Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1995, Side 20

Læknablaðið - 15.06.1995, Side 20
466 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Mynd 3. Rúmlega einum sólarhring eftir að fyrst varð vart bólgu íhœgri holhönd. Fyrstu breytingarnar komu þarsem að svarti bletturinn er og dreifðust síðan niður síðuna. Myndin tekin rétt fyrir aðgerð. innlögn voru gerðir margir langir skurðir inn að vöðvum á hægri síðu. Þá var drep í húð, húðbeði, vöðvafelli og nær öllum brjóstkassa- og kviðveggjarvöðvum hægra megin. Drepið var mun viðameira en húðbreytingarnar. Eng- inn gröftur fannst. Skurðlæknir taldi ógjörning að fjarlægja allan dauðan vef. Sjúklingur lést þremur sólarhringum eftir komu á spítala. Frá hálsi og blóði ræktuðust keðjukokkar af flokki A af stofni T-1 (M-l). Keðjukokkar af flokki A ræktuðust einnig úr hálsi þriggja barna sjúklings en stofngreining hefur ekki far- ið fram. Við krufningu fundust merki um fjöl- kerfabilun. Mikil bólga var í koki og efri hluta öndunarvegar. Skjöldungur var með breyting- ar sem samræmdust Hashimoto bólgu. Dreifð- ar vægar eitlastækkanir voru í kviðarholi og miðmæti. I eitlunum voru afbrigðilegar eitil- frumur og Reid-Sternberg frumur. Iferð af- brigðilegra eitilfrumna var í lifur, milta og öðru nýra. Þessi sjúklingur uppfyllti skilmerki STSS og var með fasciitis necroticans. Hann hefur sennilega verið kominn með byrjandi fjöl- kerfabilun strax við innlögn. Oft er talað um að fjórar algengustu villurnar við greiningu og meðhöndlun STSS og fasciitis necroticans séu: 1) Menn þekkja ekki sjúkdómsástandið. 2) Oftast er um að ræða ungt og heilbrigt fólk. Heilbrigð líffærakerfi geta því falið fjölkerfa- bilun tiltölulega lengi. Einkenni og teikn um lost eða fjölkerfabilun geta því verið lítil í fyrstu en bresta síðan á hratt og fjölkerfabilun er oft langt gengin þegar einkenni koma fram. 3) Dráttur verður á skurðaðgerð. 4) Skurðað- gerð er ekki nógu viðamikil og of mikið tillit tekið til hugsanlegra lýta og örkumla. Dráttur varð á skurðaðgerð hjá þessum sjúklingi. Þótt aðgerð hefði verið framkvæmd strax eftir að ljóst var að um sýkingu væri að ræða má gera ráð fyrir að fjarlægja hefði þurft mikið af umlykjandi mjúkvefjum ef til vill stór- an hluta axlargrindarvöðva. Sjúklingur fór í alvarlega fjölkerfabilun einungis tveimur klukkustundum eftir að sýkingin greindist. Því má telja ólíklegt að aðgerð hefði bjargað lífi hans þó að fyrr hefði verið gripið inn í. Sjúk- lingurinn var með Hodgkins sjúkdóm af gráðu IV-A. Það var ekki vitað og virðast engin eink- enni hafa komið fram áður. Erfitt er að meta áhrif þess á ónæmiskerfi sjúklingsins og hæfi- leika hans að takast á við sýkinguna. Engin augljós inngangsport baktería voru finnanleg. Sjúklingurinn var með einnar til tveggja vikna gamalt sár á fingri án merkja um sýkingu. Við fyrstu skoðun var hann með vægan roða á góm- bogum en engin einkenni kokbólgu en daginn eftir var hann kominn með mikla kokbólgu. Eins og áður er lýst er þekkt að bakteríur geti sáð sér frá slímhúð í koki til fjarlægari staða og valdið sýkingu þar. Einnig er hugsanlegt að bakteríur hafi smitast frá munni í sárið á fingr- inum. Tilfelli 2: Ungur maður á svipuðum aldri og sá fyrri, almennt hraustur og vel þjálfaður íþróttamaður. Hann hafði verið að vinna störf sem hann var óvanur með þungri sleggju 10 dögum fyrr. Þegar hann leitaði á spítala hafði hann verið með verki í hægri holhönd og 39 - 40°C hita í fimm daga. Við skoðun voru greini- leg sýkingarmerki í hægri holhönd og merki um graftrarígerð. Opnað var inn á ígerðina á hefðbundinn hátt. Þaðan ræktuðust keðju- kokkar af flokki A T-1 (M-l). Þessi sjúklingur var ekki með nein sár á hægri handlegg eða í hægri holhönd. Hann náði fullri heilsu á skömmum tíma og fór aldrei í lost eða fjöl- kerfabilun. Þessir sjúklingar fengu sýkingu á sama stað af eins bakteríu. Skýring á mismun- andi sjúkdómsgangi og einkennum er senni- lega sambland þeirra þátta sem taldir eru upp að framan. Keðjukokkasýkingar af flokki A á íslandi ísland hefur ekki farið varhluta af aukinni tíðni keðjukokkasýkinga af flokki A. Tíðni

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.