Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1995, Side 7

Læknablaðið - 15.06.1995, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 455 einkennist iðulega af gagnkvæmu trausti. Góðri blaðamennsku er nauðsynlegt að spurt sé ágengra spurninga og hreinskiptin svör við þeim ættu að vera vísindunum til framdráttar. Vaxandi þýðingar viðskiptahagsmuna hefur gætt á síðustu árum í mótun stefnu og innihalds læknisfræðilegra rannsókn. Fyrirtæki hafa styrkt rannsóknir, sem líklegar eru að leiði til uppgötvana, þar sem unnt er að komast yfir einkaleyfi. Önnur fyrirtæki hafa styrkt rann- sóknir sem gefa vísbendingar um lækningar- mátt vöru sem þau framleiða. Hér má nefna rannsóknir á sambandi neyslu haframjöls og þéttni kólesteróls í blóði, en þær hafa verið fjármagnaðar af fyrirtækjum sem selja vöru sem innihalda haframjöl. Einstaka vísinda- menn og læknar hafa lagt sig eftir rannsóknum á vettvangi þar sem þeir höfðu fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Enn aðrir hafa framkvæmt rannsóknir sem nutu opinbers fjárstuðnings en síðan gengið til liðs við einkafyrirtæki til þess að ná í einkaleyfi eða komast á annan hátt yfir viðskiptaávinning á gtunni niðurstaðna rann- sóknanna. Tvær spurningar þarf að hafa í huga um hugsanlega hagsmunaárekstra: Er unnt að álykta sem svo að fjárhagsleg hagsmunatengsl leiði sjálfkrafa til þess að heilindum eða heið- arleika sé stofnað í hættu hjá rannsakanda sem vinnur við að draga fram vísindalegar stað- reyndir? Sé svo, hvaða meginreglum skal þá beitt þegar fjallað er um hagsmunaárekstra sem gætu haft áhrif á líffræðileg vísindi og birt- ingu læknisfræðilegra niðurstaðna? Við þess- um spurningum eru ekki einföld svör en þó er ljóst að ekki er nóg að líta einungis til fjárhags- legra tengsla. Hagsmunaárekstrar geta risið vegna atriða sem varða orðstír, mannorð, tengsl við ættingja, vini eða önnur persónu- tengsl, svo nokkur dæmi séu nefnd. Slíkir hags- munaárekstrar varða ekki einungis höfund læknisfræðilegra greina heldur einnig blaða- mann sem hefur í hyggju að greina frá nýjum læknisfræðilegum niðurstöðum. Vilhjálmur Rafnsson ritstjóri HEIMILDIR 1. Rafnsson V. Ritstjórnargrein: Hvernig unnið er með fræðilegar greinar sem berast Læknablaðinu. Læknabla- ðið 1994; 80: 518-9. 2. Leiðbeiningar til höfunda um ritun og frágang fræðilegra greina í Læknablaðið. Læknablaðið/Fréttabréf lækna 1994; 12 (7): 12-6. Leiðrétting vegna lyfjaauglýsingar í síðasta tbl. Læknablaðsins urðu þau leiðu mistök að birt var röng auglýsing frá Adalat® Oros. í stað nýrrar heil- síðuauglýsingar um lyfið var birtur helm- ingur eldri tveggja síðna auglýsingar, þannig að auglýsingin varð einungis hálf. Féllu því brott bæði almennar upplýsing- ar og eins hluti frábendinga. Er beðist velvirðingar á mistökunum.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.