Læknablaðið - 15.08.1994, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
259
Um bréf „yf!rlæknaráðs“
heilsugæslunnar
til frambjóðenda í Reykjavík
Miðvikudaginn 15. júní sl.
barst undirrituðum bréf „yfir-
læknaráðs" heilsugæslunnar í
Reykjavík til frambjóðenda í
nýafstöðum borgarstjórnar-
kosningum.
í bréfi þessu, sem er dagsett 1.
júní sl., er frambjóðendum til
borgarstjórnar óskað góðs
gengis í „kosningunum nú í
maí“! Síðar í bréfinu segir: „ Við
val fulltrúa þarf einnig að gœta
þess að ekki veljist í stjórnirnar
einstaklingar í hagsmunagœslu
fyrir aðra starfsemi en heilsu-
gœsluna eða sem eiga í sam-
keppni við starfsemi Heilsugœsl-
unnar, þvíþar sem sú staða hef-
ur komið upp, hefur hún valdið
ýmsum erfiðleikum í starfi við-
komandi stjórna"
Þrír læknar eru kjörnir full-
trúar Reykvíkinga í stjórnun
heilsugæsluumdæma íborginni.
Undriritaður á sæti í stjórn
heilsugæsluumdæmis Vestur-
bæjar. Ingólfur Sveinsson lækn-
ir er í stjórn heilsugæsluum-
dæmis Austurbæjar nyrðra (Ár-
bæjar-, Seláss- og Grafarvogs-
hverfis). Þórarinn Sveinsson
læknir er í stjórn heilsugæslu-
umdæmis Austurbæjar syðra
(Breiðholtshverfanna).
Á stjórnarfundum í heilsu-
gæsluumdæmunum nú í lok
júnímánaðar höfum við Ingólf-
ur og Þórarinn beðið viðkom-
andi heilsugæslulækna um skýr-
ingar á fullyrðingum þeirra um
erfiðleika í starfi viðkomandi
stjórna, en fátt hefur verið um
svör. Á þessum fundum hafa
stjórnir heilsugæsluumdæm-
anna og fráfarandi forstjóri
heilsugæslunnar í Reykjavík
vísað fullyrðingum „yfirlækna-
ráðsins" um samstarfserfiðleika
á bug. Fram hefur komið, að
„yfirlæknaráðið" á sér enga
stjórnskipulega stoð og er
aðeins heimatilbúin nafngift
viðkomandi heilsugæslulækna!
Þann 20. júní sl. sendi undir-
ritaður yfirlæknum heilsugæslu-
stöðva í Reykjavík bréf, þar
sem óskað er skýringar á niður-
lagsorðum áðurnefnds bréfs
þeirra. Gera verður þá kröfu til
þeirra að þeir geri grein fyrir
því, við hvaða erfiðleika í starfi
viðkomandi stjórna sé átt og
hvaða einstaklingar séu valdir
að þessum erfiðleikum. Að öðr-
um kosti dragi þeir fullyrðingar
sínar um samstarfserfiðleika til
baka og biðji kjörna fulltrúa
Reykvíkinga í stjómun heilsu-
gæsluumdæmanna afsökunar á
ummælum sínum.
Ólafur F. Magnússon
Bréf yfirlæknaráðs dagsett í Reykjavík 1. júní 1994 er svohljóðandi:
„Frambjóðendur til Borgarstjórnar í Reykjavík 1994.
Yfirlœknaráð Heilsugœslunnar í Reykjavík óskar ykkur góðs gengis í
kosningunum nú í maí. Ráðið vill minna á, að eftir kosningar, þegar
borgarstjórn hefur verið skipuð, þurfið þið að tilnefna fulltrúa ykkar í
stjórnir Heilsugœslunnar í Reykjavík. Ráðið vill því benda á, að œskilegt
er, að þið markið þá stefnu, að íhverja svæðisstjórn séu tilnefndir fyrst og
fremst íbúar af viðkomandi svœði, sbr. stjórnir heilusgœslustöðva utan
Reykjavíkur, og sóknarnefndir o.fl., enda eðlilegra, að þeir stjórni, á
hverjum stað, sem þar eiga hagsmuna að gœta. Um er að rœða 4 svœðis-
stjórnir og sljórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Skv. lögum skipa
stjórnirnar 5 menn, 3 fulltrúar sveitarfélagsins, 1 fulltrúi starfsmanna og
formaður skipaður af ráðherra ogskal formaður vera búsettur á svœðinu.
Við val fulltrúa þarf einnig að gœta þess að ekki veljist í stjórnirnar
einstaklingar í hagsmunagœslu fyrir aðra starfsemi en heilsugœsluna eða
sem eiga ísamkeppni við starfsemi Heilsugæslunnar, þvt'þarsem sú staða
hefurkomið upp, hefurhún valdiðýmsum erfiðleikum ístarfi viðkomandi
stjórna.
Virðingarfyllst,
Atli Árnason, yfirlæknir Hgst. Grafarvogi, Austurbæjarumdœmi nyrðra.
Haraldur Tómasson, yfirlæknir Hgst. Árbæ, Austurbæjarumdœmi
nyrðra.
PórðurG. Ólafsson, yfirlæknir Hgst. Efra-Breiðholti, Austurb.umdæmi
syðra.
Samúel J. Samúelsson, yfirlæknir Hgst. Mjódd, Austurbæjarumdæmi
syðra.
Gunnar H. Guðmundsson, yfirlæknir Hgst. í Fossvogi, Miðbæjarum-
dæmi.
Halldór Jónsson, yfirlæknir Hgst. Lágmúla, Miðbœjarumdæmi.
Stefán Finnsson, yfirlœknir Hgst. Hlíðasvœðis, Vesturbœjarumdœmi.
Margrét Georgsdóttir, yfirlæknir Hgst. Miðbæjar, Vesturbæjarumdœmi.
Guðfinnur P. Sigurfinnsson, yfirlæknir Hgst. Seltjarnarnesi, Seltjarnar-
nesi. “