Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1999, Blaðsíða 85

Læknablaðið - 15.02.1999, Blaðsíða 85
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 173 Gagnagrunnur Quo vadis? Frumvarpið um miðlcegan gagnagrunn á heilbrigðissviði hefur verið afgreitt sem lög frá Alþingi Islendinga. Þar með hefur sú virðulega stofn- un skapað sér sess í sögu heil- brigðisvísinda, ekki aðeins hér á landi heldur unt allan hinn siðmenntaða heim. Lík- lega geta allir verið sammála um að lagasmíð sem þessi, ekki aðeins að gerð heldur einnig hvernig til hennar var stofnað, hefði hvergi annars staðar komist gegnum lög- gjafarsamkundu lýðræðis- þjóðar. Því hljótum vér að spyrja, nú og í framtíðinni, hvernig er þetta hægt? Hvað er það í íslenskri þjóðarsál, sem gerir það kleift að pranga inn á Islendinga jafn fjar- stæðukenndri hugmynd og frumvarpið byggir á og það í andstöðu við flesta fræði- menn, sem um það hafa fjall- að, bæði hér og erlendis? Það að frumvarpið var af- greitt eftir flokkslínum, segir nokkra sögu. Aðeins einn stjórnarþingmaður þorði að greiða atkvæði gegn því, tveir aðrir, sem vitað var að voru því andvígir, tóku þá hetjulegu afstöðu að vera fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Hér var um að ræða vísindalega, vís- indasiðfræðilega og þjóðfé- lagssiðfræðilega ákvörðun, sem augljóst var að ekki var hægt að taka málefnalega af- stöðu til útfrá flokkspólitísk- um sjónarmiðum, nema draga þá ályktun að íslenskir stjórn- málamenn séu heilaþvegnir taglhnýtingar foringja sinna, sem svo aftur séu taglhnýting- ar hagsmunaafla, innlendra Tæpitungu- laust ✓ Arni Björnsson skrifar eða erlendra. Þeir geta að vísu skýlt sér bakvið fáfræði og fjárhagslega og atvinnuauk- andi gulrót en ekki hækkar risið við það. En það var ekki afstaða ís- lenskra stjórnmálamanna, sem kom ekki á óvart, sem hug- myndin var að ræða í þessum pistli, heldur afstaða eða af- stöðuleysi fjölda lækna í mál- inu. Læknar hafa nefnilega ekki leyfi til til að standa álengdar, þegar hagsmunaað- ilar í þjóðfélaginu, pólitískir eða fjármálalegir, brjóta á skjólstæðingum þeirra, hvað þá að stuðla að slíkum brot- um. Það er brot á læknisfræði- legri siðfræði. Flestir læknar sem tekið hafa afstöðu með lögunum um miðlœgan gagnagrunn á heil- brigðissviði hafa notað þau rök að læknisfræðilegur ávinn- ingur sé svo mikill að hann réttlæti áhættuna. Þeir hinir sömu vita, eða ættu að vita, að árangur af genalækningum er ennþá mjög lítill eða nánast enginn. Þeir ættu líka að vita að erfðabreytingar af manna völdum á lífríki jarðarinnar hafa þegar valdið skaða sem ekki er séð fyrir endann á. Flestar þessara breytinga hafa verið gerðar á vegum alþjóða- auðhringa, þar á meðal lyfja- fyrirtækja. Er líklegt að önnur siðfræði muni ráða hjá sömu eða hliðstæðum fyrirtækjum þegar farið verður að erfða- breyta mönnum? Það er þó allrar athygli vert að nauðafáir þeirra lækna sem hallir eru undir gagnagrunn- inn, og ekki hafa beinna hags- muna að gæta, hafa opinber- lega lýst sig meðmælta því að veita á honum einkaleyfi, en slíkt bendir til að grunnt sé á efanum. Hvað lækna varðar þá er slík tvíhyggja í sjálfu sér ósiðleg, þótt stjórnmálamenn geti leyft sér að ganga í ber- högg við sannfæringu sína ef það þjónar flokkshagsmunum. Miðað við þann stutta tíma sem liðinn er síðan málið kom til álita hjá íslensku lækna- stéttinni og þann gengdar- lausa áróður, sem rekinn hefur verið því til framdráttar, verð- ur að líta svo á að að afstaða margra lækna byggist á þekk- ingarskorti og því viðhorfi að forðast að vera á móti fram- förum sem hugsanlega geti einhvern tímann komið sjúk- lingum til góða. Ennþá er tími til að afla sér þekkingar og skapa sér rökstudda þekkingu á því hvort það sé siðferðilega réttlætanlegt af læknum að af- henda (selja) þriðja aðila upp- lýsingar um sjúklinga sína, án þess að til komi upplýst sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.