Læknablaðið - 15.06.1995, Page 66
506
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Novo Nordisk
Rannsóknarstyrkir
Norræna Rannsóknarnefndin (Nordisk Forsknings Komité) ráðgerir að veita allt
að 300.000 DKK á ári til vísindastarfsemi á Norðurlöndunum, til dæmis eins
dags málþinga, fyrirlestra alþjóðlega viðurkenndra vísindamanna í tengslum
við innlend eða norræn þing, eða til að bjóða alþjóðlega viðurkenndum vísinda-
mönnum til stuttrar rannsóknardvalar og fyrirlestrahalds með innlendum rann-
sóknarhópum. Styrkir verða ekki veittir vegna námskeiða.
Starfsemin skal vera á sviði innkirtlafræði eða tilraunalífeðlisfræði. Hver styrkur
nemur 100.000 DKK eða hærri upphæð. Sækja má um styrki vegna starfsemi á
árinu 1996 eða 1997.
Umsóknir skal senda í fimm eintökum til:
Novo Nordisk Fonden
Krogshöjvej 55
DK-2880 Bagsværd, Danmark
Sími: +45-44 42 65 01, bréfsími +45-44 44 40 38.
í umsókninni skal koma fram:
a) Rökstuðningur fyrir mikilvægi þeirrar starfsemi sem sótt er um styrk til (mest
ein síða).
b) Tímasetning og dagskrá starfseminnar, ásamt kostnaðaráætlun.
c) Greinargerð um virkni rannsóknarhóps umsækjenda á fræðasviðinu, og
þýðingu þeirrar starfsemi sem sótt er um styrk til fyrir framhald þeirra
rannsókna.
d) Ritskrá er geri grein fyrir birtingu á helstu niðurstöðum rannsóknarhóps
umsækjenda síðastliðin tvö til þrjú ár (mest tvær síður).
Umsóknir ásamt öllum fylgiskjölum skulu póstlagðar í síðasta lagi 31. ágúst
1995. Ófullnægjandi umsóknir og umsóknir sem berast á bréfsíma verða ekki
teknar til greina. Umsóknum verður svarað um miðjan október 1995.