Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1995, Qupperneq 27

Læknablaðið - 15.06.1995, Qupperneq 27
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 473 undir bringspölum vinstra megin er leiddi aftur í bak. Flökurleiki var nokkuð viðvarandi í nokkra mánuði, auk þess sem hún var þorstlát- ari en venjulega, en verkirnir hurfu inn á milli. Á tímabilinu fékk hún þó að minnsta kosti þrisvar sinnum bráð verkjaköst og var lögð inn vegna þess í tvígang. í eitt skiptið mældist am- ýlasi hækkaður. Á yfirlitsmynd af kviðarholi sást fyrirferð við milta sem svaraði til legu brisskottsins. í fram- haldi af því fór hún í kviðarholsæðamynda- töku. í þeirri rannsókn sáust merki um vel afmarkaða hnöttótta fyrirferð við enda briss- ins. Fyrirferðin var um 7 cm í þvermál og þrýsti á miltisbláæðina. Fyrirferðin var talin vera belgmein en ekki var hægt að útiloka að um kirtilæxlisvöxt væri að ræða. Hún var því lögð inn til aðgerðar. Skoðun og blóðrannsóknir, þar á meðal amýlasi og blóð- sykur, voru eðlileg við innlögn. í aðgerðinni fannst belgur í brisi sem ekki var fastur við aðliggjandi líffæri. Fjarhluti briss og milta voru numin á brott fylgikvillalaust og sjúklingurinn útskrifaðist viku síðar. Vefjagreining sýndi 7x5x4,5 cm stóran belg klæddan slímmynd- andi kirtilþekju. Minni belgir voru í veggnum, klæddir sams konar þekju. Niðurstáðan var að hér væri um að ræða slímmyndandi stórbelgja- æxli (cystadenoma mucinosum). Sjúklingi heilsaðist vel eftir aðgerðina og er við góða heilsu nú, 22 árum síðar. Umræða Góðkynja belgæxlum í brisi hefur meina- fræðilega séð aðallega verið skipt í tvo flokka: Stórbelgja- og smábelgjaæxli. Auk þess er til- tölulega nýlega farið að lýsa öðrum sjaldgæfari tegundum slíkra æxla. Þau hafa verið nefnd totumyndandi belgæxli (papillary cystaden- oma), Langerhanseyja-belgæxli og slímmynd- andi gangaútvíkkun (mucinous ductal ectasia) (9,10). Stórbelgjaæxlin eru mynduð af stórum belgjum (>2 cm) með eða án milliveggja sem þaktir eru að innan stórum slímmyndandi frumum (mynd 2) (11). Þessi æxli verða iðulega illkynja (4). Venjulega breytist stórbelgjaæxli í vel þroskað belgkirtilkrabbamein (cystic adenocarcinoma) sem þó hefur mun betri horf- ur en til dæmis kirtilkrabbamein frá kirtilgöng- um (duct cell adenocarcinoma) (6,12). Nokkr- um tilfellum hefur þó verið lýst þar sem gráða belgkirtilkrabba var hærri og horfurnar verri (6). Flest stórbelgjaæxlin eru í skotti (60%) Mynd 2. Stórbelgjaœxli. Einföld slímmyndandi stuðlaþekja og frumuríkur stoðvefur. Mynd 3. Smábelgjaœxli. Einföld teningslaga þekja og laus- gerður stoðvefur. brissins en næst algengast er að þau finnist í höfði þess (41%) (4,13-15). Það einkennir þau ennfremur að þau hafa engan samgang við briskirtilganga eins og til dæmis gervibelgir í brisi hafa nær undantekningalaust (4,5). Smábelgjaæxlið inniheldur litla belgi (<2 cm), klædda flatri eða teningslaga þekju sem hefur að geyma fjölsykrunga en lítið eða ekk- ert slím (mynd 3) (11). Belgirnir eru venjulega stærstir yst og afmarkast hver frá öðrum með bandvefsveggjum sem ganga út frá stjörnulaga öri í miðjunni sem getur verið kalkað (14,16).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.