Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1995, Síða 64

Læknablaðið - 15.06.1995, Síða 64
504 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Hneykslið í læknasamtökunum Á framhaldsaðalfundi Lækna- félags íslands (LÍ) síðastliðið haust voru samþykktar breyt- ingar á lögum félagsins þannig að nú er fulltrúafjöldi hvers svæðafélags í hlutfalli við fé- lagatölu þess en ekki fjölda sauðkinda á félagssvæðinu eins og áður var. Þetta er aðeins lítið skref í átt til þess að hægt sé að framkvæma róttæka endur- skipulagningu á starfsemi læknasamtakanna. Dæmi um vanmátt þeirra er tilvísanamálið svokallaða. Skrifstofa samtak- anna var sem lömuð vegna togstreitu ólíkra hagsmunahópa innan samtaka okkar. Ef til vill er lausnin sú að skipta samtökunum stjórnunar- lega og fjárhagslega í þrjá hópa: Unglækna, heimilislækna og sérfræðinga. Þessir hópar myndu síðan sameinast í mál- um, sem snerta lækna sem heild, en geta barist með mis- munandi áherslum fyrir sér- hagsmunum sínum. Til þess að þetta yrði framkvæmanlegt þarf fjárhagur að vera aðskilinn. Hver hópur myndi til dæmis greiða 10-15 þúsund krónur á ári fyrir hvern félaga til skrif- stofunnar en hafa að auki eiginn starfsmann þar. Þetta er ein- ungis lausleg hugmynd en þó sett fram í fullri alvöru. Ymsir hafa talað um nauðsyn svona skiptingar innan LR en ég vil framlengja hugmyndina til LI. Forsaga lagabreytinganna sem nefndar voru í upphafi, eru þær að mjög var kvartað um skort á lýðræði og lýðræðisleg- um vinnubrögðum í samtökum lækna. Meðal annars í Frétta- bréfi lækna fyrir tveimur árum síðan. Tilefnið þá var úrsögn mín úr stjórn Námssjóðs lækna (NL). Ég vildi síðan kynna ástæður afsagnar minnar fyrir félögum mínum í læknastétt. í ljós kom að einungis fulltrúar svæðafélaga máttu mæta á aðal- fund LÍ og fundir LR voru um afmörkuð mál, liðu því nokkur ár þar til færi gæfist. Helsta ástæða úrsagnar minn- ar var sú að í tvö ár voru engir reikningar sjóðsins lagðir fram. Kom þetta skýrt fram í upp- sagnarbréfi mínu til stjórnar LR á sínum tíma. Reikningar fyrir árið 1991 voru síðan lagðir fram, en engir eftir það! Mér var tjáð að stjórn NL hafi sagt af sér um síðustu áramót (’94-’95) án þess að skila af sér reikningum. Svona vinnubrögð eru fáheyrð og eru auðvitað andstæð öllum félagsvenjum. Stjórninni ber að skila reikningum og ársskýrslu til viðtakenda sinna. Stjórnin verður að kalla til utanaðkom- andi aðila ef reikningar fást ekki öðruvísi. Ég lýsi ábyrgð á hend- ur þessarar stjórnar. Brýnt er að koma þessum málum á hreint, þar sem búið er að ákveða að hætta starfsemi NL. Þegar síð- ast fréttist var eigið fé sjóðsins um 50 milljónir króna auk inni- stæðna einstakra lækna. Reikningar LÍ fyrir árið 1993 voru lagðir fyrir aðalfund haust- ið 1994 og voru í fyrsta sinn árit- aðir af löggiltum endurskoð- anda, sem jafnframt fram- kvæmdi endurskoðun á reikningunum. Engar athuga- semdir voru gerðar við þá fá- heyrðu staðreynd að engir voru reikningar frá Námssjóðnum. Ég lét því blekkjast til að sam- þykkja ársreikning LÍ fyrir árið 1993. Forystumenn læknasam- takanna virðast lítinn vilja hafa til að koma þessum málum á hreint og njóta til þess stuðnings margra fyrrverandi og verðandi stjórnarmanna í samtökum okkar. í fyrstu virtist námssjóðsmál- ið vera smámál sem strax yrði kippt í liðinn þegar athygli manna væri vakin á þessari óreglu. Raunin hefur orðið önnur. Nú síðast á aðalfundi LR, sem nýlega var haldinn í Kópavogi fékk formaður LI samþykkta dagskrártillögu um að vísa einni ályktunartillögu frá mér til stjórnar og tókst þannig að hindra umræður um atkvæðagreiðslu um efnisatriði hennar. Sami formaður reyndi síðar árangurslaust að fá fund- arstjóra til að meina mér að flytja tillögu um námssjóðinn, sem síðan var samþykkt með þorra atkvæða gegn einu. Á sama aðalfundi var einn dagskrárliður helgaður Sjálfs- eignarstofnuninni Domus Medica (SDM), sem er sjóður í eigu læknafélaganna. Árs- skýrsla og reikningar þessarar stofnunar hafa ekki verið lagðir fram á aðalfundum LI (a.m.k. ekki fyrir árin ’93 og ’94). Sam- kvæmt aðeins munnlegri um- sögn formanns SDM á þeim fundum heyrðist mér hann segja að eigið fé væri svipað og hjá námssjóðnum eða um 50 mill- jónir króna. Kannski eru þessi vinnubrögð, að fjalla svona lauslega um eina af stærri eign- um læknasamtakanna sam- kvæmt einhverri gamalli venju. Á títtnefnum aðalfundi LR hrökk ég við, þegar fundarstjóri tilkynnti að formaður SDM væri kvefaður og félli þessi liður

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.