Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1999, Síða 19

Læknablaðið - 15.03.1999, Síða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 209 kassa var styttri en annarra starfsmanna og er það hugsanlega vegna þess að þær fá óþægindi af hinni einhæfu vinnu og leita því í önnur störf. Starfsmenn við afgreiðslukassa eru oft einu aðilamir sem viðskiptavinir matvörubúða hafa samskipti við. Þessar niðurstöður ættu að vera umhugsunarefni fyrir stjórnendur verslana því það hlýtur að vera mikilvægt fyrir verslan- irnar að hafa stöðugan og traustan mannafla sem viðheldur tengslum við viðskiptavinina og hefur góða vöruþekkingu. Til að samanburður á starfshópum, eins og gerður hefur verið í þessari rannsókn, verði áreiðanlegur er mikilvægt að starfsheiti og verksvið séu lýsandi þannig að starfsmenn séu ekki í vafa um hvaða hópi þeir tilheyra. Aðeins fjórar af 279 konum merktu ekki við starfssvið. Þátttakendur gerðu engar athugasemdir um flokkun starfa. Af þessu og niðurstöðum for- könnunarinnar er dregin sú ályktun að flokkun þátttakenda eftir starfssviðum hafi verið þeim auðveld og hún gefi skýra mynd af störfum kvennanna sem hægt sé að byggja samanburð á. Við samanburð á starfshópum innan sömu atvinnugreinar eins og hér var gerður næst stjóm á truflandi þáttum svo sem þjóðfélags- stöðu og menntun frekar en ef gerður er saman- burður milli hópa úr ólíkum atvinnugreinum. Norræni spumingalistinn um óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi hefur verið notaður í fjöl- mörgum rannsóknum og notagildi hans metið (13.18). I rannsókn sem kennd er við Stokk- hólm (19) var meðal annars lagt mat á norræna spurningalistann. Algengi óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi reyndist hærra í læknisviðtali bor- ið saman við svör sömu einstaklinga við nor- ræna spurningalistanum. Það bendir til að ekki sé verið að ofmeta algengi óþæginda þegar nor- ræni listinn er notaður sem mælitæki. Listinn var talinn heppilegur til að gefa upplýsingar um algengi óþæginda hjá rannsóknarhópum en ekki mælt með honuin til skimunar. Lokaorð Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að eðli vinnunnar og lengd vinnutíma í viku hverri við afgreiðslukassa hafi veruleg áhrif á algengi álagseinkenna. Lagt er til að vinnufyrirkomulagi við afgreiðslukassa verði breytt þannig að starfsmenn hafi fjölbreytt verkefni sem geri ólíkar kröfur bæði líkamlega og andlega. Samtímis er þörf á að huga að vinnuaðstöðu í verslunum þannig að starfs- menn geti bæði setið og staðið í þægilegum vinnustellingum með verkefnin innan þægi- legrar seilingar og án þess að þurfa að lyfta vörunum. Mikilvægt er að hönnuðir og versl- unareigendur hugi að þessum málum í sam- starfi við starfsmenn, því heilbrigt og ánægt starfsfólk sem býr við góðar vinnuaðstæður laðar að viðskiptavini og veitir góða þjónustu. HEIMIDLIR 1. Margolis W, Kraus J. The Prevalence of Carpal Tunnel Syndrome Symptoms in Female Supermarkets Checkers. J Occup Med 1987; 29: 953-6. 2. Ryan A. The prevalence of musculoskeletal symptoms in supermarket workers. Ergonomics 1989; 32: 359-71. 3. Harber P, Pena L, Bland G, Beck J. Upper Extremity Symp- toms in Supermarket Workers. Am J Ind Med 1992; 22: 873-84. 4. Hinnen U, Laubli T, Guggenbiihl U, Krueger H. Design of check-out systems including laser scanners for sitting work posture. Scand J Work Environ Health 1992; 18: 186-94. 5. Harber P, Bloswick D, Beck J, Pena L, Baker D, Lee J. Supermarket Checker Motions and Cumulative Trauma Risk. J Occup Med 1993; 35: 805-11. 6. Nakata M, Brundin L, Marklund M, Jonsson B. Muskulo- skeletala besvar bland snabbköpskassörer. Undersöknings- rapport 1993:23. Solna: Arbetsmiljöinstitutet 1993. 7. Mackay C, Burton K, Boocock M, Tillotson M, Dickinson C. Musculoskeletal Disorders in Supermarket Cashiers. Norwich: HSE Books 1998. 8. Baron S, Habes D. Occupational musculoskeletal disorders among supermarket cashiers. Scand J Work Environ Health 1992; 18: 127-9. 9. Ayoub MA. Ergonomic Deficiencies: I. Pain at Work. J Occup Med 1990; 32: 52-7. 10. Steingrímsdóttir ÓA, Rafnsson V, Sveinsdóttir Þ, Ólafsson M. Einkenni frá hreyfi- og stoðkerfi. Hóprannsókn á úrtaki íslendinga I. Læknablaðið 1988; 74: 223-32. 11. Ólafsdóttir H, Steingrímsdóttir ÓA, Rafnsson V. Óþægindi frá stoðkerfi meðal fiskvinnslufólks. Læknablaðið 1993; 79: 29-35. 12. Ólafsdóttir H, Rafnsson V. Increase in musculoskeletal symptoms after introduction of the flow-line in fish-fillet plants. Int J Ind Erg 1998; 21: 69-77. 13. Kuorinka I, Jonsson B, Kilbom A, Vinterberg H, Biering- Sörensen F, Andersson G, et al. Standardised Nordic quest- ionnaire for the analysis of musculoskeletal symptoms. Appl Ergonomics 1987; 18: 233-7. 14. Harber P, Bloswick D, Pena L, Beck J, Lee J, Baker D. The Ergonomic Challenge of Repetitive Motion with Varying Ergonomic Stresses. J Occup Med 1992; 34: 518-28. 15. Sveinsdóttir Þ, Hauksson Ó, Arnason G. Vinnuvemdarátak í matvöruverslunum. Reykjavík: Vinnueftirlit ríkisins 1997. 16. Silverstein B. Fine LJ, Armstrong TJ. Occupational Factors and Carpal Tunnel Syndrome. Am J Ind Med 1987; 11:343- 58. 17. Lannerstein L, Harms-Ringdahl K. Neck and shoulder activity during work with different cash register systems. Ergonomics 1990; 33: 49-65. 18. Dickinson CE, Campion K, Foster AF, Newman SJ, O’Rourke AMT, Thomas PG. Questionnaire development: an examination of the Nordic Musculoskeletal Question- naire. Appl Ergonomics 1992; 23: 197-201. 19. Hagberg M, Hogstedt C. Stockholmsundersökningen 1. Utvárdering av metoder för att máta hálsa och exponeringar i epidemiologiska studier av rörelseorganens sjukdomar. Stockholm: Music Books 1993.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.