Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1995, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.06.1995, Qupperneq 12
460 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 vissu marki berast ýmis eiturefni frá bakteríum út í blóðrásina og valda alvarlegu losti og fjöl- kerfabilun. Helstu einkenni STSS eru mikill verkur á stöðum þar sem sýking kemur seinna fram (80- 85%). Bólga og önnur sýkingamerki eru stund- um lítil sem engin í fyrstu og í ósamræmi við verkina. Slíkt hefur oft valdið drætti á réttri sjúkdómsgreiningu. Flestir hafa þó almenn teikn sýkingar. Stór hluti sjúklinga (20-30%) hafa almenn flensulík einkenni með slapp- leika, ógleði, lystarleysi, uppköstum, niður- gangi, dreifðum vöðvaverkjum og hrolli. Helstu teikn STSS eru hækkaður líkamshiti, óráð, lágur blóðþrýstingur og önnur merki losts. Líkamshiti getur einnig verið eðlilegur eða of lágur. Oftast er hægt að finna sýkingar- stað í húð eða annars staðar. Dreifð rauðleit útbrot af ýmsum toga geta komið fyrir, þau flagna stundum þegar sjúkdómurinn versnar. Hefðbundin skarlatssóttarútbrot eru þó ekki algeng, enda eru þau oft merki um fyrri sýk- ingu af bakteríu sem framleiðir sama exotoxin og fræðilega séð ættu hlutleysandi mótefni að vera fyrir hendi og minni líkur á alvarlegri sýkingu. Fyrstu blóðrannsóknir sýna oftast væga hækkun á hvítum blóðkornum með vinstri- hneigð. CRP (C-reactive protein) er oft hækk- að og seinna fylgir hækkun á sökki. Merki um fjölkerfabilanir koma oft fram snemma, hækk- að kreatínín, brengluð lifrarpróf, lækkað al- búmín og fleira. Kalk lækkar oft umfram lækk- un á albúmíni. Flestir sjúklinganna fara í lost innan hálfs sólarhrings eftir kornu á spítala. Einkenni um fjölkerfabilun koma oftast fram á undan lost- einkennum. Þetta á sérstaklega við um nýrna- bilun. Lungnabilun (adult respiratory distress syndrome, ARDS), dreifð blóðstorka (dissem- inated intravascular coagulation, DIC), hár- æðaleki með bjúgsöfnun, fitusöfnun í lifur og skertur samdráttur hjartavöðva fylgja síðan í kjölfarið. Allir sjúklingar þurfa víðtæka stuðnings- meðferð á gjörgæslu. Langflestir þurfa á önd- unaraðstoð og blóðskilun að halda. Með- höndla skal með breiðvirkum sýklalyfjum í fyrstu en með penisillíni eftir að keðjukokk- arnir af flokki A hafa verið einangraðir og sjúkdómsgreining liggur fyrir. Keðjukokkar af flokki A sem valda STSS eru vel næmir fyrir penisillíni. ln vitro rannsóknir hafa sýnt að í mjúkvefja- sýkingum þar sem þéttni baktería er mikil og þær skipta sér hægar getur næmi fyrir penis- illíni minnkað. Þar hafa klindamýsín, erýtró- mýsín og ceftríaxón virkað betur (40). Ekki hefur verið sýnt fram á að þetta hafi klínískt gildi. Skurðaðgerðir eru mikilvægur hluti af meðferðinni sérstaklega ef um fasciitis necrot- icans er að ræða. Dánartíðni í STSS er um 30-60%. Hærri dánartíðni er þegar sýkingarstaður finnst ekki og dráttur verður á lyfjameðferð og skurðað- gerðum. Einkenni fjölkerfabilana ganga til baka hjá þeim sem lifa. Legutími á sjúkrahúsi er langur og þar af oft margar vikur á gjör- gæslu. Mikilvægasti hluti meðferðarinnar er að fjarlægja allan dauðan og sýktan vef. Ástandi sjúklinga eftir slíkar aðgerðir er oft líkt við afleiðingar alvarlegs þriðja stigs bruna. Aflim- anir og önnur örkuml eru algeng. Ekki hefur verið til skilgreining á STSS og fáar rannsóknir hafa metið hve oft STSS fylgir ífarandi keðjukokkasýkingum af flokki A. Hoge og félagar (17) eru sennilega þeir einu sem hafa framkvæmt slíka rannsókn og fundu, samkvæmt skilgreiningu sinni, STSS í 8% til- fella. I janúar 1993 lagði vinnuhópur um keðju- kokkasýkingar af flokki A fram tillögu um skil- greiningu á STSS (tafla I) og flokkun á keðju- kokkasýkingum af flokki A (tafla II) (34). Hugmyndir um ástæður STSS og aukinnar tíðni ífarandi keðjukokkasýkinga af flokki A Keðjukokkar af flokki A eru algengir hjá mönnunt og valda 90% af öllum sýkingum keðjukokka. Keðjukokkar af flokki A finnast aðallega á slímhúðum í efri öndunarvegi. Allt að 15-20% barna á skólaaldri eru smitberar. Þessi tala er lægri hjá fullorðnum. Úðasmit með frekar stórum dropum og snertismit eru algengustu smitleiðirnar (1-3). Lipoteichoic sýra í frumuvegg keðjukokka af flokki A gegn- ir miklu hlutverki í að festa þá við slímhimnur og stuðla að smiti (1). Keðjukokkar af flokki A eru óhreyfanlegir en líklegt er að þeir fari með Langerhansfrumum dýpra inn í vefi (slímu- beð). Þannig er greið leið að blóðrásinni (41). Langerhansfrumur hafa það hlutverk að flytja mótefnavaka frá húð dýpra í vefi og kynna fyrir frumum ónæmiskerfisins sem síðan valda ónæmissvari. Blóðsýkingar vegna keðjukokka af flokki A eru sjaldgæfar við hálsbólgur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.