Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1994, Qupperneq 58

Læknablaðið - 15.08.1994, Qupperneq 58
260 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Frá landlæknisembættinu Skýrsla eftirlitsnefndar Evrópuráðsins um Meðferðarheimilið að Sogni Nýlega hefur borist skýrsla eftirlitsnefndar Evrópuráðsins um Sogn. Nefndin skoðaði meðferðarheimilið fyrr á þessu ári. í stuttu máli kemur eftirfar- andi fram: 1. Aðbúnaður sjúklinga er með miklum ágætum. Fyrirhug- uðum starfsmannafjölda hefur næstum verið náð. 2. Talið er að viðvera nægi- legs hjúkrunarstarfsliðs eigi að vera tryggð allan sólarhringinn á jafn mikilvægu geðsjúkrahúsi og Sogn er. Samkvæmt skýrsl- unni er enginn hjúkrunarfræð- ingur á stofnuninni um nætur og helgar (þó má ná sambandi við hjúkrunarfræðing). Nú hefur verið ráðinn hjúkrunarfræðing- ur um nætur og helgar. 3. Talið er að nokkrir sjúk- linganna geti, þegar til ekki mjög langs tíma er litið, snúið aftur til hins almenna samfé- lags, svo sem til verndaðra íbúða. 4. Sérfræðingur nefndarinnar í geðlæknisfræði, sem er kenn- ari við eina virtustu réttarlækn- isfræðideild í Bretlandi, athug- aði sjúkraskrár. Taldi hann mjög vandað til færslu þeirra og benti það til þess að regluleg lyfjameðferð, ráðgjöf og skipu- lagt starf kæmi sjúklingum að góðu gagni. Taldi sendinefndin ljóst að sjúklingar fengju ein- staklingsbundna meðferð er hæfði ástandi þeirra. 5. Á stofnuninni voru ýmsar ráðstafanir gerðar til að tryggja leynd læknisfræðilegra upplýs- inga og áttu aðeins starfsmenn við heilsugæslu aðgang að þeim. Starfsmönnum sem ekki fengust við heilsugæslu var séð fyrir hverjum þeim upplýsing- um sem nauðsynlegar voru til að þeir gætu sinnt gæslu- og stuðningshlutverkum sínum. Vegna stöðu sinnar sem opin- berir starfsmenn var þeim skylt að hlíta þeim reglum sem í gildi eru hjá hinu opinbera, og höfðu þeir einnig undirritað skjal um þagnarskyldu í starfi. Með hugvitsamlegri tilhögun við úthlutun á lyklum að stofn- uninni var unnt að tryggja að einungis heilsugæslustarfsmenn hefðu aðgang að heilsugæslu- herbergjum og skjalasöfnum. 6. Orðrétt segir í skýrslunni: „Sendinefndinni var tjáð að þegar stofnunin var sett á fót hefðu komið upp vandkvœði í sambandi við nauðsyn þess aðfá allar lœknisfrœðilegar upplýs- ingar sem með þurfti til einstak- lingsbundinnar sjúkdómsgrein- ingar og til að skipuleggja við- eigandi meðferð. Vegna efasemda meðal íslenskra geð- lœkna hefði Meðferðarheimilið að Sogni aðeins fengið upplýs- ingar í samantekt. Jafnvel þótt samþykki sjúklinga hefði fengist tilflutnings á sjúkraskrám þeirra hefði það ekki ávallt haft tilœtl- uð áhrif og hefðu sum gögn ekki verið afhent í heild um hvern og einn sjúkling. Eftirlitsnefndin lýsir ánœgju sinni með tilkomu Meðferðar- heimilisins að Sogni fyrir ósak- hæfa afbrotamenn, er orðið hef- ur til þess að gagnrýnisraddir hafa þagnað, sem upp höfðu komið á íslandi um meðferð slíkra sjúklinga. Reyndist að- búnaður og meðferð sjúklinga í háum gœðaflokki. Engu að siður hefur nefndin lagt til að ráðstafanir verði gerð- ar til að tryggja hjúkrun á stofn- uninni á öllum tímum sólar- hrings, að komið verði á form- legum leiðum til móttöku á kærum sjúklinga og að tryggt verði að sjúklingar geti í trúnaði náð til viðeigandi yfirvalds. Vert er að geta sérstaklega um faglega hœfni starfsmanna þess- arar ungu stofnunar, svo og hve mjög þeir leggja sigfram í starfi og sýna því áhuga. “ 7. Notkun líkamshafta er bönnuð. Nefndin fagnar þessari afstöðu stofnunarinnar til geð- sjúkra. 8. Sjúklingum eru rækilega kynntar allar kæruleiðir og kom það greinilega fram í viðræðum við sjúklinga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.