Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1998, Page 57

Læknablaðið - 15.06.1998, Page 57
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 507 Lyfjasýnishorn Nokkur umræða hefur átt sér stað að undanförnu um lyfjasýn- ishorn og reglur sem gilda um þau. Umræðan er ekki einskorð- uð við Island og má til dæmis finna grein um þetta efni á heimasíðu sænsku lyfjamála- stofnunarinnar. í 17. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 er fjallað um lyfjasýnishorn. Þar segir: Heimilt er að afhenda per- sónulega lækni, tannlækni eða dýralækni lyfjasýnishorn í minnstu pakkningu og án greiðslu enda sé um að ræða nýskráð lyf til kynningar hér á markaði sem ekki teljast ávana- eða fíknilyf. Slík af- hending er einungis heimil að fenginni dagsettri og undirrit- aðri beiðni læknis. Önnur afhending eða póst- sending lyfjasýnishorna í aug- lýsingaskyni er óheimil. Framangreind ákvæði lyfja- laga eru byggð á tilskipun ráðs Evrópubandalaganna nr. 92/28/ EBE um auglýsingu lyfja sem ætluð eru mönnum. Akvæðin eru nánar útfærð í IV. kafla reglu- gerðar nr. 328/1995 um lyfjaaug- lýsingar. Heimild til afhendingar lyfja- sýnishoma er veitt til þess að sá sem leyfi hefur til að ávísa við- komandi lyfi, geti til dæmis kynnt sér hvernig viðkomandi lyf og pakkning lítur út: Eru töflurnar stórar og erfitt að gleypa þær? Er deiliskora í töflunni? Hvernig er taflan á litinn og hver er lögun hennar? Hvernig eru umbúðirnar? Er til dæmis auðvelt að opna þær? Hver er texti fylgiseðils eða annarra upplýsinga sem lyfinu fylgja? Og svo framvegis. Einnig getur verið um að ræða lyf sem sjúklingur fær afhent í eða með sérstökum hjálpartækj- um, til dæmis insúlín og ýmis innúðalyf. Sú regla gildir á Islandi að lyfjasýnishorn skal vera minnsta pakkning lyfs, sem veitt hefur verið markaðsleyfi fyrir. Jafn- framt er aðeins heimilt að af- henda lækni eitt sýnishom á ári enda sé um að ræða lyf sem ný- lega hefur verið veitt markaðs- leyfi fyrir. Svo sem ljóst má vera af fram- ansögðu eru lyfjasýnishom ætl- uð til þess að læknir, sem ávísa má viðkomandi lyfi, geti kynnt sér útlit þess, umbúðir, merking- ar og fylgiseðil. Lyfjasýnishom má ekki afhenda sjúklingi. Þau em ekki ætluð til notkunar og eiga að vera auðkennd merking- unni Ókeypis lyfjasýnishorn - Ekki til sölu. Sérstakar reglur gilda um af- hendingu lyfjasýnishorna frá lyfjaheildsölum og minnt skal á að litið er á lyfjasýnishom sem lyf, að öllu öðru leyti en því að þau má ekki afhenda til notkun- ar. Hér er til dæmis vísað til inn- flutnings lyfjasýnishorna og af- hendingu frá lyfjaheildsölum. Einnig gilda sérstakar reglur um skráningu á afhendingu lyfjasýn- ishoma. Þeir, sem leyfi hafa til að afhenda lyfjasýnishorn, þurfa að hafa í gæðakerfum sínum sér- stakar reglur hér um. í sænsku greininni sem fyrr er vitnað til kemur fram að þess þekkjast dæmi að lyfjasýnishorn séu notuð við áfyllingar í lyfja- öskjur sjúklinga. Slíkt er að sjálfsögðu óheimilt, bæði í Sví- þjóð og á íslandi. Öll lyf sem ætluð eru sjúklingum skulu af- greidd í samræmi við reglur þar um - í lyfjabúð eða frá sjúkra- húsapóteki eða lyfjageymslu stofnunar. Þess má geta að meðhöndlun og afhending lyfjasýnishoma er meðal þess sem Lyfjaeftirlit rík- isins kannar við úttektir í fyrir- tækjum. Hið sama gildir um út- tektir sem gerðar em á sjúkra- stofnunum, heilsugæslustöðvum og læknastöðvum sem Lyfjaeft- irlit ríkisins hefur eftirlit með. Frá Lyfjaeftirliti ríkisins Gallup-könnun fyrir landlækni Almenningur vill að ríkið leggi meira til heilbrigðismála í könnun sem Gallup gerði í vor á afstöðu almennings til þess hvort útgjöld til heilbrigð- ismála væru hæfileg hér á landi kemur í ljóst að 85,8% þeirra sem afstöðu tóku fannst að rétt væri að auka framlög ríkisins til heilbrigðismála frá því sem nú er. 13,1% töldu rétt að halda þeim óbreyttum en 1,1% vildi lækka þau. Alls vora 780 manns spurðir en af þeim tóku 95,9% afstöðu. Ef litið er á það hvemig svörin flokkast eftir tekjum kemur í Ijós að þeir sem vilja auka framlög ríkisins eru flestir í tekjulægstu hópunum en fækk- ar eftir því sem tekjur hækka. Hjá þeim sem höfðu yfir 300 þúsund kr. á mánuði í fjöl- skyldutekjur vora 78,3% fylgj- andi því að auka framlög rikis- ins til heilbrigðismála. -ÞH

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.