Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 10
222 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 fibrosis. í öllum tilfellum var um að ræða unga- börn sem þrifust illa og voru lögð inn á spítala til rannsóknar vegna vannæringar, fitu í hægð- um og öndunarfæraeinkenna. Cystic fibrosis er einn af nokkrum mögulegum sjúkdómum sem þessi lýsing getur átt við. Ör þróun erfðavís- inda hefur leitt til þess að greining cystic fibros- is er nú fljótleg og örugg. Keðjumögnun á erfðaefni og greining stökkbreytinga hefur að mestu leyst eldri aðferðir, svo sem svitapróf, af hólmi. Rannsóknir erlendis sýna að algengasta stökkbreyting cystic fibrosis er AF508 (1,6) og er tíðni hennar hæst á norðlægum slóðum (6). Börnin þrjú sem hér voru rannsökuð höfðu þessa stökkbreytingu. Þetta gefur vísbendingu um að hún geti verið með algengari stökk- breytingum á íslandi en útilokar ekki að aðrar gerðir finnist hér einnig. Þekking á gerð stökkbreytinga í þjóðfélag- inu og tíðni þeirra er mikilvæg og auðveldar störf þeirra sem vinna með sjúklingum og fjöl- skyldum þeirra. Upplýsingar um gerð stökk- breytinganna er hægt að öðlast með greiningu á sýnum úr sjúkum einstaklingum og tíðni þeirra er hægt að meta með rannsóknum á handahófskenndu úrtaki úr þjóðfélaginu. Þessar upplýsingar nýtast til dæmis við mat á líkum þess að ættingjar hins sjúka eignist líka börn með cystic fibrosis og er grundvöllur þess að hægt sé að greina sjúkdóminn á fósturstigi. Hafa skal í huga að foreldrar barna með ókyn- bundinn víkjandi erfðasjúkdóm eru ávallt arf- berar. Að jafnaði eru því 25% líkur á að næsta barn þeirra fæðist einnig með cystic fibrosis. Systkini foreldranna hafa 50% líkur á að vera arfberar og systkini hinna sjúku eru arfberar í tveimur þriðju tilfella. Rannsóknir á flutningi cystic fibrosis gensins inn í slímhimnufrumur eru hafnar. Tilraunir hafa sýnt að hægt er að ferja heilbrigt og starf- hæft cystic fibrosis gen úr mönnum yfir í dýr með slíkan genagalla (9). Einnig hefur verið sýnt fram á að við rannsóknaraðstæður (in vit- ro) er hægt að nota „bæklaðar“ eða „umbreytt- ar“ veirur til þess að ferja heilbrigt gen yfir í lungnafrumur manna með cystic fibrosis erfða- galla og koma á eðlilegri framleiðslu á afurð gensins (10). Líklegt þykir að slíkur flutningur verði hornsteinn meðferðar á þessum sjúk- dómi í framtíðinni. Þekking á umfangi þessa vandamáls hérlendis er því nauðsynlegur und- irbúningur þess, að hægt verði að nýta slíkar nýjungar þegar þær koma fram á sjónarsviðið. HEIMILDIR 1. Shrimpton AE, Mclntosh I, Brock DJH. The incidence of different cystic fibrosis mutations in the Scottish pop- ulation: effects on prenatal diagnosis. J Med Genet 1991; 28: 317-21. 2. Boat TF, Welsh MJ, Beaudet AL. Cystic fibrosis. In: Sciver CL, Beaudet AL, Sly S, Valle D, eds. Metabolic basis of inherited disease. New York: McGraw-HiIl, 1989: 2649-80. 3. Nielsen OH, Thomsen BL, Green A, Andersen PK, Hauge M, Schiotz PO. Cystic fibrosis in Denmark 1945- 1985. An analysis of incidence, mortality and influence of centralized treatment on survival. Acta Paediatr Scand 1988; 77: 836-41. 4. Riordan JR, Rommens JM, Kerem BS, Alon N, Roz- mahel R, Grzelczak Z. Identification of the cystic fibro- sis gene: cloning and characterization of complementary DNA. Science 1989; 245: 1066-73. 5. Rich DP, Anderson MP, Gregory RJ, Cheng SH, Paul S, Jefferson D M. Expression of cystic fibrosis trans- membrane conductance regulator corrects defective chloride channel regulation in cystic fibrosis epithelial cells. Nature 1990: 347: 358-63. 6. Cystic Fibrosis Genetic Analysis Consortium. World- wide survey of the AF508 mutation. Report from the cystic fibrosis genetic analysis consortium. Am J Hum Genet 1990; 47: 354-9. 7. Mullis K, Faloona F, Scharf S, Saiki R, Horn G, Erlich H. Specific enzymatic amplification of DNA in vitro: the polymerase chain reaction. Cold Spring Harbor Symp Quant Biol 1986; 51: 263-73. 8. Scheffer H, Verlind E, Penninga D, Te Meerman G, Ten Kate L, Buys C. Rapid screening for AF508 dele- tion in cystic fibrosis. Lancet 1989; ii: 1345-6. 9. Whitsett JA, Dey CR. Stripp BR, Wikenheiser KA, Clark JC, Wert SE. Human cystic fibrosis transmem- brane conductance regulator directed to respiratory epi- thelial cells of transgenic mice. Nature genetics 1992; 2: 13-20. 10. Engelhardt JF, Yang Y, Sratford-Perricaudet LD, Allen ED, Kozarsky K, Perrichaudet M. Direct gene transfer of human CFTR into human bronchial epithelia of xe- nografts with El-deleted adenoviruses. Nature Genetics 1993; 4: 27-34.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.