Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1995, Page 13

Læknablaðið - 15.06.1995, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 461 Tafla I. Skilmerki STSS (1). Tillaga um skilmerki streptococcal toxic shock syndrome (II). I. Keöjukokkar af flokki A einangraðir frá: A. Örverusnauðum stað (tii dæmis blóði, mænuvökva, kviðarhols- og brjóstholsvökva, vefjasýni, skurðsári og svo framvegis). B. Stað þar sem eðlilegt er að örverur séu (til dæmis koki, hráka, leggöngum, húðsárum og svo framvegis). II. Teikn um alvarleika sjúkdóms: A. Lágur blóðþrýstingur: Innan við 90mmHg hjá fullorðnum og innan við 5. percentil mörkin hjá börnum. og B. Meira en tvö eftirfarandi teikna: 1. Skerðing á nýrnastarfsemi. Kreatínín yfir 177 pmól/l hjá fullorðnum eða hærra en tvöföld efri mörk barna. Meira en tvöföid hækkun á grunngildi ef nýrnasjúkdómur er fyrir. 2. Truflun á blóðstorku. Blóðflögur innan við 100 X 109 eða merki um dreifða blóðstorku (DIC). Lengdur storkutími, FDP og lágt fíbrínógen í blóði. 3. Truflun álifrarstarfsemi: Hækkuná ASAT, ALAT og bílírúbíni yfirtvöföld normalgildi. Ef lifrarsjúkdómurertil staðar þá tvöföldun á grunngildum. 4. Lungnabilun (ARDS) skilgreind sem íferðir í lungum og lágt súrefni í blóði (ekki sem afleiðing hjartabilunar) eða háræðaleki sem veldur dreifðum bjúg eða brjósthols eða kviðarholsvökvi samfara lágu albúmíngildi í blóði. 5. Dreifð rauðleit útbrot sem stundum flagna með tímanum. 6. Drep í mjúkvefjum þar með talið fasciitis necroticans, vöðvaígerðir og dreþ. Uppfylli tilfelli skilmerki IA og II (AogB) telst það örugg greining. Tilfelli sem uppfylla IB og II (AogB) má kalla líkleg ef önnur veikindi skýra ekki ástandið. Þýtt úr heimild (34). Tafla II. Flokkun á sýkingu vegna keðjukokka af flokki A. I. STSS: Samkvæmt skilmerkjum í töflu I. II. Aðrar ífarandi sýkingar: Skilgreindar með einangrun á keðjukokkum af flokki A, en sýkingarnar fullnægja ekki skilmerkjum um STSS. A. Blóðsýking án sannanlegs sýkingarstaðar. B. Afmarkaðar sýkingar með eða án blóðsýkingar. Til dæmis heilahimnubólga, lungnabólga, lífhimnubólga, barnsfararsótt, beinsýkingar, liðsýkingar, fasciitis necroticans sýkingar í skurðarsárum, heimakoma og netju- bólga. III. Skarlatssótt: Skilgreind sem skarlatssóttarútbrot samfara keðjukokkasýkingu af flokki A. Oftast í kjölfar hálsbólgu. IV. Sýkingar sem ekki eru ífarandi: Skilgreint með einangrun á keðjukokkum af flokki A frá stað þar sem örverur eru venjulega. A. Slímhimnur: Hálsbólgur, kokeitlabólgur, miðeyrabólgur, skútabólgur, leggangasýkingar. B. Húðsýkingar: Til dæmis kossageit. V. Eftirköst keðjukokkasýkingar af flokki A án ígerða: Skilgreint sem klínísk einkenni samfara sönnun á nýlegri keðjukokkasýkingu af flokki A. A. Bráð gigtsótt. B. Bráð nýrnahnoðrabólga. Upptalning innan flokkanna er ekki tæmandi. Þýtt úr heimild (34). (0,3%) en samt verður að líta á slímhimnur sem hugsanlegan innkomustað keðjukokka af flokki A (5). Hvað veldur því að sýkingar vegna keðju- kokka af flokki A verða skyndilega alvarlegri um allan heim eftir að hafa verið tiltölulega viðráðanlegar árum saman? Sennilega er um sambland margra þátta að ræða. Það sem helst tengist þessum breytingum og hefur verið mest rannsakað er M sermisgerð, pyrogen exotoxin,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.