Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1995, Page 43

Læknablaðið - 15.06.1995, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 487 önnur en við meðferð C og T, en ekki ef miðað er við meðferð D. A mynd eru sýnd áhrif hverrar tilraunar- lausnar (meðferðar) á breytingu á LESP hjá öllum þátttakendum, miðað við grunngildi í þær 90 mínútur sem mælt er. Endurtekin at- hugun á dreifni á LESP breytingum bendir til að hvorki tímaáhrif (p=0,ll), verkun milli tíma og meðferðar (p=0,29) né verkun milli tíma og einstakra tímabila (p=0,79) séu fyrir hendi. Að lokum sýndi skoðun á grunngildi LESP engan mismun í mælingum sem stafaði af með- ferð, einstökum tímabilum eða yfirfærðum áhrifum. pH: Vélinda pH mælingar eru að hluta til teknar saman í töflu II. Aðeins einn einstak- lingur hafði bakflæði fyrir meðferð (baseline). Fjórir einstaklingar fengu aldrei bakflæði, sama hver meðferðin var. Gögn frá hinum átta þátttakendunum voru notuð til að skoða áhrif meðferðar á fjölda bakflæðistilvika. Marktæk meðferðaráhrif sáust hvað varðaði fjölda bak- flæðistilvika (p <0,015), en ekki þegar litið var á hlutfall heildartíma þegar pH var undir 4 (p=0,065). Paraður samanburður með tilliti til fjölda bakflæðistilvika sýndi að T meðferð leiddi marktækt oftar til bakflæðis en D og W meðferð en ekki C meðferð. Umræða Neðri vélinda hringvöðvi er talinn vera aðal- vörnin gegn bakflæði. Vöðvinn er líffærafræði- lega séð hólkur sem er ekki samhverfur hvorki þversum né langsum. Mældur þrýstingur innan hans fer því eftir því hvar þrýstingsneminn er með tilliti til lengdaráss og þverskurðar (14,15,19). Þetta hefur mikla þýðingu þegar LESP er mældur með svokölluðum hliðargats- nema (side hole sensor). Ef þessi mælitækni er notuð við stöðuga mælingu má búast við breytileika og vanmati á LESP vegna smáhreyfinga á nemanum í þverskurði vélind- ans. Þegar notuð er sú aðferð að draga slíkan þrýstingsmæli í gegnum vélinda veldur það fólki óþægindum sem takmarkar fjölda mæl- inga. Ennfremur kallar endurtekning á sams konar mælingum með þessari tækni á nákvæmt eftirlit með öndun og kyngingu. Við fyrri rannsóknir á áhrifum kaffis og koff- íns á LES voru ofangreindar aðferðir notaðar (4-8,10) og gæti það verið skýringin á misvís- andi niðurstöðum. Okkar rannsókn er öðruvísi að því leyti að LESP var mældur stöðugt með sílíkon-gúmmí slíðurnema sem er betri en hlið- argats tæknin (15). Þetta mælitæki skynjar mesta LESP nákvæmlega, óháð lengd hring- vöðvans og röng mæling vegna hliðrunar á þrýstingsnemanum er ólíkleg þar sem hann er ekki næmur fyrir smáhreyfingum. Niðurstöður okkar sýndu að bæði venjulegt koffínríkt kaffi og te lækkar LESP, en koffínsnautt kaffi gerir það ekki. Þessi aukaverkun algengra koffín- innihaldandi drykkja á starfsemi LES er studd þeim niðurstöðum sem stöðug pH mæling gaf. Eftir að rannsókn okkar lauk hafa birst tvær rannsóknir þar sem beitt er svipaðri aðferðar- fræði (21,22). í annarri rannsókninni var beitt Dent slíður þrýstingsnema (21) og í hinni pH mæli í vélinda (22), en í hvorugri tilrauninni var báðum aðferðum beitt samtímis eins og við gerðum. Niðurstöður þessara tveggja rann- sókna styðja í mörgu okkar niðurstöður, þó ekki að öllu leyti. Rétt eins og í okkar rannsókn sýna báðar tilraunirnar að venjulegt, koffínríkt kaffi stuðl- ar að lækkun á LESP (21) og auknu sýrubak- flæði samkvæmt pH mælingu (22). Ahrif af koffínsnauðu kaffi voru ekki á sömu lund í þessum rannsóknum. Öfugt við okkar niður- stöður lækkaði LESP (21). Aftur á móti voru pH mælingar (22) sambærilegar okkar, það er koffínsnautt kaffi er marktækt betra en koffin- ríkt hvað varðar hættu á bakflæði. Okkar nið- urstöður benda í fljótu bragði til þess að koffín eitt sér stuðli að bakflæði á sýru úr maga upp í vélinda. Skýringin gæti til dæmis verið sú að efnið slakaði á sléttum vöðva LES með því að blokka hvatann fosfódiesterasa rétt eins og teófyllín gerir (20). Við könnuðum þessa ein- földu skýringu ekki nánar en ef niðurstöður annarra rannsókna eru túlkaðar þá er tilgátan röng (5,21,22). í framhaldi af þessu skal nefnt að bæði koffínríkt og koffínsnautt kaffi örva sýruframleiðslu og er munurinn veigalítill á þessum drykkjum (5,21,22). Ein tilraun til að skýra meira bakflæði orsakað af koffínríku kaffi en koffínsnauðu er sú kenning að fleiri efni en koffín fara forgörðum við það að gera kaffi koffínsnautt, til dæmis svokölluð hýdr- oxýtryptamíð sem hugsanlega stuðla að bak- flæði (22). Sú kenning að te sé jafnlíklegt venjulegu kaffi til að orsaka bakflæði er áhugaverð en passar ekki við okkar klínísku reynslu. Niður-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.