Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
241
Number
120-,
100-
80-
| Men
[~l Women
Asthma
60-
40-
33 32
39
21
20- ^■14
n Élll
20
1951-60 1961-70 1971-80 1981-90
Time period
Chronic bronchitis
Number
>i
| Men
100- [3 Women
80-
I-------------1
1951-60 1961-70 1971-80
Time period
Emphysema
Number
120-, -------------
I > i
1951-60 1961-70 1971-80 1981-90
Time period
Figure 1. Total number of men and women during each
decade listed as having asthma, chronic bronchitis or emphys-
ema as cause of death.
ast frá áratugnum 1951-1960 miðað við áratug-
inn 1981-1990 (mynd 1). Aukningin er aðallega
í elstu aldurshópunum (mynd 2). Meðaldánar-
tíðni vegna langvinnrar berkjubólgu á áratugn-
um 1981-1990 var 8,7/100.000 meðal karla en
7,6 meðal kvenna (mynd 3). Taflan lýsir
hvernig langvinn berkjubólga hefur orðið al-
gengara dánarmein hjá konum á síðustu fjór-
um áratugum. Hins vegar virðist dánartíðnin
vera sveiflukennd meðal karla.
Lungnaþemba: Mest aukning hefur orðið á
dánartíðni vegna lungnaþembu á ofangreindu
40 ára tímabili (mynd 1). Á árunum 1951-1960
var dánartíðnin mjög lág, einkum meðal karla.
Hafa ber þó í huga að ICD skráningin er óljós
fram til 1971. Eftir það er aukningin í dánar-
tíðni mikil, einkum meðal kvenna (mynd 1).
Aukningin er mest meðal aldraðra en þó einn-
ig umtalsverð meðal miðaldra (mynd 2).
Meðaldánartíðni á áratugnum 1981-1990 vegna
lungnaþembu hjá körlum var 13,0 en 11,5 hjá
konum (mynd 3). Þessi aukning verður ekki
skýrð með breytingu á aldurssamsetningu
þjóðarinnar. Aldursstaðlað dánarhlutfall með-
al kvenna hefur meira en tífaldast á þessum
árum (tafla). Meðal karla hefur einnig verið
stöðug aukning og hækkar það staðlað dánar-
hlutfall tæplega þrefalt.
Kyndreifing: Ef allir þrír langvinnu, berkju-
þrengjandi sjúkdómarnir eru skoðaðir kemur í
ljós að á árunum 1951-1980 var dánartíðni mun
hærri hjá körlum en konum, en á síðasta ára-
tugi var heildardánartíðni næstum hin sama hjá
körlum (n=197) og konum (n=194) (mynd 1).
Aldursdreifing: Dánartíðni vegna ofan-
greindra sjúkdóma er hæst meðal eldra fólks
einkum vegna langvinnrar berkjubólgu og
lungnaþembu (mynd 2). Á tímabilinu 1951-
1990 hefur hlutfall þeirra sem eru 65 ára og
eldri hækkað úr 7,6 % í 10,6% og þeirra sem
eru 75 ára og eldri úr 3,0% í 4,5%. Aukin
dánartíðni undanfarinn áratug vegna lang-
vinnra, berkjuþrengjandi sjúkdóma skýrist að
hluta til af breyttri aldurssamsetningu þjóðar-
innar, samanber staðlaða dánarhlutfallið. Hins
vegar skýrir aldurssamsetning ekki aukningu á
lungnaþembu sem dánarmeini.
Umræða
Á þeim 40 árum sem athugunin nær til eykst
dánartíðni vegna langvinnra, berkjuþrengjandi
sjúkdóma einkum vegna þeirra sjúkdóma sem
tengjast reykingum. Þannig hefur dánartíðni