Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1998, Page 59

Læknablaðið - 15.06.1998, Page 59
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 509 Dreifibréf landlæknisembættisins nr. 1/1998 Vistun sakhæfra geðsjúkra fanga á geðdeildum sjúkrahúsa Sent til áréttingar á dreifi- bréfi nr. 18/1997 vegna um- ræðu sem hefur orðið um vistun geðsjúkra fanga á geðdeildum sjúkrahúsa. Fangelsislæknar hafa sam- band við ráðamenn geðdeilda um fyrirhugaða vistun afplán- unarfanga á geðdeildum. Ef af vistun verður er fangi fluttur á geðdeild af óeinkenn- isklæddum mönnum og látinn í hendur starfsfólks sjúkra- hússins. Þegar fanginn er kominn á sjúkrahúsið er hann sjúklingur þess. Starfsmenn fangelsa standa vaktir á sjúkrahúsinu eftir samkomulagi. Fangelsisyfirvöld skipta sér ekki af meðferð sjúklings á sjúkrahúsinu eða ferðum utan þess í fylgd starfsfólks. Leyfi sjúklings án fylgdar koma ekki til greina. Ef sjúklingur yfirgefur sjúkrahúsið án heimildar ber að tilkynna slíkt án tafar til þess fangelsis sem fanginn var vistaður í fyrir komu. Þegar/ef sjúklingur á að vistast á ný í fangelsi skal hafa um það samráð við Fangelsis- málastofnun eða fangelsið. Rétt er að vekja athygli á heimild í lögum þess efnis að Fangelsismálastofnun getur gert hlé á afplánun manns ef um veigamiklar ástæður, til dæmis læknisfræðilegar, er að ræða. I tilefni af athugasemdum, sem hafa komið fram er rétt að undirstrika að refsifangar eru alfarið á ábyrgð Fangelsis- málastofnunar meðan á refsi- vistun stendur. ✓ Arsþing og aðalfundur Svæfinga- og gjörgæslulæknafélagsins Ársþing Svæfinga- og gjör- gæslulæknafélagsins var hald- ið 16.-17. apríl. Að þessu sinni var þingið haldið sam- eiginlega með Skurðlæknafé- lagi íslands. Um 200 læknar eru aðilar að báðum félögun- um og var þingið vel sótt af félagsmönnum. I tengslum við ársþingið var haldinn aðal- fundur félagsins. Stjórn fé- lagsins er þannig skipuð: For- maður er Aðalbjörn Þorsteins- son, varaformaður Kristinn Sigvaldason, ritari Einar Ein- arsson og gjaldkeri Ástríður Jóhannesdóttir. Á aðalfundin- um kom fram vilji félags- manna að kanna sjálfstæða aðild að Læknafélagi íslands. Nefnd var skipuð í málið og mun hún væntanlega kanna þetta mál í samvinnu við Skurðlæknafélagið. Norrænt samstarf var einnig ofarlega á baugi en á næsta ári verða væntanlega öll norrænu svæf- ingalæknafélögin beinir aðilar að nýju og breyttu sameigin- legu félagi. Þetta aukna nor- ræna samstarf er þegar byrjað að skila sér í sameiginlegri menntun og samræmdum stöðlum. I aprílmánuði byrj- aði tveggja ára sameiginlegt nám í gjörgæslulækningum og höfum við þar einn svæfinga- lækni. Fengist hefur vilyrði frá Landspítalanum fyrir hluta af námsstöðu og er því hægt að bjóða upp á hluta af nám- inu hérlendis. Námsstöðuna er þegar byrjað að nýta. Á næsta ári hefur þýska svæfinga- og gjörgæslulæknafélagið boðið svæfingalæknafélögunum á Norðurlöndum að taka þátt í alþjóðlegu vorþingi sínu. ís- lenska félagið mun þar vænt- anlega sjá um að stjórna heil- um degi. Efnið verður fyrst og fremst um meðferð sjúklinga eftir aðgerð og árangur henn- ar. Sérstök áhersla verður lögð á verkjameðferð. Fyrirlesarar verða að mestu leyti íslenskir. Fréttatilkynning

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.