Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1998, Síða 40

Læknablaðið - 15.06.1998, Síða 40
490 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Nýr doktor í geðlæknisfræði Ólafur Þór Ævarsson geðlækn- ir varði doktorsritgerð sína í geð- læknisfræði við Háskólann í Gautaborg þann 16. apríl síðast- liðinn Heiti ritgerðarinnar er „Dementia and aging. An epi- demiological study of the de- tection, preclinical phase, course and prognosis of de- mentia at age 85 to 88“. And- mælandi var prófessor Knut Engedal frá Osló. Fjallar ritgerð- in um heilabilun og öldrun og er faraldsfræðileg rannsókn á for- stigum, sjúkdómsgangi og horfum helstu sjúk- dóma sem valda heilabilun. Heilabilun (dementia) er nú skilgreind sem heilkenni með áunnri truflun á minni, áttun, hugsun, skilningi, tali og dómgreind. Einnig geta komið fram breytingar á persónuleika og truflað tilfinningalíf. Sjúkdómsgangur er venjulega langur og ástand fer versnandi og dregur úr daglegri getu. Heilabilun er einn stærsti heilbrigðisvandi okkar daga vegna þjáninga sjúklinga, mikilla þarfa á heilbrigðis- þjónustu, kostnaðar í umönnun og álags á að- standendur. Talið er að yfir þrjú þúsund ein- staklingar þjáist af heilabilun á ýmsum stigum á Islandi í dag. Aður var talið að heilabilun væri eðlilegur fylgifiskur elli og talið að allir yrðu heilabilaðir ef þeir yrðu nægilega gamlir. Margt bendir til að svo sé ekki og er nú litið á heilabilun sem sérstaka og óeðlilega sjúkdóms- þróun. Algengustu sjúkdómar sem valda heilabilun eru Alzheimers sjúkdómur og truflanir í æða- kerfi heilans (æðaheilabilun) en fjölmargir aðr- ir sjúkdómar koma til greina. Talsverður hluti þeirra sjúkdóma sem valdið geta heilabilun eru læknanlegir og því mikilvægt að greina þá sem fyrst. Rannsóknin fór fram í Gautaborg og var öll- um borgurum sem fæddir voru 1901-2 boðin þátttaka í athugun á heilsufari við 85 ára aldur. Fylgst var með hópnum og skoðun endurtekin þremur árum síðar. ítarleg geðskoðun var gerð og tekið viðtal við aðstandendur. Þá var gerð líkamleg skoðun, ásamt rannsóknum með hjartalínuriti, röntgenmynd af hjarta og lung- um, sálfræðimati og umfangsmiklum blóðrann- sóknum. Tölvusneiðmyndir og blóðflæðimælingar á heila voru einnig gerðar. Helstu niðurstöður rannsókn- arinnar eru að algengi heilabilun- ar í þjóðfélaginu eykst hratt með aldri hjá háöldruðum og er tæp- lega helmingur einstaklinga við 88 ára aldur með einkenni heila- bilunar. Virðist sem konur hafi einhvern verndandi þátt gegn heilabilun og veikist síðar á æv- inni en karlar. Niðurstöður gefa nýjar upplýsingar um áhrif helstu tegunda heilabilunar á dánartíðni og tengsl við aðra geðræna kvilla og líkamlega sjúkdóma. Fram kom að aðrir sjúkdómar en Alzheimers sjúkdómur geta skipt verulegu máli, sérstaklega æðaheilabilun. Rannsóknin varpar skýrara ljósi á forstig helstu tegunda heilabilunar og eykur því færni í að greina veikindi af þessu tagi á fyrri stigum en gert er í dag og um leið möguleika á skjótari greiningu og fyrirbyggjandi aðgerðum. Þetta er sérstaklega mikilvægt þar sem nú eru að þróast aðferðir til að hafa áhrif á að takmarka hugsan- legar skemmdir í kjölfar heiladreps eða blæð- inga og nýjar lyfjameðferðir standa nú til boða gegn Alzheimers sjúkdómi. Dissertation abstract A representative population sample living in the community or in institutions in the city of Gothenburg, Sweden, was followed from the age of 85 (N=494) to 88 (N=248). Methods included a neuropsychiatric and physical examination, key informant interview, MMSE and computerized tomography of the head. Medical records and death certificates were studied. The survey was part of the geron- tological and geriatric population studies in Gothenburg (H70). I. The prevalence of dementia in the age group under study increased from age 85 to age 88 in women (from 31% to 46%) but not in men (from 27% to 25%). The increase was mostly attributed to a higher rate of new cases among women than among men. The propor- tion of moderate to severe dementia increased

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.