Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1998, Side 54

Læknablaðið - 15.06.1998, Side 54
504 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 arra, er lækningaleyfi hafa og um skottulækningar nr. 47 23. júní 1932, eru ítarleg ákvæði um skottulækningar í 3. kafla lag- anna (15., 16. og 17. gr.). Hug- takið skottulækningar er ekki skilgreint í lögunum. 115. gr. eru hins vegar sjö skýringardæmi um hvað séu skottulækningar, og eiga þau öll nema hið fyrsta (sem á við gjörninga ólæknislærðra við lækningar) við ávirðingar lækna í starfi. Hefur mér hér ætíð verið hugstætt fjórða dæmið um lækna, sem ráðleggja eða ávísa eða selja mönnum lyf í þýð- ingarlausu óhófi og svo fram- vegis. Akvæði 16. gr. taka sér- staklega til skottulækninga, er tengjast kunna meðferð á til- greindum sjúkdómum, og ákvæði 17. gr. taka einkum til auglýs- inga. Vilmundur Jónsson (1889- 1972), sem var nýlega orðinn landlæknir árið 1932, var flutn- ingsmaður frumvarps til fyrr- greindra laga og hann var án efa einnig höfundur þeirra. í greinar- gerð við 15. gr. frumvarpsins segir hann svo: „Hér er leitast við að skilgreina skottulækning- ar, og varð ekki komizt hjá því að láta sumt framferði, sem hugsanlegt er, að læknar geri sig seka um, heyra þar undir. Læknafélagið hefði kunnað bet- ur við að tvískipta greininni og kalla þessi brot læknanna ein- hverju öðru nafni en tilsvarandi brot ólærðra eða lítt lærðra manna. Læknadeildin hefir ekki gert neina athugasemd þar við, en bar fram nokkrar tillögur um breytingar á greininni, sem tekið var tillit til“ (7). Eins og áður segir, tel ég, að Vilmundur skil- greini ekki skottulækningar, held- ur skýri með dœmum, og á þessu tvennu er verulegur munur. Á öðrum stað (8) rekur Vil- mundur ýmis dæmi um starfsemi ólæknislærðra skottulækna („skottulækningastarfsemi gegn starfsemi hinna lærðu lækna“) og fjölyrðir um karl og konu, sem fengið höfðu sekt „fyrir það að stunda lœkningar án leyfis “ (leturbreyting V.J.). I þessum skrifum ræðir Vilmundur einnig um skottulækningar miðla og þar er sömuleiðis að finna stórmerki- lega umræðu um skottulækning- ar í samræðuformi við skipstjóra undir heitinu: Lækningar og sigl- ingar. Allir, sem fjalla vilja um skottulækningar, verða að lesa um skipstjórann „hans Vilmund- ar“ og hversu illa honum gekk að leggja skipstjórafræðin og lækn- isfræðin að jöfnu! Eg er alveg sammála Vilmundi Jónssyni í því að láta skottulækn- ingar ná til leikra sem lærðra. Raunar er mín reynsla sú, að hættulegustu skottulæknarnir Bókarfrétt Þjáningin þarfnast Andardráttur umhyggjunnar, bók eftir Caroline Krook verð- andi biskup af Stokkhólmi er komin út á íslensku. Hjá Skálholtsútgáfunni, út- gáfufélagi þjóðkirkjunnar er komin út bókin Andardráttur umhyggjunnar - Ur samræðu og í einrúmi eftir Caroline Krook, verðandi biskup í Stokkhólmi, í þýðingu sr. Jóns Bjarman. Höf- undurinn hefur starfað sem prestur í sænsku kirkjunni um árabil og nýverið var hún kjörin biskup í Stokkhólmi, önnur kvenna til að hljóta biskups- vígslu í sænsku kirkjunni. Hún er vel þekkt í heimalandi sínu og hafi verið læknislærðir og séu það væntanlega enn. Hinir ólæknislærðu hafa að mínu viti oft verið hvimleiðir, derringsleg- ir eða ómerkilegir eða þetta allt þrennt fremur en hættulegir. Hér undir flokka ég hiklaust suma sálfræðinga, sem ekki sjást fyrir í sínum fræðum - og það gildir ekki síst derring í garð lækna. Rannsóknastofu í lyfjafræði, 29.04.98, Þorkell Jóhannesson HEIMILDIR 1. Árni Björnsson. Um skottulækning- ar. Læknablaðið, 1998; 84: 334-8. 2. Cassell’s New English Dictionary (15. útg.). London: Cassell and Company Ltd. 1949. 3. Sigfús Blöndal. ísldnsk-dönsk orða- bók. Reykjavík: 1920-1924. 4. Jón Ámason. fslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Leipzig: 1862-1864: (360-362). 5. Ásgeir Blöndal Magnússon. Islensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans, 1989. 6. Orðabók Háskólans (persónulegar upplýs., apríl 1989). 7. Alþingistíðindi 1932. Fertugasta og fimmta löggjafaþing A. Þingskjöl með málaskrá. Reykjavík: Ríkis- prentsmiðjan Gutenberg 1932. 8. Vilmundur Jónsson. Straumur og skjálfti og lögin í landinu. Ritað gegn hjátrú (I-VI). Með hug og orði. Af blöðum Vilmundar Jóns- sonar. Síðara bindi (bls. 121-163). Reykjavík: Iðunn 1985. orða hefur gefið út nokkrar bækur, meðal annars um sálgæslustörf. Þessi bók kostar kr. 1200,- og fæst hún í Kirkjuhúsinu Lauga- vegi 31 og öllum helstu bóka- verslunum á landinu Fréttatilkynning frá Skálholts- útgáfunni - útgáfufélagi þjóðkirkjunnar. 7. maí 1998

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.