Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 50
254 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Frá Læknafélagi Reykjavíkur Pegar ný stjórn tók við í Læknafélagi Reykjavíkur (L.R.) þann 9. mars síðastlið- inn, var henni að ýmsu leyti nokkur vandi á höndum. Agreiningur hafði komið upp í félaginu á síðustu misserum, sem leiddi til þess að 23 heilsu- gæslulæknar sögðu sig úr félag- inu. Þá voru samningar sérfræð- inga utan sjúkrahúsa lausir, ekki vegna þess að sérfræðingar hefðu sagt þeim upp, heldur hafði Tryggingastofnun ríkisins (T.R.) viljað fá nýjan samning, væntanlega talið sig hafa góð sóknarfæri! Þá virtust ýmsir ráðamenn meta stöðu sína þannig eins og oft hefur borið við á síðustu ár- um, að eina von þeirra til að rétta sinn hlut í skoðanakönn- unum, væri að beina spjótum sínum að sérfræðingum í lækna- stétt. Pví miður hafa sumir ráðamanna lent í því að fara með dylgjur og æsifréttir um lækna í fjölmiðla. Þá er því ekki haldið á lofti hver föst laun lækna eru og ekki sagt frá þeirri miklu vinnu sem að baki brúttó- tekjum þeirra liggur. Öll yfir- vinna lækna er unnin og algengt er að sérfræðingur á spítala með fimm vaktir í mánuði hafi upp úr þeim svipað og greitt er víða í opinbera geiranum fyrir óunna yfirvinnu. Úrsagnarmál Ég hef, ásamt stjórninni, eindregið viljað vinna að því, að þeir félagar, sem höfðu sagt sig úr L.R. sæju sér fært að ganga aftur í félagið, enda fengur í reyndum og virkum félagsmála- mönnum og þá er samstaða lækna mikils virði. Frá því að álit nefndar þeirrar, sem fjallaði um „skipulag L.Í., starfstilhög- un og umsvif", kom fram, hafa verið haldnir tveir fundir með fulltrúum heilsugæslulæknanna og L.R. An þess að gengið væri bein- línis á menn mátti skilja að mörgum hefur þótt L.R. vera fullmikið hagsmunafélag sér- fræðinga og að nauðsynlegt væri að samningamálin færu öll á for- ræði Læknafélags íslands til þess að innganga í L.R. kæmi aftur til greina. Að vísu varpaði einn heilsugæslulæknanna fram þeirri spurningu hvort með því væri ekki bara verið að flytja ágreiningsmálin yfir til L.í. og er það í sjálfu sér umhugsunar- efni. Ég er þeirrar skoðunar að svo lengi sem Læknafélag íslands sé uppbyggt af svæðafélögum, sé nauðsynlegt að þau séu heil- steypt og sterk. í mörgum tilvik- um getur stórt og öflugt svæða- félag eins og L.R. veitt Lækna- félagi íslands, formanni þess og stjórn, mikilvægan stuðning á ýmsum sviðum, sem ekki er víst að yrði eins öflugur, ef sam- stöðuleysinu er gefinn byr undir báða vængi. Tillaga nefndar þeirrar, sem fór yfir lög og starf- semi L.R. á síðasta ári, er at- hyglisverð og ætti ef til vill að skoða betur sem hugsanlega sáttaleið í félaginu. Gert var ráð fyrir að L.R. starfaði í „fjórum deildum sérfræðinga, heimilis- lækna og unglækna og hefði hver deild nokkuð sjálfstæði", myndi tilnefna fulltrúa á aðal- fund L.Í., í samninganefndir og svo framvegis. Pessi mál öll verða til umræðu á aðalfundi L.í. í haust, en lík- legt er að afgreiðsla þeirra inn- an læknasamtakanna muni taka dálítinn tíma. Pau hafa að sjálf- sögðu verið rædd í stjórn L.R. og stórráði. Telja verður eðli- legt að aðalfundur L.R. fjalli einnig um og taki endanlega af- stöðu til mála, sem myndu breyta starfsemi félagsins jafn- mikið og flutningur allra samn- ingamála yfir til L.í. Um stöðuna í samninga- málum sérfræðinga Reyndum samningamönnum sérfræðinga, sem hafa leitt marga samninga til lykta, hefur nú gengið illa að ná fram sam- komulagi við T.R. Samningum var sagt upp af T.R. fyrir tæpu ári síðan. Heilbrigðisráðuneyt- ið mun hafa gert þá kröfu til samninganefndar T.R., að nið- urstöður samninga leiddu til 130 milljóna króna sparnaðar, enda þótt á síðustu misserum hafi þegar sparast verulegt fjármagn í þessari þjónustu. Helst mun horft til sparnaðar á rannsóknum en rannsókna- stofur sérfræðinga munu hins vegar vera það vel reknar, að fáar ef nokkrar rannsóknastof- ur í nágrannalöndum okkar veita ódýrari þjónustu. Sjálfsagt er að skoða það hvort sjúkra- húsin geta gert betur eins og sumir virðast trúa. Ef allir kostnaðarliðir eru teknir með (ekki gleyma húsnæðiskostnað- inum!), er þá líklegt að rekstur hins opinbera verði ódýrari?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.