Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1994, Side 64

Læknablaðið - 15.08.1994, Side 64
264 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Heilsustofnun N.L.F.Í. í ágústmánuði næstkomandi hefjast hópmeðferðir að nýju eftir sumarhlé. Verður þar um eftirfarandi fjögurra vikna áætl- anir að ræða: * Skipulagða hópmeðferð á sjúklingum með óþægindi frá baki. * Endurhæfingu hjartasjúk- linga. * Offitumeðferð. Pá kemur til með að hefjast ný tegund hópmeðferðar sem er fyrir konur með áreynsluþvag- leka. Pessi meðferð verður í samráði við Eirík Jónsson þvag- færaskurðlækni. Þeir læknar sem senda vilja skjólstæðinga sína á Heilsustofnun til með- ferðar í þessum hópum sendið vinsamlegast beiðni um það. Óski læknar eftir nánari upp- lýsingum um þessa meðferð eða aðra meðferðarmöguleika á Heilsustofnun er þeim vinsam- legast bent á að hafa samband við Guðrúnu Friðriksdóttur þjónustufulltrúa eða Guðmund Björnsson yfirlækni í sírna 98-30 300. Athugasemd Um framtíðarsjúkrahús - öldrunardeildir Vegna greinar félaganna Pálma V. Jónssonar og Þórs Halldórs- sonar um framtíðarsjúkrahús og öldrunarlækningar í Fréttabréfi lækna 6/94. Landlæknir hefur ekki gleymt öldrunarlækningum. Hvernig má það vera þar eð landlæknir nálgast nú óðum þann aldur að öldrun- ardeildin bíður hans ef Guð lofar. Grein mín fjallaði um bráðasjúkrahús. Tími umfjöllunar bíður vegna anna. Ólafur Ólafsson landlæknir Aðvörun Rivotril lyfjaeitrun Landlæknisembættinu hefur í dag (7.7.94) borist tilkynning frá Landspítalanum, lyflækningadeild, um að þrjú ungmenni hafi nú á stuttum tíma verið lögð inn vegna Rivotril lyfjaeitr- unar, eitt þeirra var meðvitundarlaust við komu. Ungmenn- in leituðu til lækna og kváðust þjást af flogaveiki. Með þessu vill landlæknir vara lækna við. Landiæknir Vorúthlutun úr Vísindasjóði FÍH Stjórn Vísindasjóðs Félags íslenskra heimilislækna hefur veitt eftirfarandi styrki á vormisseri 1994: Gæðatrygginganefnd FÍH til fræðslu og fundahalda, kr. 150.000. Könnun á brjóstagjöf. Hjálmar Freysteinsson, kr. 80.000. Notkun róandi lyfja og svefnlyfja. Jóhann Ág. Sigurðsson, kr. 160.000. Fæðuofnæmi hjá börnum. Jón Steinar Jónsson, kr. 50.000. Samband sykurþols/próteinurins/háþrýstings. Karl Kristjánsson, kr. 70.000. Verkir barna. Ólafur Mixa, kr. 300.000. Samskipti á heilsugæslustöðvum. Porsteinn Njálsson, kr. 420.000. Umsóknarfrestur fyrir haustmisseri er til 1. október næstkomandi og skulu umsóknir sendast ritara heimilislæknisfræði, Háskóla íslands, Sigtúni 1, 105 Reykjavík, þar sem umsóknareyðublöð fást.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.