Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1998, Síða 55

Læknablaðið - 15.06.1998, Síða 55
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 505 Iðorðasafn lækna 101 Skyggna Eftir krókaleiðum barst afrit af tölvubréfi frá óþekktum bréfrit- ara, en það hefst þannig: Ein er sú orðmynd sem raskar mínum fíngerðu taugum, en það er „slœða" í stað enska heitisins „slide" (litljósmynd sem varpað er á tjald, venjulega í plast- ramma 4x4 sm). í Ensk-íslenskri orðabók Arn- ar og Örlygs koma fram marg- víslegar þýðingar á sagnorðinu to slide og nafnorðinu slide. Að- almerking sagnarinnar er sú að renna, en einnig má finna aðrar skyldar: að renna sér, skrika, skrensa, líða áfram, lauma, læða, mjakast, skríða og svo framveg- is. Aðalmerking nafnorðsins er renna, en í áttunda merkingarlið er það einnig þýtt þannig: skyggna, lítil myndglœra í ramma, litskyggna, skuggamynd. Upphaflega hefur mynd af þessu tagi fengið heitið slide á ensku vegna þess að myndin var látin renna á sinn stað í sýningarvél- inni, það er fyrir ljósgeislann. Enskar orðabækur nefna gjarnan töfralampa, magic lantern, í tengslum við orðskýringar. Saga slíkra sýningarvéla er án efa heillandi, en ekki á færi undirrit- aðs að rekja. I staðinn koma í hugann heiti bakkanna sem bera myndirnar í vélunum, hringekja í vélum af tiltekinni amerískri gerð og sleði í öðrum vélum. Þegar flett er upp í Orðsifjabók Asgeirs Blöndals Magnússonar kemur einmitt í ljós að íslenska orðið sleði og enska orðið slide eiga til skyldleika að rekja gegn- um fornensku sögnina slídan. Skyggna og skyggnuvél eru lipur heiti og undirritaður sér enga ástæðu til þess að nota ensku sletturnar „slæd“ eða „slædsmynd", né heldur að ís- lenska „slide“ með heitinu „slæða“. í réttu samhengi má að auki nota mynd, til dæmis: „Næstu mynd, takk fyrir!“ Gaman væri að fá fréttir af því hvort einhver önnur myndaheiti séu komin í notkun. Vernal conjunctivitis Bjöm Árdal barnalæknir ósk- aði eftir umræðu um fyrirbærið vernal conjunctivitis. Sjúkdóm- urinn er talinn af ofnæmisupp- runa og birtist sem árstíðabundin slímhimnubólga í augum. Ljós- fælni og mikill kláði fylgja gjaman og við skoðun sést að slímhimnan er óslétt eða smá- hnúðótt. Nú ber þess að geta að conjunctiva eða tunica con- junctiva hefur ýmist verið nefnd augnslímhúð, augnslíma eða tára. Orðanefnd læknafélaganna tók þá stefnu við nýja útgáfu líf- færaheitanna að tára verði aðal- heitið. Nefna má hliðstæðurnar hvíta (sclera), glæra (cornea), æða (choroidea), lita (iris) og sjóna (retina). Conjunctivitis verður þá tárubólga, sem er mun liprara en augnslímhúðar- bólga, augnslímubólga eða slímubólga í augum. Lýsingarorðið vernal er kom- ið úr latínu þar sem vernus er notað um það sem tengist eða líkist vorinu. Læknisfræðiorða- bók Stedmans gefur meðal ann- ars upp ensku samheitin allergic conjunctivitis og spring con- junctivitis. Þá sýnist liggja næsta beint við að heitið vernal con- junctivitis verði vortárubólga á íslensku. Ofnæmistárubólga kemur einnig til greina, en þá tapast tilvísunin í árstíðina, sem gæti verið nytsamleg til þess að gera heitið eftirminnilegt. Gam- an væri að heyra af öðrum hug- myndum. Percentile Á minnismiða frá í febrúar er beiðni um að skoða hugtakið percentile. Orðabók Stedmans lýsir þannig (í þýðingu undirrit- aðs): Staða einstaklings í sér- stakri röð, gefin upp með því að tilgreina ofan við hvaða hund- raðshlutfall af hópnum hann (eða hún) lendir. Iðorðasafn lækna tilgreinir þýðinguna hund- raðsmark og sér undirritaður enga ástæðu til að betrumbæta það. Dæmi: einstaklingur, sem er hærri vexti eða þyngri en níutíu af hundraði (90%) viðmiðunar- hópsins, lendir ofan við nítug- asta hundraðsmark. Hreyfni Þorkell Jóhannesson, prófess- or, sendi tölvupóst og vildi koma á framfæri hugmynd. Ymis heiti sem lýsa hreyfitruflunum enda á -kinesia, en gríska nafnorðið kinesis merkir hreyfing. Þorkell segist hafa tekið það upp fyrir 14 árum að nota orðhlutann -hreyfni til að tákna tegund eða eðli hreyfinga þegar hann var að þýða heiti sem enda á -kinesia. Hann segir hreyfni myndað með hliðsjón af bægni, svo sem í meinbægni, og tilgreinir nokkur dæmi. Af þeim skulu hér einung- is nefnd seinhreyfni fyrir brady- kinesia og ofhreyfni fyrir hyper- kinesia. Þetta er athygliverð hugmynd sem verður rædd síðar. Jóhann Heiðar Jóhannsson (netfang: johannhj@rsp.is)

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.