Læknablaðið - 15.06.1995, Qupperneq 58
500
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Upplýsingar um greiðslur
sjúklingatrygginga frá 1990
Árið 1983 flutti landlæknir til-
lögu um sjúklingatryggingu,
það er um heimild til þess að
bæta sjúklingi tjón vegna
óhappatilviks (slyss) eftir með-
ferð eða aðgerð. Árið 1986 skil-
aði nefnd lækna á vegum em-
bættisins tillögum til ráðherra
um slíka tryggingu. Seint var
brugðist við þessum tillögum.
Árið 1989 tók Karvel Pálmason
alþingismaður málið upp og
flutti frumvarp á Alþingi um
sjúklingatryggingar. Að vísu
nokkuð breytt frá upphaflegum
tillögum embættisins. Frum-
varpið varð að lögum 1989.
Samkvæmt þessum lögum er
heimilt að bæta sjúklingi tjón er
rekja má til meðferðar, aðgerð-
ar eða mistaka. Síðan hafa 112
sjúklingar sótt um bætur til
Tryggingastofnunar ríkisins.
Áttatíu og sjö mál hafa verið
afgreidd, en 64 eða 73,6% hafa
fengið bætur. I töflu hér að neð-
an má sjá fjölda mála og af-
greiðslu þeirra.
Taflan er fengin frá Kristjáni
Guðjónssyni lögfræðingi hjá
Tryggingastofnun ríkisins.
Sjúklingur skilar inn útfylltu
eyðublaði sem fæst hjá land-
læknisembættinu og Trygginga-
stofnun ríkisins. Allflest málin
hafa verið skoðuð af landlækn-
isembættinu en einnig af Trygg-
ingastofnun ríkisins. Upphæð
bóta er ákveðin af Trygginga-
stofnun ríkisins.
Landlæknir
Ár Fjöldi tilkynninga Fjöldi samþykktur Fjöldi svnjana Óafgreitt okt. 1994 Útgjöld ársins, kr. Meðaltal kr.
1990 5 4 i 0 150.000 37.500
1991 18 13 3 2 1.723.225 132.556
1992 33 18 10 5 4.494.361 249.687
1993 56 29 9 18 7.254.124 250.142
Samtals 112 64 23 25 13.621.710 212.839
Réttur sjúklinga
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið og landlæknisembættið hafa
gefið út bæklinginn Réttur sjúklinga.
I bæklingnum er stuttlega gerð grein
fyrir réttindum sjúklinga í sambandi við
sjúkraskrár, þagnarskyldu heilbrigðis-
starfsfólks, ákvörðun um meðferð, vott-
orð, vísindarannsóknir, sjúklingatrygg-
ingu, kvartanir, brottnám líffæra og krufn-
ingu.