Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1998, Page 43

Læknablaðið - 15.06.1998, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 493 / Formannaráðstefna LI Frá formannaráðstefnu LÍ 1998. Formenn samninganefnda: Hall- dór Kolbeinsson, Ingunn Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Ingi Eyj- ólfsson og Gunnar Ingi Gunnarsson. Ljósm.: Lbl. Þann 15. maí síðastliðinn efndi Læknafélag íslands til formanna- ráðstefnu samkvæmt venju. Formaður félagsins Guðmund- ur Björnsson setti ráðstefnuna og rakti störf stjórnar frá síðasta aðalfundi. A aðalfundinum, sem haldinn var í Borgarnesi í sept- ember síðastliðið haust, voru samþykktar ýmsar tillögur og gerði Guðmundur grein fyrir því hvaða afgreiðslu hver og ein þeirra hefði hlotið. Ymis mál komu til kasta stjórnarinnar í vetur leið og, má þar til nefna hnefaleika, ölvunarakstur og frumvarp til laga um gagna- grunna á heilbrigðissviði, en um öll þessu mál hefur stjórn LÍ fjallað ítarlega og beitt sér út á við. Að auki hefur verið óskað eftir álitsgerðum stjórnar LI um margvísleg lagafrumvörp sem verið hafa til meðferðar á Al- þingi í vetur. Formaður reifaði þau má og gerði ennfremur grein fyrir stöðunni í kjaramálum lækna, en þrátt fyrir það að samningar hafi víða tekist eru víða ýmsir endar enn lausir. Sigurbjörn Sveinsson gjald- keri félagsins fjallaði um þær breytingar sem gerðar hafa verið á starfsemi skrifstofu félagsins, bæði hvað varðar mannafla og skipulag starfs, en eins og félög- um LÍ er ef til vill kunnugt hefur starfsmönnum skrifstofu LI ver- ið fækkað og hefur niðurskurð- urinn reyndar líka bitnað á Læknablaðinu. Forsvarsmenn einstakra starfs- nefnda greindu frá stöðu mála á sínum vettvangi. Vilhjálmur Rafnsson ábyrgð- armaður Læknablaðsins gerði grein fyrir þeim breytingum sem þegar hafa orðið og eru framund- an á rekstri Læknablaðsins. Eins og að ofan getur hefur starfs- mönnum fækkað við blaðið, en jafnframt er aukin vinna að fær- ast í hendur starfsmanna, svo sem endanlegt umbrot. Þröstur Haraldsson blaðamaður hefur verið ráðinn í hlutastarf að blað- inu en auk hans starfa þar sem áður Ásta Jensdóttir og Birna Þórðardóttir. Jón Snædal varaformaður LI kynnti væntanlega útgáfu sögu læknisfræðinnar sem unnið hefur verið að síðustu árin og Gunn- laugur Haraldsson þjóðhátta- fræðingur greindi frá undirbún- ingsvinnu að útgáfu nýs Lækna- tals, en þegar er farið að kalla eftir upplýsingum í þá útgáfu þótt svör hafi verið nokkuð dræm til þess. Árni Björn Stefánsson for- maður orlofsnefndar gerði grein fyrir stöðu orlofsmála, en nokk- uð er framtíðin óljós í þeim málaflokki þar sem ekki er greitt í orlofssjóð fyrir þá lækna er nú fá greidd laun samkvæmt úrskurði kjaranefndar (heilsugæslulækn- ar). Formaður stjórnar Lífeyris- sjóðs lækna Eiríkur Benjamíns- son skýrði fjárhagslega stöðu sjóðsins, sem er mjög góð, og gerði jafnframt gein fyrir helstu fjárfestingum og þeirri stefnu sem rekin er í þeim málum. Stefán B. Matthíasson formað- ur stjórnar hinnar nýju Fræðslu- stofnunar sagði mál þar á góðu róli. Nú hafa verið sendir út spurningalistar til félagsmanna þar sem óskað er eftir ábending- um og hugmyndum um mögu- lega starfsemi á vegum stofnun- arinnar. Stefán kvað margvísleg- ar hugmyndir í gangi og augljós- lega næg og spennandi verkefni framundan. Á formannaráðstefnunni var heimasíða LÍ formlega opnuð. Magnús Jóhannsson útskýrði uppbyggingu síðunnar og tíund- aði þær upplýsingar sem fyrir- hugað er að hlaða þar inn smátt og smátt, síðan kallaði hann til Snorra Pál Snorrason fyrrverandi formann LÍ sem formlega opnaði upplýsingasíðuna. Það þótti skemmtilega táknrænt að tengja á þennan hátt fortíð og framtíð, reynsluna við áframhaldandi þekkingarleit. Daginn eftir, þann 16. maí var efnt til kjaramálaráðstefnu á vegum LI. Forystumenn hinna ýmsu samninganefnda læknafé- laganna greindu frá starfi sínu og stöðu mála. Auk þeirra fluttu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.