Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 42
248 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 9. Börn með augnáverka innlögð á Landakot 1984-1993 Harpa Hauksdóttir, Haraldur Sigurðsson. Augndeild Landakots. Farið var yfir sjúkraskrár barna með augnáverka af völdum slysa á 10 ára tímabili, árin 1984-1993, alls 133 einstaklingar. 84 einstaklingar slösuðust fyrstu 5 árin (1984-1988), meðan mun færri eða 49 einstak- lingar seinni 5 (1989-1993). Strákar voru í miklum meirihluta, 109 einstak- lingar, meðan stelpurnar voru 24. Flokkun eftir teg- und áverka, sýndi að öllum tegundum slysa hefur fækkað. Langflest slysanna verða við leiki. Athygli vakti að túttubyssuslys eru algeng orsök augnmars(hyphema), alls 14 einstaklingar. Þeim fer þó fækkandi. Hópnum var skipt í fjóra aldursflokka, og hefur slysum fækkað í þeim öllum utan yngsta hópnum en í honum voru börn 1-4 ára. Augnslysum barna sem þurfa sjúkrahúsvist hefur fækkað. 10. Dexamethasone í háum styrk í cyclodextrinvatnslausn Jóhannes Kári Kristinsson1, Einar Stefánsson1, Þorsteinn Loftsson2, Sigríður Þórisdóttir1, Hafrún Friðriksdóttir2. Augndeild Landakotsspítala1, lyfjafræðideild2, Háskóli íslands. Staðbundin notkun barksterans dexamethasone í auga hefur verið almenn í augnlæknisfræði frá önd- verðum sjöunda áratugnum. Fyrstu rannsóknirnar til að meta hversu mikið af sterum kæmist inn í augun hjá fólki eftir lyfjagjöf voru gerðar fyrir 6 árum. Áður hafði verið stuðst við dýrarannsóknir. Stutt er síðan þróuð voru tæki sem gátu mælt styrk stera í forhólfi af nægri nákvæmni. f aldarfjórðung hefur notkun stera í augu því byggst á klínískri reynslu og niðurstöðum úr dýrarannsóknum og mik- il vitneskja hefur safnast um notagildi og aukaverk- anir steranna. 2-Hýdroxylprópýl-B-cyclódextrín (2-HPBCD) var fyrst samtengt árið 1985. Þetta er hringlaga fásykr- ungur (7 einsykrungar) með vatnssæknu yfirborði en fitusækinn í miðjunni. 2-HPBCD getur því myndað fléttur við vatnsfælin efni og ferjað í gegnum vatns- leysanlegan fasa eins og tár án þess að mynda sam- gild (covalent) tengingu við þau. Það fer ekki sjálft í gegnum lífrænar himnur en eykur á gegndræpi lyfja sem það fléttubindur með því að viðhalda háum og stöðugum styrk við yfirborð hornhimnu. Við það eykst aðgengi (bioavailability) lyfsins. Gegndræpi dexamethasone um hornhimnu kanína jókst um 40% með því að búa til 0.1% dexamethasone í cyclodextrinlausn (Usayapant 1991). Þróuð hefur verið tækni þar sem hægt er að auka leysanleika dexamethasone mjög miðað við vatnslausn með hjálp 2-HPBCD, vatnsleysanlegrar fjölliðu (hydroxypropylmethylcellulosa) og upphitunar (Loftsson 1992). Unnt er að koma allt að 1.28% af dexamethasone í lausn ef notað er 20% 2-HPBCD. Til samanburðar inniheldur Maxidex® 0.1% af dexamethasone og einungis hluti þess er uppleyst (suspension). Með því að hita saman lyf, fjölliðu og 2-HPBCD næst betri fléttumyndun en ef lausnin væri útbúin við stofuhita. 1.28% Dexamethasone og Maxidex® var dreypt í annað augað á 10 kanínum. Tekið var sýni úr forhólfi og reyndist styrkur dexamethasone í forhólfi að jafn- aði 4.7x hærri eftir gjöf dexamethasone í cyclodextrinlausninni. Tilgangur þessarar rannsóknar var að ákvarða styrk dexamethasone í forhólfi fólks sem var að gangast undir augasteinsaðgerð eftir gjöf dexa- methasone í cyclodextrinvatnslausn og bera saman við dexamethasone 0.1% (Maxidex®). EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR: Sjúklingar sem áttu að fara í augasteinsaðgerð undirrituðu skjal þess efnis að þeir skildu eðli rannsóknarinnar. Úti- lokaðir voru þeir sem voru með hornhimnu- eða bólgusjúkdóm í auga, ef um var að ræða eina sjáandi augað hjá sjúklingi eða ef þeir voru fyrir á barkstera- meðferð. 102 tóku þátt í rannsókninni (64% konur). 35 fengu Maxidex®, 51 Dexamethasone 0.32% og 16 Dexamethasone 0.67%. Einn dropi var látinn í augað fyrir aðgerð og dreypitími skráður niður. Við upphaf aðgerðar var tekið 0.1 ml sýni úr forhólfi og tímasetning skráð. Sýnin voru geymd í frysti og magn dexamethasone ákvarðað á rannsóknarstofu í lyfjafræði lyfsala við Háskóla íslands með háþrýsti- vökvagreini. NIÐURSTÖÐUR: Styrkur dexamethasone var hærri í forhólfi eftir gjöf cvclodextrinlausnanna tveggja en eftir gjöf Maxidex®. 0.32% lausnin náði að jafnaði 3x hærri styrk ef teknir voru allir sameig- inlegir tímapunktar, en fór upp í 5x hærri styrkleika eftir 2 og 3 klst. Við gjöf 0.67% lausnarinnar mældist um 6.5x hærri styrkur í forhólfi eftir 3 klukkutíma miðað við Maxidex®. UMRÆÐA: Watson og félagar (1988) mældu styrk Maxidex® í forhólfi manna og fengu líkar niðurstöður og okkar. McGhee og félagar (1990) mældu styrk prednisolone acetat 1% í forhólfi 20-falt hærri en styrkur Maxidex 0.1%®. Þess ber þó að geta að prednisolone er a.m.k. 7-falt veikari steri en dexa- methasone og klínískar rannsóknir hafa ekki verið gerðar á langtímanotkun prednisoloneaugndropa. Auka má verulega styrk dexamethasonse í lausn með því að blanda því við cyclodextrin með sérstök- um aðferðum. Með sterkari lausnum fæst hærri styrkur dexamethasone í forhólfi mannsaugans ef miðað er við þá augndropa sem nú eru á markaði og mikið notaðir, t.d. eftir augasteinsaðgerð og við bólgusjúkdóma í augum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.