Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 22
232 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Ákvörðun útstreymisbrots vinstri slegils með hjartaómun Ragnar Danielsen Danielsen R Assessment of left ventricular ejection fraction by echocardiography Læknablaðið 1994; 80: 232-8 A new simplified echocardiography method to as- sess left ventricular (LV) ejection fraction (EF), combining routine M-mode and 2-D echo, was used to measure LV size and evaluate regional wall mo- tion. Echocardiography was performed prior to car- diac catheterization in 35 patients aged 38-69 years (mean 53+8 years). Of these, 14 had suffered an anterior myocardial infarction. At catheterization three patients had ventricular extrasystoles and were omitted from data analysis. The new echo method is a simplification of a model used by Qui- nones et al. Furthermore, the same measurements were also used to calculate EF by the cube, Teich- holz, ellipse, and bullet methods. Compared to the average EF determined by LV angiography of 58+17%, EF by the above echocardiography meth- ods in the same respective order was 58±16, 70±14 (p<0.001), 61 ±15 (p<0.05), 62±13 (p<0.01) and 62±13% (p<0.01), respectively. The respective cor- relations (r-values) with angiography were 0.93, 0.87, 0.87, 0.91 and 0.91. Thus, compared with LV angiography the new simplified echocardiography method showed the best agreement and correlation, while other methods compared less favorably. Ágrip í kjölfar kransæðastíflu ræður stærð hjarta- dreps og ástand vinstri slegils mestu um lífs- horfur sjúklings. Stækkun vinstri slegils og skert afkastageta leiðir til hjartabilunar. Slíka þróun er auðvelt að meta með hjartaómun og afkastagetu slegilsins má ákvarða tölulega með því að reikna útstreymisbrotið (ejection Ragnar Danielsen hjartarannsóknardeild Landspítalans, 101 Reykjavík. Gagnasöfnun fór fram við hjartarannsóknardeild Haukeland háskólasjúkrahússins I Björgvin. fraction, EF). Rannsókn þessi beitir nýrri og eldri aðferðum til að reikna útstreymisbrot með hjartaómun og ber þær saman við niður- stöður hjartaþræðingar. Rannsakaðir voru 35 sjúklingar á aldrinum 38-69 ára (meðalaldur 53±8 ár) er komu til hjartaþræðingar vegna kransæðasjúkdóms, en þremur var sleppt úr lokauppgjöri vegna aukaslaga við þræðingu. Daginn fyrir hjartaþræðingu var gerð tvívíddar hjartaómun og tekið M-tækni hreyfiómrit (M (motion)-mode echo) og ýmis rúmmál og út- streymisbrot vinstri slegils ákvörðuð með fimm mismunandi reiknilíkönum: Nýju aðferðinni, tenings-, Teichholz-, sporbaugs- og byssukúlu- líkani. Útstreymisbrot við þræðingu var 58 ±17% en með hinum mismunandi aðferðum hjartaómunar í ofangreindri röð: 58±16, 70±14 (p<0,001), 61 ±15 (p<0,05), 62±13 (p<0,01) og 62±13% (p<0,01). Fylgnistuðull (r-gildi) þessara aðferða við niðurstöðu hjarta- þræðingar var í sömu röð: 0,93; 0,87; 0,87; 0,91 og 0,91. í samanburði við niðurstöðu hjarta- þræðingar fékkst því best samræmi og hæst fylgni með nýju hjartaómunaraðferðinni til að reikna útstreymisbrot vinstri slegils. Inngangur Hjá sjúklingum sem hafa fengið kransæða- stíflu og drep í hjartavöðva ráðast lífslíkur eftir áfallið einna mest af ástandi vinstri slegils (1,2). Því meiri skaði er orðið hefur á hjarta- vöðvanum þeim mun skertari verður starfsemi og afkastageta vinstri slegils. Tölulega er hægt að ákvarða afkastagetuna með því að reikna útstreymisbrotið fyrir vinstri slegil. Útsreymis- brotið er skilgreint sem slagrúmmál/hlébils- rúmmál og er breytilegt, vegna þess að margir lífeðlisfræðilegir þættir hafa áhrif á það. Fyll- ing vinstri slegils (preload) og mótstaðan er slegillinn starfar gegn (afterload), sem að mestu ræðst af slagbilsþrýstingi, hafa mikil áhrif. Aðrir samverkandi þættir eru samdrátt- arkraftur hjartavöðvans (contractilitet) og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.