllllll l llll IIIIIH,,,‘ 11 1*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.