Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 8
220
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
slími í lungum sem leiðir til endurtekinna sýk-
inga og er dánarorsök flestra þessara sjúklinga
á unga aldri. Þrátt fyrir bætta meðferð á und-
anförnum árum eru lífshorfur einstaklinga
með cystic fibrosis aðeins um 30 ár.
Genagallar sem valda cystic fibrosis voru
nýlega uppgötvaðir og genið sjálft einangrað á
langa armi litnings númer 7 (4). Gen þetta er
skráir 1480 amínósýrur sem mynda 168 kd pró-
tín (cystic fibrosis transmembrane cond-
uctance regulator). Hlutverk þess er talið
tengjast stjórnun á flæði klóríðjóna í slím-
himnufrumum (5). Yfir 50 stökkbreytingar
sem geta valdið cystic fibrosis, eru nú þekktar í
þessu geni (1). Algengust er stökkbreyting sem
kölluð er AF508. Hún veldur brottfalli þriggja
basa-para sem skrá amínósýruna phenylalan-
ine í stöðu 508 í prótíninu (6). Hér er í fyrsta
sinn lýst íslendingum með þessa stökkbreyt-
ingu.
Aðferðir og efniviður
Stökkbreytingar voru kannaðar hjá þremur
sjúklingum sem voru grunaðir um að hafa cyst-
ic fibrosis. Fyrstu tveir sjúklingarnir eru sex
mánaða gamlir tvíburar. Mánaðargamlir voru
þeir báðir lagðir inn til rannsóknar vegna end-
urtekinna kröftugra uppkasta og gengust undir
uppskurð vegna þrengsla í neðra magaopi.
Lengd og þyngd beggja var í meðallagi við
fæðingu og fram að uppskurði. Stuttu seinna
fór að bera á endurteknum öndunarfæraein-
kennum: Þrálátum hósta, kvefi og eyrnabólg-
um. Annar tvíburinn fékk lungnabólgu sem
meðhöndluð var með sýklalyfjum. Jafnframt
fór að bera á óeðlilegum hægðum og minnkuð-
um vaxtarhraða. Við sex mánaða aldur voru
þeir lagðir inn á Barnaspítala Hringsins til
frekari rannsóknar. Lengd beggja tvíburanna
var þá innan við 10. hundraðshlutamark lengd-
ardreifingar og þyngd innan við þriðja hundr-
aðshlutamark þyngdardreifingar í þessum ald-
urshópi. Endurtekin svitapróf sýndu natríum-
gildi um og yfir 90 mmól/1 hjá báðum börnum
(viðmiðunargildi fyrir sex mánaða börn er 30
mmól/1). Fita í saur mældist hjá báðum tvíbur-
unt (4+) og engin trypsínvirkni fannst í maga-
skoli. Aðrar rannsóknir sýndu ekkert mark-
vert.
Þriðji sjúklingurinn er tveggja og hálfs árs
gamalt barn. Við 10 mánaða aldur var það
rannsakað vegna vanþrifa. Barnið hafði væg
öndunarfæraeinkenni og fituríkar hægðir.
Rannsóknir sýndu litla trypsín- og chymotryps-
ínvirkni sem benti til vanstarfsemi á briskirtli.
Endurtekin svitapróf sýndu natríumgildi á bil-
inu 68-78 mmól/1. Vöxtur sjúklings hefur síðan
verið í meðallagi. Af og til síðan hafa greinst
öndunarfærasýkingar (klasakokkasýkingar
(Staphylococcae-)).
Kjarnsýra var einangruð úr hvítum blóð-
kornum sjúklinganna þriggja og nánustu ætt-
ingja þeirra með stöðluðum aðferðum og fjöl-
földuð með keðjumögnun (polymerase chain
reaction) (mynd 1) með 0,5 U Taq polymerase
í 50 pl lausn sem innihélt 50 mM KCl, 2,5 mM
MgCl, 10 mM Tris-Cl (pH 8,3 við 25°C), og
200 pM dNTP. Basaröð þreifara var
5’-GTTTTCCTGGATTATGCCTGGCAC og
5’-GTTGGCATGCTTTGATGACGCTTC
(8). Keðjumögnun fór fram við upphafshitastig
94°C í 2,5 mín, 58°C í 0,5 mín, 72°C í 0,5 mín.
Síðan tók við 91°C í 0,5 mín og 35 endurtekin
skref við 58°C og 72°C í 0,5 mín hvert skref. Að
lokum var sýnið haft í 10 mín við 72°C og kælt
að 4°C. Afurð keðjumögnunar var rafdregin
(350 V) í fjórar klukkustundir í 10% acrylami-
de geli (19:1 acrylamide: bis-acrylamide, 10%
ammonium persulfat og temed), sem litað var
með ethidium bromide. Afurð sem inniheldur
stökkbreytinguna er 94 basapör (bp) að stærð
samanborið við 97 bp við eðlilegar aðstæður
(8).
Niðurstöður
Keðjumögnun á kjarnsýrum frá sjúklingun-
um þremur og ættingjum þeirra leiddi í ljós að
sjúklingarnir höfðu eingöngu 94 bp afurð. Þeir
eru því arfhreinir (homozygous) og gen þeirra
hafa stökkbreytinguna (AF508) á báðum litn-
ingum (mynd 2). Foreldrar þeirra höfðu bæði
94 og 97 bp afurð og eru arfblendnir (heter-
ozygous), það er hafa eðlilegt afbrigði gensins
á öðrum litningi númer 7 og stökkbreytinguna
á hinum.
Umræða
Cystic fibrosis hefur löngum verið talinn
sjaldgæfur sjúkdómur á Islandi en engar opin-
berar tölur eru til um arfberatíðni sjúkdóms-
ins. Fyrirspurnir okkar benda til að algengi
cystic fibrosis hérlendis sé svipað og í Svíþjóð
og að tveir til þrír af hverjum 100 íslendingum
séu einkennalausir arfberar. Hér er í fyrsta
sinn lýst stökkbreytingum í erfðaefni íslenskra
einstaklinga sem hafa sjúkdómseinkenni cystic