Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1994, Page 74

Læknablaðið - 15.12.1994, Page 74
580 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 íðorðasafn Enn um framburð Athugull lesandi vakti athygli á bágum framburði sem stund- um má heyra. Sérkennilegar áherslur ákafra fréttamanna verða gjarnan til þess að kyn- sjúkdómur verður „kjinnsjúk- dómur". Undirritaður hafði raunar tekið eftir því að margir eiga erfitt með að halda ákveðnum sérhljóðum hæfilega löngum og tvöfalda gjarnan samhljóðana í staðinn. Sjúk- lingur getur þannig orðið að „sjúkklingi" og skurðlæknir að „skurrlakkni.“ Gaman væri að heyra um fleira sem betur mætti fara. Bacterial vaginosis Nýlega fékk undirritaður það verkefni frá Félagi íslenskra fæðinga- og kvensjúkdóma- lækna að koma með tillögu að íslenskun fræðiheitisins bacteri- al vaginosis. Erindinu var svar- að bréflega og skal úrvinnsla þess nú rakin. Skilgreining Mikilvægt er að skilgreina þau hugtök sem gefa á íslensk fræðiheiti. Skilgreiningin á að tryggja að viðkomandi hugtak sé rétt afmarkað frá öðrum skyldum fyrirbærum og að hið íslenska heiti þess sé ekki byggt á misskilningi. I þessu tilviki fylgdi erindinu stutt skilgreining sem var síðan endurskoðuð og að lokum orðuð svo: „Bacterial vaginosis er sjúklegt ástand, fremur en sjúkdómur, sem ein- kennist aftruflun á örverugróðri í leggöngum (skeið), þrálátum ofvexti ákveðinna baktería og útferð sem er ríkuleg, þunn og jöfn. Við skoðun sést ekki bólga í skeiðarslímhúð, en útferðin er oft lyktandi. “ lækna 60 Söguskoðun Fyrrum voru oft notuð heitin colpitis eða vaginitis hjá konum með óeðlilega útferð af þessu tagi og var útferðin upphaflega talin stafa af sýkingu ineð loft- óháðum (anerobic) sýklum. Ár- ið 1954 fannst ný baktería sem fékk heitið Hemophilus vagin- alis og var talin orsök sýkingar- innar. Þessi baktería fékk tví- vegis ný nöfn, fyrst Coryne- bacterium vaginale (1963) og síðan Gardnerella vaginalis (1980). Nú er talið víst að ekki sé um eiginlega innrás sýkla eða teljandi bólgufrumuíferð í skeiðarslímhúð að ræða, en að ofvöxtur þessarar bakteríu út- rými þeim sýklum sem þarna búa venjulega, einkum Lactobacillus vaginalis. Líklegt er þó talið að ofvöxtur fleiri sýkla geti skipt máli. Á síðasta áratug hefur heitið vaginosis átt fylgi að fagna, ýmist í samsetn- ingunni non-specific vaginosis eða sem bacterial vaginosis. Orðskýringar Bacterium (ft. bacteria) nefn- ist ýmist gerill eða baktería á íslensku. Orðið er grískt að uppruna, myndað af baktron, sem þýðir stafur eða prik, en bakterion mun vera smækkun- arorð og þýðir þá lítill stafur. Staflaga örverur hafa greinilega verið fyrstu sýklarnir sem greindust við smásjárskoðun. Undanfarið virðist heitið bakt- ería hafa átt meira fylgi að fagna en gerill í fræðilegri umræðu meðal lækna, en heitið gerill hefur meir verið notað í mat- vælafræði og heilbrigðisfræði. Bakteríur eru örsmáar lífverur (um 1 míkron í þvermál) sem ýmist lifa sjálfstæðu lífi eða sem sníklar á öðrum lífverum. Sýkill er hins vegar örvera (microorg- anismus) sem getur valdið sýk- ingu í lifandi vef. Sýkill er því samheiti á meinvirkum örver- um, það er bakteríum, veirum, sveppum, og sníkjudýrum. Orðhlutinn -osis er viðliður úr grísku, notaður til að tákna líkamlegt eða andlegt ástand sem gjarnan er sjúklegt (leuko- cytosis, neurosis, virosis). Heit- ið vaginosis má því vel nota um sjúklegt ástand í leggöngum (skeið). Islenskir orðasmiðir hafa stundum átt í erfiðleikum með að finna sambærilega stutt- an og lipran viðlið, sem nái til þess sem gríski orðhlutinn -osis getur gefið til kynna, en oft hef- ur verið gripið til þess að mynda kvenkynsorð sem endar á -un, svo sem eitrun (toxicosis). Bacteriosis er skilgreint sem sýking eða sjúkdómur af völd- um baktería og hefur fen|ið þýðinguna bakteríukvilli í Ið- orðasafni lækna. Það heiti er þó fremur stirðlegt í samsetning- um. I tannlæknisfræði hefur ör- verugróður sá sem býr í munn- holi fengið samheitið munn- sýkla, þó að slíkt sé ekki fyllilega rökrétt á eðlilegum ör- verugróðri. Það virðist hins veg- ar vel við hæfi að heitið sýklun feli í sér sjúklegt ástand sem stafar af örverugróðri, til dæmis bacteriosis. Vissulega má þó segja að sýklun sé víðfeðmara hugtak en bacteriosis og geti náð til annarra sýkla en bakter- ía. Rétt er að geta þess að með fullum rétti mætti nota heitið sýklun um landnám sýkla á ákveðnum stöðum, til dæmis í munni, görnum eða skeið. (framhald í næsta blaði) Jóhann Heiðar Jóhannsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.