Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1999, Qupperneq 23

Læknablaðið - 15.03.1999, Qupperneq 23
Fosamax (MSD, 940093) TÖFLUR, M 05 B A 04 RE Hver tafla inniheldur: Alendronatum natriumsalt, samsvarandi Acidum alendronatum lOmg. Eiginleikar: Alendrónat er amínóbisfosfónat, sem hemur virkni beinaeta (osteoclasta). Þegar alendrónat er gefið heldur beinmyndun áfram og efnið binst hýdroxýapatiti. Gefa þarf alendrónat stöðugt til að hemja virkni beinæta á nýmynduðu yfirborði beina. Alendrónat minnkar niður- brot beina án beinna áhrifa á endurmótun beina og verkar því gegn auknum hraða niðurbrots beina hjá konum eftir tiðahvörf. Beinmyndun verður meiri en beinaniðurbrot, sem leiðir til aukningar á beinmassa. Það bein, sem myndast þegar alendrónat er tekið, virðist eðlilegt að gerð og efnasamsetningu. Aðgengi er u.þ.b. 0,7%. Fæða og drykkir (þó ekki vatn) minnka aðgengi lyfsins. Próteinbinding lyfsins er um 78%. Ekkert bendir til þess að alendrónat sé umbrotið í líkamanum. U.þ.b. 50% af lyfinu skilst út í þvagi og Irtið eða ekkert í saur. Ábendingar: Lyfið skal aðeins nota við beinþynningu hjá konum eftir tiðahvörf. Frábendingar: Sjúkdómar í vélinda, sem seinka magatæmingu eins og þrengsli eða vélindislokakrampi. Vangeta til að standa eða sitja upprétt í a.m.k. 30 mínútur. Ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnum lyfsins. Lágt kalsíum i blóði. Ómeðhöndlaðar truflanir á kalsium- og steinefnaskiptum. Meðganga og brjóstagjöf: Lyfið hefur hvorki verið rannsakað hjá þung- uðum konum né konum með börn á brjósti, en lyfið er ekki ætlað konum á barneignaaldri. Varúð: Fosamax getur valdið staðbundinni ertingu á slimhimnu í efri hluta meltingarfæranna. Aukaverkanir í vélinda, eins og vélindabólga, vélindasár og fleiður hafa verið skráðar hjá sjúklingum, sem hafa verið meðhöndlaðir með Fosamax. í nokkrum tilfellum hafa þær verið alvar- legar og þörf verið á sjúkrahúsinnlögn. Þess vegna á að fylgjast með sér- hverju merki eða einkennum, sem benda til hugsanlegra áhrifa á vélinda, og sjúklingarnir skulu fá leiðbeiningar um að hætta meðferð með Fosa- max, og leita læknis, ef þeir fá kyngingartregðu, verk við kyngingu, verk aftan bringubeins, nýjan brjóstsviða eða versnun á brjóstsviða. Hættan á að fá alvarlegar aukaverkanir i vélinda virðist meiri hjá sjúklingum, sem taka ekki Fosamax samkvæmt fyrirmælum eða sem halda áfram að taka Fosamax eftir að hafa fengið einkenni, sem gefa vísbendingu um ertingu i vélinda. Mjög mikilvægt er, að sjúklingum séu gefnar fullkomnar upplýs- ingar um skömmtun og að þeir skilji þær (sjá Skammtastærðir handa full- orðnum). Sjúklingarnir skulu upplýstir um, að ef þeir fylgja ekki leiðbein- ingum, sé hætta á vandamálum í vélinda meiri. Vegna hugsanlegra ert- andi áhrifa Fosamax á slímhimnu efri meltingarvegar og möguleika á versnun sjúkdóms, sem er til staðar, á að sýna varkárni, þegar lyfið er gefið sjúklingum með kvilla í efri hluta meltingarvegar, eins og kynging- artregðu, sjúkdóma i vélinda, magabólgu, skeifugarnarbólgu eða maga- sár. Ekki er mælt með Fosamax handa sjúklingum með kreatinklerans <35 ml/min (sjá Skammtastærðir). Fosamax hefur ekki verið rannsakað hjá börnum og á því ekki að gefa þeim það. Lágt kalsíum i blóði á að með- höndla áður en meðferð með Fosamax er hafin (sjá Frábendingar). Aðr- ar truflanir á steinefnaefnaskiptunum (eins og t.d. D-vitamín skortur) á að meðhöndla vel. Aukaverkanir: Lyfið þolist yfirleitt vel. Aukaverkanir hafa oftast verið vægar og skammvinnar og er venjulega ekki þörf á að hætta meðferð vegna þeirra. I tveimur stórum klínískum rannsóknum sem stóðu í 3 ár og voru nánast eins í uppsetningu, þoldist Fosamax 10 mg/dag og sýnd- arlyf sambærilega. Algengar (>1%): Meltingarfæri: Kviðverkir, meltingaróþægindi, hægðatregða, niðurgangur, uppþemba, sár í vélinda*, kyngingartregða*, aukinn vindgangur. Stodkerfi: Verkir í stoðkerfi (beinum, vöðvum eða liðum) Midtaugakerfi: Höfuðverkur. Sjaldgæfar (0,1-1%): Almennt: Útbrot, hörundsroði, ofnæmisbjúgur, ofsakláði. Meltingarfæri: Ógleði, uppköst, vélindisbólga*, vélindisfleiður. Mjög sjaldgæfar (<0,1-1 %): Almennt: Ofnæmisviðbrögð, þ.m.t. ofsakláði og ofsabjúgur. Meltingarfæri: Sáramyndun í munni og koki. Maga- eða skeifugarnar-sár, sem sum hafa verið alvarleg og með eftirstöðvum, orsakasamband hefur þó ekki verið starfest við töku Fosamax. * Sjá „Varúð" og „Skammtastærðir handa fullorðnum". I klínískum rannsóknum hefur sést einkennalaus, væg, skammvinn lækkun á kalsíum og fosfati i sermi hjá 18% og 10% sjúklinga, sem tóku Fosamax á móti 12% og 3% sem tóku sýndarlyf. Milliverkanir: Fosamax á ekki að gefa samtímis kalsíumbætiefnum, syrubindandi lyfjum og öðrum lyfjum til inntöku, þar sem þau geta haft áhrif á frásog af alendrónati. Þess vegna á sjúklingurinn að biða í a.m.k. hálfa klukkustund eftir inntöku á Fosamax áður en önnur lyf eru tekin inn. Frásog af bisfosfónötum minnkar mikið þegar fæðu er neytt samtímis inntöku þeirra. Ofskömmtun: Engar sérstakar upplýsingar liggja fyrir um meðferð við ofskömmtun alendrónats. Aukaverkanir frá meltingarfærum svo sem meltingaróþægindi, brjóstsviði, bólgur í vélinda, magabólgur eða sár svo og lækkun á kalsíum og fofatgildum í blóði gætu komið fram vegna of- skömmtunar. Gefa skal mjólk eða sýrubindandi lyf til að binda alendrónat. Vegna hættu á ertingu í vélinda, ætti ekki að framkalla uppköst og sjúklingurinn ætti að halda alveg uppréttri stöðu. Skammtastæröir handa fullorðnum: 10 mg einu sinni á dag. Lyfið skal taka a.m.k. 1/2 klst. áður en matar eða drykkjar er fyrst neytt að morgni eða lyf tekin inn, þar sem sumir drykkir (þ.m.t. ölkelduvatn), matur og sum lyf geta líklega minnkað frásog á alendrónati (sjá Milliverkanir). Til að auðvelda að lyfið komist niður í maga og til að minnka hættuna á staðbundinni ertingu og vélindisertingu/aukaverkunum (sjá Varúð): * Fosamax á aðeins að gleypa með fullu glasi af vatni þegar fólk fer á f»tur (sjá Milliverkanir). * Sjúklingar eiga ekki að tyggja töfluna eða leyfa töflunni að leysast upp í ^unni vegna hættu á sáramyndun í munni og koki. * Sjúklingar eiga ekki að leggjast niður fyrr en eftir fyrstu maltíð dags- •ns, sem ætti að vera a.m.k. 30 minútum eftir inntöku töflunnar. * Fosamax á ekki að taka fyrir svefn né áður en farið er á fætur. Mikilvægt er, að sjúklingar með beinþynningu fái nægjanlegt kalsíum í *®ði. Engar skammtabreytingar eru nauðsynlegar fyrir aldraða né fyrir siúklinga með væga skerðingu á nýrnastarfsemi (kreatínínklerans 35-65 ^l/mín). Ekki er ráðlegt að gefa lyfið sjúklingum með alvarlega truflun á nýrnastarfsemi (kreatínínklerans <35 ml/mín.). Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum. pakkningar og verð: 28 stk. (þynnupakkað) 5005 kr. (des. '98) 98 stk. (þynnupakkað) 1498 kr. (des. '98) FOSAMAX Rannsóknir sýna minnkaða hættu á öllum tegundum beinbrota vegna beinþynningar -FIT (Fracture Intervention Trial) er umfangsmesta rannsókn sinnar tegundar, þar sem aðaltilgangur rannsóknarinnar var að sýna frammá minnkaða hættu á beinbrotum hjá konum sem hættar eru að hafa tíðir. Niðurstöður hjá 2027 sjúklingum liggja nú fyrir: Sjúklingahópur • 2027 sjúklingar • Aldur 55-80 ár • Tíðahvörf (>2 ár) • Lítil beinþéttni í mjöðm (0,68 g/cm)* Aðferð • Slembiúrtaki gefið Fosamax eða sýndarlyf *** • Fylgt eftir í 3 ár Endapunktar • Beinbrot meðan á rannsókn stendur 0 o. - BYGGIR UPP BEIN MERCK SHARP & DOHME FARMASIA ehf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.