Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1998, Qupperneq 61

Læknablaðið - 15.06.1998, Qupperneq 61
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 511 Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri Vinnur að evrópsku starfsþjálfunarverkefni Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri er aðili að sérstöku starfsþjálfunarverkefni, sem Evrópusambandið veitir fjár- hagslegan stuðning. Verkefnið hefur að markmiði að kanna meðal hjúkrunarfræðinga og annarra sérfræðinga á heil- brigðissviði þörfina á aukinni tölfræðikunnáttu og þjálfun í notkun tölfræðilegra upplýs- inga. 1 framhaldi af könnun- inni er ætlunin að vinna að gerð hentugs námsefnis sem miðast við þarfir þessara fag- aðila. Loks gerir verkefnið ráð fyrir að boðið verði upp á námskeið sem miði að því að efla tölfræðikunnáttu og færni við nýtingu tölfræðilegra upp- lýsinga. Að verkefninu standa 11 aðilar og er yfirverkefnis- stjórnin í Hull í Englandi. Auk heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri og aðila í Englandi eru þátttakendur frá Finn- landi, Irlandi, Belgíu og Grikklandi. Verkefnisstjóri við Háskólann á Akureyri er dr. Hermann Óskarsson, lekt- or við heilbrigðisdeild. Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri vonast eftir góðri samvinnu við fagfólk á heil- brigðissviði vegna fyrirhug- aðrar könnunar sem mun fara fram innan skamms og verk- efnisins alls en það mun standa yfir í um tvö ár. Fréttatilkynning Miðstöð í erfðafræði stofnuð Þann 21. apríl sl. var hald- inn stofnfundur Miðstöðvar í erfðafræði. Henni var kjörin stjórn og er formaður hennar Eiríkur Steingrímsson erfða- fræðingur og rannsóknapró- fessor við læknadeild Háskóla íslands. Hann segir að mið- stöðinni sé ætlað að vera eins- konar regnhlífarsamtök og samstarfsvettvangur þeirra sem starfa við erfðafræði í Háskólanum og stofnunum sem tengjast honum. „Það hefur orðið mikil fjölgun í röðum þeirra sem starfa að erfðafræðirannsókn- um. Sem dæmi má nefna að á síðasta ári fjölgaði þeim um sjö í læknadeild einni. Það er víðar unnið að erfðafræði- rannsóknum en í læknadeild, svo sem að Keldum, hjá Hjartavernd, Krabbameinsfé- laginu, á Landspítalanum og víðar. Við sendum fundarboð til tæplega 30 sjálfstæðra vís- indamanna en ef við teljum með nemendur þeirra, meina- tækna og aðra sem að rann- sóknunum starfa fer fjöldinn upp undir 80. Það hefur lengi verið starfað að erfðafræðirannsóknum hér á landi, bæði mannerfðafræði og á sviði veirufræði og dýrasjúkdóma. Það vill hins vegar stundum gleymast að ís- lensk erfðafræði á sér rætur í Háskóla íslands. Erfðatæknin fluttist hingað til lands með Guðmundi Eggertssyni pró- fessor sem hóf kennslu hér fyrir aldarfjórðungi eða svo og vinsældir hennar hafa farið vaxandi. Sem dæmi má nefna að aðsókn að grunnnámskeiði í erfðafræði sem Guðmundur kennir á hverju ári hefur verið á bilinu 20-25 þangað til í ár en nú hafa um 70 nemendur skráð sig á námskeiðið í haust. Þessum aukna áhuga verður að svara og Miðstöð í erfða- fræði er liður í því. Við ætlum okkur að sinna fræðslu- og kynningarstarfi, vekja athygli almennings og ráðamanna á því að erfðafræði er grein í örum vexti. Við stefnum að því að efna til fyrirlestra einu sinni í mánuði og fá til lands- ins stórlaxa í fræðunum, nób- elsverðlaunahafa og aðra af- burða fræðimenn. Þá er í und- irbúningi að koma upp heima- síðu á netinu þar sem kynntar verða rannsóknir í erfðafræði. Einnig er ætlunin að sinna hagsmunamálum þeirra sem starfa að erfðafræði, til dæmis höfum við hug á því að efna til fundahalda um gagnagrunns- frumvarpið,“ segir Eiríkur. Auk hans eiga sæti í stjórn Miðstöðvar í erfðafræði Jón Jóhannes Jónsson yfirlæknir á meinefnafræðideild Land- spítalans, Þórunn Rafnar hjá Krabbameinsfélagi íslands, Valgerður Andrésdóttir á Keldum og Kesara Margrét Jónsdóttir hjá Líffræðistofnun Háskóla íslands. -ÞH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.