Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1995, Qupperneq 10

Læknablaðið - 15.06.1995, Qupperneq 10
458 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 oft mun skæðari og talað um góð- og illkynja tegundir hennar. Lýst var skarlatssótt með hröðum gangi þar sem lost og fjölkerfabilun leiddu til dauða á nokkrum sólarhringum. Önnur tegund skarlatssóttar var með alvarlegri ígerð í koki sem gat grafið sig langt inn í mjúk- vefi höfuðs og olli oft dauða. Faraldrar ýmissa keðjukokkasýkinga af flokki A og fylgikvilla þeirra voru algengir (1-7). Frá aldamótum fækkaði alvarlegum sýking- um af völdum keðjukokka af flokki A. Gigt- sótt og nýrnahnoðrabólga urðu einnig fátíðari og hurfu nær alveg í sumum vestrænum lönd- um (4,7-10). Þrátt fyrir þetta hefur hálsbólgum af völdum keðjukokka af flokki A ekki fækkað (7). Hálsbólga og skarlatssótt hafa því um nokkurn tíma ekki verið taldar alvarlegar sýk- ingar. Deilt er um hvað olli þessari breytingu á faraldsfræði keðjukokkasýkinga af flokki A. Fátækt, ómegð, slæmar félagslegar aðstæður, ónóg læknisþjónusta, skortur á hreinlæti og vannæring eru aðstæður sem lengi hafa verið bendlaðar við skæðar keðjukokkasýkingar af flokki A (4,7-10). Keðjukokkasýkingar af flokki A og fylgikvillar þeirra eru enn mikið vandamál í mörgum vanþróuðum löndum þar sem þessar aðstæður eru ríkjandi. Breytingar á keðjukokkasýkingum af flokki A hafa haldist í hendur við úrbætur á þessum sviðum en þær hafa haldið velli í vestrænum stórborgum þar sem aðstæður eru slæmar (6). Alvarlegum keðjukokkasýkingum af flokki A og gigtsótt hafði þegar fækkað þegar penisillín kom á markað um 1945. Vegna þessa hefur verið deilt um hlutverk penisillíns en það hefur minna verið rannsakað. Massell og félagar (7) rann- sökuðu breytingar á dánartíðni í Bandaríkjun- um á árunum 1921-1970, á landsvísu, vegna gigtsóttar, keðjukokkahálsbólgu af flokki A og skarlatssóttar. Niðurstöður þeirra sýna þrisvar til fjórum sinnum hraðari lækkun á dánartíðni á hverju ári vegna gigtsóttar, keðjukokkaháls- bólgu af flokki A og skarlatssóttar eftir til- komu penisillíns. Einnig varð algengara að hjartaóhljóð vegna gigtsóttar hyrfu. Sam- kvæmt þessum niðurstöðum eru áhrif penis- illíns mikil, það minnkaði líkurnar á að keðju- kokkahálsbólga af flokki A ylli gigtsótt og fækkaði gigtsóttarköstum hjá hverjum sjúk- lingi. Félagslegar úrbætur réðu einnig miklu og með hjálp penisillíns urðu keðjukokkastofnar af flokki A minna meinvirkir og minni líkur urðu á faröldrum (sjá síðar). Lengi hefur verið vitað að faraldrar ýmissa sýkinga koma og fara án mikilla breytinga á ytri aðstæðum. Breytingar á því hvaða stofnar eru algengastir og því sem ræður meingerð þeirra hafa áhrif á tíðni og gerð sýkinga. Mót- efni þýðisins ættu þá einnig að hafa áhrif á sýkingar og uppgang nýrra stofna. Breytingar á keðjukokkasýkingum af flokki A Undanfarin fimm til 10 ár hafa orðið miklar breytingar á keðjukokkasýkingum af flokki A víða um heim. Ifarandi sýkingum með snemm- kominni fjölkerfabilun hefur fjölgað mikið. Tilkynningar um aukningu á alvarlegum ífarandi keðjukokkasýkingum af flokki A hafa borist frá mörgum löndum, til dæmis Noregi (11), Svíþjóð (12,13), Bandaríkjunum (14-18), Bretlandi (19), Danmörku (20), mörgum lönd- um á meginlandi Evrópu (21-24), Japan (25), Ástralíu (26) og Kanada (27). Oftast hefur verið um að ræða fjölgun á einangruðum tilfell- um. í Noregi varð hins vegar faraldur af ífar- andi keðjukokkasýkingum af flokki A veturinn 1987- 1988 með nær 300% aukningu miðað við 10 ára tímabil þar á undan. Sýkingum sem ekki voru ífarandi fjölgaði hins vegar um 60% (11,27). Svipað gerðist í Ontario í Kanada (27) og í Svíþjóð (12,13). Ekki hefur verið sýnt fram á faraldur í Bandaríkjunum. Rannsókn frá Ar- izona sýndi ekki aukna tíðni ífarandi keðju- kokkasýkinga af flokki A frá 1985-1990, en frá 1988- 1990 hækkaði hins vegar tíðni ífarandi keðjukokkasýkinga af flokki A með fjölkerfa- bilun snemma í sjúkdómsferlinu hjá sjúkling- um á aldrinum 15-50 ára (17). í Bandaríkjun- um hefur einnig orðið aukning á gigtsótt (6,8,9,28) á undanförnum árum. Nokkur til- felli komu upp hjá ungu fólki í einni þjálfunar- stöð Bandaríkjahers, þar sem skyndileg aukn- ing varð á hálsbólgu vegna keðjukokka af flokki A. Skarlatssótt og gigtsótt voru algengar á slíkum stöðum áður fyrr. Forvörnum með penisillíni hafði verið beitt frá 1950 en var hætt árið 1980 þegar gigtsóttar hafði ekki orðið vart í nær 20 ár (8). Þetta er í samræmi við það að meinvirkni ákveðins stofns keðjukokka af flokki A virðist aukast sé búið þröngt og bakte- rían nái að smitast hratt milli manna (1,6,7). Tilfellum gigtsóttar hjá börnum hefur einnig fjölgað. Þessi börn hafa ekki búið við slæm skilyrði lík þeim sem talin eru upp að framan en flest þeirra hafa komið frá stórum fjölskyld-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.