Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1998, Page 31

Læknablaðið - 15.06.1998, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 481 Fig 2. Annual value of imports in CIF-values in thousands of krónur by tariff number 68.12 which are defined: fabricated asbestos fibres; mixtures with a basis of asbestos or with a basis of asbestos and magnesium carbonate; articles of such mixtures or of as- bestos (for example thread, woven fabric, clothing, headgear, footgear, gaskets), whether or not reinforced, other than goods of heading No. 68.11 or 68.13. tíma er samsvarandi nýgengi hér á landi sam- kvæmt þessari rannsókn 7,5 fyrir karla og 2,7 fyrir konur. í norskri rannsókn voru samsvar- andi tölur 16 karlar (14), sem er um tvöfalt hærra en í Finnlandi og hér á landi og er svip- að og í Bandaríkjunum, 14 tilfelli hjá körlum og þrjú hjá konum (11). Krabbamein í lungum er einnig talið orsakatengt asbestmengun og talið er að fyrir hvert eitt tilfelli af illkynja mesóþelíóma í íbúahópi komi fram nokkur til- felli af öðrum tegundum asbesttengdra krabba- meina (11,13-15). Ljóst er að greining mesóþelíóma er enn oft vandaverk og ekki er hægt að treysta með öllu dánarmeinaupplýsingum. Þegar greiningar frá fyrri rannsókn voru endurmetnar (26) var eitt tilfelli álitið ranglega greint sem illkynja mesóþelíóma, en annað tilfelli ranglega útilok- að, þannig að heildarfjöldi greindra tilfella af illkynja mesóþelíóma var sá sami á tímabilinu fram til 1982. Vanskráning illkynja mesóþel- íóma í dánarmeinaskrá er ekki einungis vegna ágalla í ritun dánarvottorða, heldur líka vegna þess að þau eru ekki tölumerkt sem slík, þó að greiningarinnar illkynja mesóþelíóma sé getið á dánarvottorðunum. Bann við innflutningi og notkun asbests var sett hér á landi 1983, sem er talsvert seinna en varð í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi, þar sem komið var á svipuðum höinlum á asbestnotkun á árunum 1976-1978 (14,15). Mikil loftmeng- un asbests verður þegar asbestblandaðri steypu er sprautað til þess að einangra byggingar, skip eða vélar og hefur þetta verið lagt af í flestum iðnþróuðum löndum (11,14,15). Þetta var gert hér á landi áður fyrr. Hættan á asbestmengun nú er einkum bundin við viðhald mannvirkja og véla sem innihalda asbest í misjafnlega miklu magni. Æskilegt væri að við viðhald og endurnýjun væru notuð önnur efni en asbest, en erfiðast er frá tæknilegu sjónarmiði að koma því við þegar um er að ræða vélaþéttingar. Eins og kemur fram í skýrslum eru fluttar inn as- bestvörur ætlaðar til annarra hluta, sem engin þörf er á, og er hér átt við fatnað, skófatnað og höfuðbúnað. Reyndar er hér um lítið magn að ræða, en þó mjög varasamt, þar sem menn klæðast fatnaðinum og eru því í náinni snert- ingu við asbestið. Asbestfatnaður er óþarfur og hættulegur og er einmitt það sem bann hefði átt að ná til (5,6). í nýjustu reglum um asbest eru gerðar strangar kröfur um mengunarvarnir við viðhald og niðurrif í byggingum og búnaði (30), enda er nú talið að þar komi mengun helst fyrir (11,14,17). Banvænir sjúkdómar fá oft mikla athygli,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.