Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1995, Qupperneq 15

Læknablaðið - 15.06.1995, Qupperneq 15
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 463 ífarandi sýkingum hafa verið mikið rannsökuð beggja vegna Atlantsála. Mikið ósamræmi hef- ur verið þar á milli. Bæði hefur verið leitað að genum SPEA (speA) og metin framleiðsla á SPEA. Bandaríkjamenn hafa fundið speA eða SPEA í allt að 80% M-1 og M-3 stofna sem valda ífarandi sýkingum (14,44—47). Fram að 1987 höfðu bandarískir stofnar framleitt lítið af SPEA árum saman (6,14). Evrópumenn hafa hinsvegar fundið lítið samband milli SPEA og M-1 og M-3 (11-13,19,48). Musser og félagar í Bandaríkjunum (47) fundu þó merki um speA og SPEA í ífarandi stofnum frá Bretlandi og Svíþjóð og þakka það öðrum rannsóknarað- ferðum en notaðar eru í Evrópu. Flestir M stofnar austanhafs og vestan hafa speB hvort sem þeir eru ífarandi (M-l eða M-3) eða ekki. Mótefni gegn ýmsum hlutum keðjukokka af flokki A hafa verið furðanlega lítið rannsökuð í tengslum við ífarandi sýkingar. Vitað er að hlutleysandi mótefni gegn M prótínum hindra sýkingu viðeigandi M stofna (1). Þau hækka einnig LD-50 M prótín í dýratilraunum (42). Hlutleysandi mótefni myndast einnig gegn SPE (13). Þannig gætu mótefni ráðið einhverju um hvort og hve alvarleg sýking verður. Holm og félagar (13) rannsökuðu faraldur ífarandi sýkinga í Svíþjóð. M-1 greindist í 70% tilfella og framleiddi oftast SPEB en fáir stofn- ar framleiddu SPEA. Athuganir á mótefnum í og eftir veikindi sýndu að þeir sem fengu alvar- legustu sýkingarnar voru með lág mótefni gegn bæði M-1 og SPEB. Þeir sem lifðu svöruðu með aukinni framleiðslu á þessum mótefnum eftir að veikindin voru gengin yfir. Þessi niður- staða bendir bæði á verndandi þátt hlutleys- andi mótefna og hugsanlega á þátt SPEB í ífarandi sýkingum. Flestir aðrir hafa talið SPEB skipta litlu máli. Erfðatækni hefur verið notuð til að meta skyldleika ýmissa stofna. Cleary og félagar (46) sýndu fram á að sennilega væru 90% allra stofna sem valdið hafa ífarandi sýkingum í Bandaríkjunum á síðastliðnum árum af sama klóni. Með ákveðinni aðferð (multilocus en- syme electrophoresis) er stofnum skipt niður í ET (electrophoresis type) eftir rafdrætti. A sama hátt er speA flokkað með rafdrætti í und- irflokka speAl — speA5. Musser og félagar (47) fundu að ífarandi M-1 eru alltaf ETl og hafa speA2 og ífarandi M-3 alltaf ET2 með speA3. ETl og ET2 hafa valdið tveimur þriðju af öllum STSS í Bandaríkjunum. Stofnar af sömu M og ET gerðum ollu einnig alvarlegum skarlatssóttum á þriðja og fjórða áratugnum en þá með öðrum undirflokki speA. Enginn ofangreindra þátta skýrir einn og sér breytinguna á keðjukokkasýkingum af flokki A. Langlíklegast er um að ræða sambland þeirra allra með mismunandi vægi þátta milli landa og einstaklinga. Bakteríustofnar með mikla meinvirkni vegna óhagstæðrar samsetn- ingar af M prótínum og SPE sem ná fótfestu vegna þess að mótefni gegn þeim vantar hjá fólki á vissu aldursbili. Stevens (5) setti fram líkan af hugsanlegu smiti og gangi við keðju- kokkasýkingu af flokki A (mynd 1). Þetta líkan snýst um SPEA. Sé einstaklingur með hlutleys- andi mótefni gegn viðkomandi M stofni verður ekki sýking en hann gæti orðið smitberi. Stað- bundin sýking gæti leitt til þess að bakteríur kæmust í blóð og hlutleysandi SPE mótefni gætu hindrað STSS. Meðferð gæti þá falist í gjöf mótefna gegn M stofnum og SPE og hugs- anlega mótefnum eða öðrum efnum sem hindr- uðu virkni TNF, IL-1 og annarra cýtókína. Fasciitis necroticans Fasciitis necroticans er ein þeirra ífarandi keðjukokkasýkinga af flokki A sem oftast hafa tengst STSS á undanförnum árum. Fasciitis necroticans er alvarleg sýking og dánartíðni er 9-75% (27,49-51). Helstu áhættuþættir eru M-1, SPEA + stofn u Hýsill Með M-1 mótefni A Án M-1 mótefna Engin sýking Án SPEA mótefna Staðbundin sýking | Væg skarlatssótt| Bakteríur í blóði Með SPEA mótefni Án SPEA mótefna Lost (sjaldgæft) STSS: DIC Lost Dauðsföll: Fjölkerfabilun Hvítvoðungar Fasciitis necroticans Gamalt fólk Dauðsföll: Ónæmisbældir Eldri börn Aðrir áhættuþættir Ungt fólk Fólk á miðjum aldri Mynd 1 (6). Hugmynd um meingerð STSS og afdrif keðju- kokkasýkinga af flokki A með lilliti til bakteríustofns og mótefna. Skýringar í texta. Þýtt úr heimild (5).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.