Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1998, Qupperneq 54

Læknablaðið - 15.06.1998, Qupperneq 54
504 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 arra, er lækningaleyfi hafa og um skottulækningar nr. 47 23. júní 1932, eru ítarleg ákvæði um skottulækningar í 3. kafla lag- anna (15., 16. og 17. gr.). Hug- takið skottulækningar er ekki skilgreint í lögunum. 115. gr. eru hins vegar sjö skýringardæmi um hvað séu skottulækningar, og eiga þau öll nema hið fyrsta (sem á við gjörninga ólæknislærðra við lækningar) við ávirðingar lækna í starfi. Hefur mér hér ætíð verið hugstætt fjórða dæmið um lækna, sem ráðleggja eða ávísa eða selja mönnum lyf í þýð- ingarlausu óhófi og svo fram- vegis. Akvæði 16. gr. taka sér- staklega til skottulækninga, er tengjast kunna meðferð á til- greindum sjúkdómum, og ákvæði 17. gr. taka einkum til auglýs- inga. Vilmundur Jónsson (1889- 1972), sem var nýlega orðinn landlæknir árið 1932, var flutn- ingsmaður frumvarps til fyrr- greindra laga og hann var án efa einnig höfundur þeirra. í greinar- gerð við 15. gr. frumvarpsins segir hann svo: „Hér er leitast við að skilgreina skottulækning- ar, og varð ekki komizt hjá því að láta sumt framferði, sem hugsanlegt er, að læknar geri sig seka um, heyra þar undir. Læknafélagið hefði kunnað bet- ur við að tvískipta greininni og kalla þessi brot læknanna ein- hverju öðru nafni en tilsvarandi brot ólærðra eða lítt lærðra manna. Læknadeildin hefir ekki gert neina athugasemd þar við, en bar fram nokkrar tillögur um breytingar á greininni, sem tekið var tillit til“ (7). Eins og áður segir, tel ég, að Vilmundur skil- greini ekki skottulækningar, held- ur skýri með dœmum, og á þessu tvennu er verulegur munur. Á öðrum stað (8) rekur Vil- mundur ýmis dæmi um starfsemi ólæknislærðra skottulækna („skottulækningastarfsemi gegn starfsemi hinna lærðu lækna“) og fjölyrðir um karl og konu, sem fengið höfðu sekt „fyrir það að stunda lœkningar án leyfis “ (leturbreyting V.J.). I þessum skrifum ræðir Vilmundur einnig um skottulækningar miðla og þar er sömuleiðis að finna stórmerki- lega umræðu um skottulækning- ar í samræðuformi við skipstjóra undir heitinu: Lækningar og sigl- ingar. Allir, sem fjalla vilja um skottulækningar, verða að lesa um skipstjórann „hans Vilmund- ar“ og hversu illa honum gekk að leggja skipstjórafræðin og lækn- isfræðin að jöfnu! Eg er alveg sammála Vilmundi Jónssyni í því að láta skottulækn- ingar ná til leikra sem lærðra. Raunar er mín reynsla sú, að hættulegustu skottulæknarnir Bókarfrétt Þjáningin þarfnast Andardráttur umhyggjunnar, bók eftir Caroline Krook verð- andi biskup af Stokkhólmi er komin út á íslensku. Hjá Skálholtsútgáfunni, út- gáfufélagi þjóðkirkjunnar er komin út bókin Andardráttur umhyggjunnar - Ur samræðu og í einrúmi eftir Caroline Krook, verðandi biskup í Stokkhólmi, í þýðingu sr. Jóns Bjarman. Höf- undurinn hefur starfað sem prestur í sænsku kirkjunni um árabil og nýverið var hún kjörin biskup í Stokkhólmi, önnur kvenna til að hljóta biskups- vígslu í sænsku kirkjunni. Hún er vel þekkt í heimalandi sínu og hafi verið læknislærðir og séu það væntanlega enn. Hinir ólæknislærðu hafa að mínu viti oft verið hvimleiðir, derringsleg- ir eða ómerkilegir eða þetta allt þrennt fremur en hættulegir. Hér undir flokka ég hiklaust suma sálfræðinga, sem ekki sjást fyrir í sínum fræðum - og það gildir ekki síst derring í garð lækna. Rannsóknastofu í lyfjafræði, 29.04.98, Þorkell Jóhannesson HEIMILDIR 1. Árni Björnsson. Um skottulækning- ar. Læknablaðið, 1998; 84: 334-8. 2. Cassell’s New English Dictionary (15. útg.). London: Cassell and Company Ltd. 1949. 3. Sigfús Blöndal. ísldnsk-dönsk orða- bók. Reykjavík: 1920-1924. 4. Jón Ámason. fslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Leipzig: 1862-1864: (360-362). 5. Ásgeir Blöndal Magnússon. Islensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans, 1989. 6. Orðabók Háskólans (persónulegar upplýs., apríl 1989). 7. Alþingistíðindi 1932. Fertugasta og fimmta löggjafaþing A. Þingskjöl með málaskrá. Reykjavík: Ríkis- prentsmiðjan Gutenberg 1932. 8. Vilmundur Jónsson. Straumur og skjálfti og lögin í landinu. Ritað gegn hjátrú (I-VI). Með hug og orði. Af blöðum Vilmundar Jóns- sonar. Síðara bindi (bls. 121-163). Reykjavík: Iðunn 1985. orða hefur gefið út nokkrar bækur, meðal annars um sálgæslustörf. Þessi bók kostar kr. 1200,- og fæst hún í Kirkjuhúsinu Lauga- vegi 31 og öllum helstu bóka- verslunum á landinu Fréttatilkynning frá Skálholts- útgáfunni - útgáfufélagi þjóðkirkjunnar. 7. maí 1998
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.