Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1999, Page 32

Læknablaðið - 15.03.1999, Page 32
220 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Læknisfræðileg gögn í dómsmálum Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari Ingvarsdóttir S Mcdical documents in court cases Læknablaðið 1999; 85; 220-39 I. Inngangur II. Sönnunarfærsla 1. Hvenær eru læknisfræðileg gögn notuð í dóms- málum? l.a. Skaðabótamál vegna líkams- eða heilsutjóns l.b. Rannsókn sakamála og mat á geðrænu sak- hæfi l.c. Lögræðissviptingarmál 1 .d. Dómsmál vegna faðernis barna 1. e. Forsjárdeilur 2. Helstu aðferðir við að afla læknisfræðilegra sönn- unargagna 2. a. Mat á örorku 2.b. Beiðni um sérfræðirannsókn eða sérfræði- lega athugun 2.c. Rannsókn á brotum gegn börnum 2.d. Beiðni um læknisvottorð 2.e. Dómkvaddir matsmenn 2.f. Umsögn læknaráðs 3. Hverjir eru sérfræðingar? III. Þagnarskylda og ineðferð trúnaðarupplýsinga 1. Lagaákvæði sem geta komið í veg fyrir að gagna verði aflað 2. Meðferð gagna IV. Sjónarmið varðandi gerð læknisfræðilegra gagna 1. Efni og innihald 2. Tilgangur og markmið 3. Forsendur 4. Rökstuðningur Höfundur er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Lykilorð: læknisfræðileg gögn, dómsmál. Key words: forensic medicine, court cases. V. Mat á sönnunargildi gagna 1. Orðalag og túlkun 2. Upplýsingar vantar 3. Misræmi í gögnum I. Inngangur I dómsmálum er sönnunargagna aflað í þeim tilgangi að færa sönnur fyrir umdeildum máls- atvikum eða öðrum atriðum sem skipta máli þegar leyst er úr slíkum málum. Læknisfræði- leg sönnunargögn eru oft mikilvægur þáttur í sönnunarfærslu fyrir dómi og þau geta haft verulega þýðingu fyrir úrslit málsins. I réttarlæknisfræði er fjallað um gerð læknis- fræðilegra gagna sem ætluð eru til nota í dóms- málum svo og í öðrum málum þar sem beita þarf þekkingu og aðferðum læknisfræðinnar. Meðferð og öflun læknisfræðilegra gagna fer fram samkvæmt viðeigandi lagareglum og í samræmi við markmiðin sem þeim er ætlað að þjóna. Segja má að þannig tengist fræðigrein- arnar lögfræði og læknisfræði og að þær séu á þennan hátt háðar hvor annarri. Þegar nota á læknisfræðilega þekkingu í þágu dómsmála geta risið ýntis lagaleg og sið- ferðileg álitamál sem vandasamt er að leysa úr. I því sambandi geta til dæmis vaknað spurning- ar um hvort lagareglur komi í veg fyrir að tiltek- inna læknisfræðilegra gagna verði aflað og enn fremur hvernig með slík gögn verði farið. Einn- ig getur verið vandasamt að leysa úr því hvemig læknisfræðileg gögn verði túlkuð, hvort þau veiti fullnægjandi sönnun um tiltekin atriði og loks hvort eitthvað og þá hvað gæti hugsanlega veikt gildi þeirra sem sönnunargagna. Réttarfarsreglur og aðrar lagareglur taka stundum á þessum og öðrum sambærilegum vandamálum. Lagareglur eru þó ekki alltaf fyrir hendi og jafnvel þótt svo sé eru þær í sumum til- fellum ekki nægjanlega skýrar til að leysa á við-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.