Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1998, Side 50

Læknablaðið - 15.06.1998, Side 50
500 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Ætla menn að rekja sig aftur til einstaklinganna? - spyr Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður sem sér ekki hvernig hægt væri með öðru móti að búa til verðmæti úr sjúkraskrám íslendinga Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður átti sæti í nefnd þeirri sem samdi frumvarp um réttindi sjúklinga en það var afgreitt sem lög frá Alþingi í fyrra. Læknablaðinu lék for- vitni á að vita hver viðhorf hennar væru til frumvarpsins um gagnagrunna á heilbrigðis- sviði sem verið hefur til umræðu undanfarn- ar vikur og hvernig það kæmi heim og sam- an við önnur lög sem gilda í landinu. Fyrst var hún spurð hvort henni fyndist einhver ákvæði frumvarpsins stangast á við Iögin um réttindi sjúklinga? „Já, ég tel að grunnforsendan sem frumvarp- ið byggist á stangist á við lögin um réttindi sjúklinga, en hún er sú að það eigi enginn upp- lýsingarnar í sjúkraskránum heldur tilheyri þær handhafa heilbrigðisyfirvalda. Það álit byggi ég á þeirri breytingu sem varð í meðförum Al- þingis á ákvæðum frumvarpsins um aðganginn að sjúkraskrám. Við endurskoðun læknalag- anna árið 1988 var bætt inn ákvæði um að sjúk- lingar ættu rétt á aðgangi að sjúkraskrám um sjálfa sig. Þá var jafnframt kveðið á um að heil- brigðisstofnun ætti sjúkraskrárnar eða sá lækn- ir sem færði skrána á sinni starfsstöð. Síðan hefur verið litið svo á að það séu þessir aðilar sem eigi skrárnar. Þegar við vorum að semja frumvarp til laga um réttindi sjúklinga töldum við ekki ástæðu til að breyta þessu. Það sem gerist hins vegar í meðförum þingsins er að þingmenn ákveða að heilbrigðisstofnanir og læknar á eigin starfs- stöð séu eingöngu vörsluaðilar skránna. Það kemur hvorki fram í nefndaráliti né orðalagi lagaákvæðisins hvers vegna þeir gera þessa breytingu. En í framsöguræðu formanns heil- brigðisnefndar, Össurar Skarphéðinssonar, kemur skýrt fram að löggjafinn taldi að enginn gæti átt sjúkraskrá, með þeim upplýsingum sem þar eru, nema sjúklingurinn sjálfur. Það er því eðlilegt að túlka þessa breytingu svo, að löggjafinn hafi viljað taka af skarið um að það væri sjúklingurinn sem ætti upplýsingarnar í sjúkraskránni. í ljósi þessarar lagatúlkunar tel ég að það sem segir í greinargerð frumvarpsins um gagnagrunna, um að enginn eigi þessar upp- lýsingar sem hafi verið staðfest með lögunum um réttindi sjúklinga, standist ekki.“ Sjúklingar geta neitað - Þú túlkar lögin þá þannig að það séu sjúk- lingarnir sem eigi sjúkraskrárnar? „Ég tel að það sé ekki hægt að túlka þessa breytingu öðruvísi, ekki síst í ljósi orða fram- sögumannsins þegar hann skýrir af hverju

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.