Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1998, Page 34

Læknablaðið - 15.06.1998, Page 34
484 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 einnig talningar á CD4+ frumum á þriggja til sex mánaða fresti nema þegar lyfjameðferð var breytt, en þá voru sýni mæld fyrir breytingu, þremur til fjórum vikum síðar og á þriggja til sex mánaða fresti í kjölfarið. Magn veiru í plasma var ákvarðað með Amplicor HIV Monitor™ prófi frá Roche. Fjöldi CD4+ frumna var greindur með flúrljómandi mót- efnamerkingu og talningu í flæðifrumusjá. Niðurstöður: Fylgst var með 44 sjúklingum. Upphafsgildi RNA var frá 2,6 logio til 6,13 logio; að meðaltali 5,02 log. Fjöldi CD4+ frumna var á bilinu 2-641 fruma/mm3; að með- altali 230 frumunímm3. Ellefu einstaklingar höfðu ekki verið meðhöndlaðir með HIV bæl- andi lyfjum og greindust með fleiri en 10.000 veirueintök í mL plasma. Meðferð var breytt hjá 25 sjúklingum. Breyting veirumagns hjá öllunt hópnum fyrir og eftir meðferð var allt frá 0,7 log aukningu (+0,7 log) niður í 2,88 log lækkun (-2,88), sem er að meðaltali minnkun um 0,9 log. Breyting á fjölda CD4+ frumna spannaði fækkun um 195 frumur/mm3 í aukn- ingu um 143 frumur/mm3. Meðaltalið var aukn- ing um 6,9 frumur/mm3. Hjá 11 sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með tveimur bakrita- hemlum var sakvínavír, próteasahemli, bætt við meðferðina. Breyting á veirumagni spann- aði frá +0,7 til -0,78 log og meðaltalið var -0,23 log. Sex sjúklingar voru meðhöndlaðir með einum bakritahemli. Sakvínavír og öðrum bakritahemli var bætt við þá meðferð. Breyting veirumagns var frá +0,24 log í -2,26 log; með- altal -0,65 log. Fjórir einstaklingar höfðu ekki verið meðhöndlaðir áður. Hafin var meðferð með tveimur bakritahemlum og sakvínavír. Magn veiru lækkaði frá -1,8 til -2,67 log; með- altalið var -2,37 log. Alyktanir: 1. RNA gildi HIV sýktra spönn- uðu allt svið mælingaraðferðarinnar. 2. Breyt- ingar veirumagns í kjölfar breytinga á meðferð voru töluvert einstaklingsbundnar. 3. Ekki mældist marktæk lækkun veiru þegar sakvína- vír einu sér var bætt við tvo bakritahemla. 4. Veirumagn í blóði sjúklinga sem ekki höfðu fengið meðferð áður lækkaði að meðaltali rúm- lega hundraðfalt í kjölfar meðferðar með sakvínavír og tveimur bakritahemlum. Inngangur í lok árs 1996, rúmum 15 árum eftir upphaf HIV (human immunodeficiency virus) farald- ursins, er áætlaður fjöldi alnæmissýktra f heim- inum 22,6 milljónir (1), og á íslandi höfðu greinst 104 HIV sýktir einstaklingar, þar af 41 með alnæmi (2). Miklar framfarir hafa orðið í lyfjameðferð HIV sýkingar einkum með tilkomu fjöllyfja- meðferðar og nýs lyfjaflokks, próteasahemla, sem hamla verkun veiru próteasa. Fram til árs- ins 1996 höfðu eingöngu lyf úr flokki bakrita- hemla (reverse transcriptase) verið notuð gegn veirunni. Zídóvúdín (azidothymidine, Retro- vir) kom fram á sjónarsviðið 1987 en síðan hafa fjögur önnur lyf úr sama flokki fylgt í kjölfarið. Lyf þessi verka snemma í lífhring HIV-1 (HIV af gerð 1), en hafa þann ókost að virkni er fremur lítil. A árinu 1996 hafa hins vegar lyf úr flokki próteasahemla, sem verka á lokastig í þroska veirunnar og bæla fjölgun hennar af meiri krafti en bakritahemlar, haslað sér völl í meðferð HIV sýkingar. Eitt þeirra, sakvínavír (Invirase), var tekið í notkun hér á landi í byrjun febrúar 1996, rítonavír (Norvir) fylgdi á hæla þess og síðan hafa bæst við fleiri öflugir próteasahemlar. Jafnframt hafa rnenn orðið margs vísari um gang sjúkdómsins og meingerð. Ýmsar mælistikur hafa verið notaðar til að meta áhrif lyfja á sjúkdóminn svo sem ein- kenni, fylgisýkingar, fjöldi CD4+ frumna og dauði. Þegar meðferð gegn HIV ber árangur fylgist yfirleitt að fjölgun CD4+ frumna og lækkun veirumagns í plasma. Síðastliðin tvö ár hafa rannsóknir leitt í ljós að næmasta mæli- stikan á áhrif lyfja gegn retróveirum er magn veiru í plasma sjúklings (3). Mælingar á RNA alnæmisveirunnar í plasrna hafa því verið að vinna sér sess í meðferð HIV sýktra. Það telst marktæk breyting ef magn veiru í plasnta lækkar um hálfan logariþma (-0,5 logio) (4). Auk þess að vera hjálplegar við að meta svörun við lyfjameðferð, gefa HIV-1 RNA mælingar í plasma til kynna hverjar líkur eru á að sjúk- dómur ágerist (5-7). Tilgangur þessarar rannsóknar var annars vegar að mæla HIV-1 RNA í plasma HIV sýktra einstaklinga á Islandi og hins vegar að meta áhrif nýrra lyfjasamsetninga á veirumagn í plasma og fjölda CD4+ frumna í blóði. Efniviður og aðferðir Rannsókninni var hrundið af stað í septem- ber 1995 með kynningu meðal lækna sem með- höndla HIV sýkta einstaklinga á Islandi á HIV- 1 RNA mælingum svo og töku og meðferð

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.