Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1995, Page 11

Læknablaðið - 15.06.1995, Page 11
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 459 um (6,9). Ekki hefur orðið vart aukningar á nýrnahnoðrabólgu í sama nræli. Þessar breyt- ingar á gigtsótt hafa ekki orðið í Evrópu. Aukning á alvarlegum keðjukokkasýkingum af flokki A hefur aðallega verið á blóðsýking- um og mjúkvefjasýkingum, líkum þeim sem voru algengar áður fyrr og eru taldar upp að framan (11-27). Á Bretlandi hafa komið tilfelli af blóðsýkingum af völdum keðjukokka af flokki A seint á meðgöngu (6). Undanfarna áratugi hafa blóðsýkingar af völdum keðju- kokka af flokki A verið sjaldgæfar, einungis 2-7% allra blóðsýkinga (29). Sýkingarnar hafa verið algengastar hjá börnunr yngri en fimm ára og öldruðum. Sykursýki, drykkjusýki, of- fita, krabbamein, vannæring, ónæmisbæling af öðrum toga og notkun fíkniefna í æð hafa verið helstu áhættuþættir keðjukokkablóðsýkinga af flokki A (1,5,30,31). Dánartíðni hefur verið há, 35-80% (5,30). Þrennt hefur vakið mesta athygli og skelf- ingu varðandi þessa breytingu á keðjukokka- sýkingum af flokki A: Hversu ungt fólkið er, hve fáa áhættuþætti það hefur og hve alvarlegir fylgikvillar sýkinganna hafa verið. Sýkingum hefur fjölgað í öllum aldurshópum en hlutfalls- lega mest á aldursbilinu 15-50 ára þar sem sýkingarnar voru sjaldgæfastar áður. I faraldr- inum í Noregi 1987-1988 varð aukningin á þessu aldursbili 600-800% (11). Flest þetta unga fólk hefur ekki haft neina áhættuþætti alvarlegra keðjukokkasýkinga af flokki A (11- 27). Margir á þessum aldri hafa veikst heiftar- lega með flensulíkum einkennum í fyrstu en síðan farið skyndilega í lost með fjölkerfabilun. Einkennin hafa um margt minnt á staphyl- ococcal toxic shock syndrome (TSS) og eru nú kölluð streptococcal toxic shock syndrome (STSS). Þessi breyting á keðjukokkasýkingum af flokki A er enn að breiðast um hnöttinn. Fyrstu tilfellin voru á árunum 1987-1988 í Bandaríkjunum (14) og Noregi (11) en fyrstu tilfellin til dæmis á Ítalíu (21) og í Japan (25) greindust á síðasta ári. Streptococcal toxic shock syndrome (STSS) (Óbeinar tilvitnanir í þessum kafla: 1-3,11- 27,32-36). Árið 1978 lýstu Todd og félagar (37) veikind- um hjá sjö börnum með flensulíkum einkenn- um í fyrstu en síðan fjölkerfabilun. Á næstu árum fjölgaði tilvikum af þessu tagi og voru þær nær eingöngu hjá ungum konum sem höfðu á klæðum og notuðu tíðatappa (38). Þessi sjúkdómur fékk nafnið staphylococcal toxic shock syndrome (TSS). Seinni rannsókn- ir (39) leiddu í ljós að um var að ræða eitrun án baktería í blóði vegna svonefnds toxic shock syndrome toxins-I (TSST-I) frá Staphylococcus aureus. Ákveðin gerð trefja í tíðatöppum bind- ur magnesíumjónir og S. aureus bregst við magnesíumskorti með því að margfalda TSST-I framleiðslu (39). TSS kemur því oftast vegna ákveðinna vaxtarskilyrða jafnvel þó að ekki sé um sýkingu að ræða. Mun fleiri þættir eiga þátt í STSS. Árið 1983 vöktu Willoughby og félagar at- hygli á því að hluti TSS gæti ef til vill stafað af keðjukokkum af flokki A og tengdu það svo- nefndum streptococcal pyrogen exotoxinum (SPE) sem keðjukokkar af flokki A framleiða, en af þeim erufjórar gerðir, A, B, CogD. SPE geta valdið mörgum einkennum losts in vitro (32). Fyrstu lýsingar á STSS birtust 1984 (22) og 1988 (15,16). Eftir það hefur fjölda tilfella verið lýst og skýrari mynd fengist af þessu sjúk- dómsástandi. Einkennandi fyrir STSS er lost og fjölkerfa- bilun snemma í kjölfar keðjukokkasýkingar af flokki A. STSS getur komið á öllum aldri en hefur verið algengast hjá 15-50 ára einstak- lingum. Langoftast er upphafssýkingin mjúk- vefjasýking. I flestum rannsóknum hefur fasci- itis necroticans verið algeng sýking en netju- bólgur og heimakomur hafa einnig verið algengar. Ennfremur hefur orðið vart sýkinga í skurðsárum og barnsfararsóttar. Innkomustaður baktería er oftast húð, slím- húð í munni eða kynfærum. í 35-40% tilfella er innkomustaðurinn óþekktur. Keðjukokkar af flokki A geta verið á slímhimnum án þess að valda sýkingum og þar er því hugsanlegur inn- komustaður þótt ekki sé til að dreifa stað- bundnum einkennum (16,25). Upphafsstaðir sýkinga eru oft í smásárum hvar sem er á lík- amanum, oftast á útlimum. Stundum koma sýkingarnar á áverkastaði þar sem ekki hefur orðið rof á húð (1,16). í STSS er algengt að bakteríur séu í blóði (60-65%) en það eykur samt ekki líkurnar á dauða (27). Því virðist vera um eitrun að ræða líkt og við TSS. Mein- gerð STSS er líklegast þannig að fyrst verður afmörkuð sýking. Þegar sýkingin hefur náð

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.