Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1998, Síða 42

Læknablaðið - 15.06.1998, Síða 42
492 LÆKNABLAÐIÐ 1998: 84 Umræða og fréttir Formannsspjall Læknafélag íslands komiö á netið Heimasíða Læknafélags ís- lands „www.icemed.is“ var formlega opnuð af Snorra Páli Snorrasyni fyrrverandi formanni LI á formannaráðstefnu LI þann 15. maí síðastliðinn. Opnun heimasíðunnar og læknavefsins er merkilegur áfangi í sögu læknasamtakanna og býður upp á rnikla möguleika fyrir lækna til upplýsingamiðlunar og sam- skipta. Samtökin stíga nú inn á upp- lýsingahraðbrautina, inn í nýtt tímabil þar sem upplýsingatækni kemur til með að hafa afgerandi áhrif á miðlun þekkingar. Það er sérþekking lækna sem er styrkur þeirra. Það er aðgangur að þekk- ingu og möguleiki til miðlunar, sem ræður mestu um möguleika lækna til að nýta þekkingu sína og til mótunar samfélagsins í framtíðinni. Stórstígar framfarir í upplýs- ingatækni hafa átt sér stað og nú taka læknasamtökin af fullum krafti þátt í þeirri þróun. Notkun tækninnar hentar læknum vel í starfi sínu og stefnt verður að því að gera læknavefinn aðgengileg- an og gagnlegan fyrir alla ís- lenska lækna. Mín tilfinning er sú að þessi starfsemi eigi eftir að sameina lækna enn frekar en orðið er og koma í veg fyrir óþarfa misklíð og misskilning. Um leið og ég óska íslenskum læknum til hamingju með opnun læknavefsins vil ég þakka stýri- hópi LÍ í upplýsingatækni, og þá sérstaklega formanni hans Magnúsi Jóhannssyni, fyrir vel unnið starf við að koma þessu verkefni af stað á jafn myndar- legan hátt og raun ber vitni. Þá vil ég sérstaklega þakka Mar- gréti Aðalsteinsdóttur hjá LI og „vefaranum" okkar Arna Má Jónssyni. Mikið starf er enn óunnið við gerð læknavefsins, og munu ýmsar nýjungar skjóta upp kollinum á næstu misserum. Velkomin á upplýsingahrað- brautina. Guðmundur Björnsson formaður LI form @icemed.is Snorrí Páll Snorrason býr sig undir að opna formlega heima- síðu Lœknafélags íslands. Magnús Jóhannsson fylgist með. Og liér aðgœta þeir félagar í ofvami livort síðan birtist ekki á stóra skjánum eins og til var œtlast.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.